Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 19
Himinfjall Dana. Það yrði að sönnu ekki talið meðal fjalla í fjöllóttu landi, en eici að síður n's það allhátt yfir sléttlendið.
Það er engin furða, þótt það hlyti þetta nafn í jafnmishæðalausu landi og Danmörk er.
unni gátu þeir náð honum á næstu
beygju. Var víða stanzað. Langt er
nú síðan járnbraut þessi var lögð
niður.
Við göngum nú um skóginn. Ég sé
fjölda trjátegunda, sem ég hef að
vísu heyrt nöfnin á, en aldrei séð
fyrr. Dýr og fugla sé ég einnig, mér
áður ókunna. Smávaxinn snákur
hlykkjast í moldarflagi við veginn,
broddgöltur sniglast á vegarbrún-
inni. Hann skýtur út broddum sínum,
er við nálgumst hann. Þetta er mesti
meinleysingi, segja hjónin mér, svo
að ég áræði að klappa honum. Ekki
er hann beint mjúkur viðkomu.
Svala lætur til sín heyra.
Skógar eru miklir kringum Áben
rá. Á ríkið nú megnið af þeim, en
áður kóngur eða aðall, sem notaði
þá sem veiðlönd. Mér leikur mikill
hugur að að hafa heim með mér
nokkuð til minja um þennan fjöl-
breytta trjágróður. Skrepp því dag-
inn eftir með Gade kennara út í skóg-
inn, vopnaður hnífi. Sníð þá lauf-
blöð af hverri trjátegund, sem finna
má. Fer síðari heim með kennaran-
um og fæ leyfi hans að pressa blöð-
in inni í hinum þykku og þungu al-
fræðibókum hans. Rétt áður en ég
kveð þetta heimili, hjálpar húsbónd-
inn mér við að greina laufblöðin
og lima þau á þykkan pappír. Eru
þessi laufblöð mér mjög kær og
minna mig stöðugt á hinn fríða skóg
í grennd við ÁbenrS. Gripir sem
þessir,- er maður sjálfur aflar með
eigin hugkvæmni, eru meira virði en
þeir, sem fást á ótal söluskálum fyr-
ir ferðamenn og kallaður eru minja-
gripir. Skulu þeir þó ekki lastaðir
hér sérstaklega.
Dagarnir í Ábenrá líða fyrr en var
ir eins og allir góðir dagar gera. Ég
hef minnzt á húsið og garðinn, hversu
hann kom mér fyrir sjónir. Mér var
vísað til sængur í skrifstofu kennar-
ans, en hún er afkimi út úr stofunni
og unnt að aðskilja hana með renni-
þili. Hér er megnið af bókasafni
kennarans. Það er orðið langt liðið
á nótt, þegar ég loks get lagzt til
svefns, svo freista bækurnar mín.
Síðasti morguninn í Ábenrá renn-
ur upp. Ég er snemma á fótum. Frú-
in hefur pressað fötin mín qg þveg-
ið af mér nælonskyrturnar. Gjarna
hefði ég viljað vera hér lengur, en
áætlun skal haldið. Ég á að taka lest
ina í Rödekro klukkan rúmlega álta.
Kennarinn ekur mér þangað með
ofsahraða, því að tekið hefur tím-
ann sinn að koma sér af stað. Um
nóttina hafði mér dottið þetta í hug
í þakklætisskyni fyrir góða dvöl:
Farvel dage, gode og glade,
gamle Ábenrá.
Farvel Birthe, farvel Gade,
farvel piger smá.
Nú er ég á leið til Kaupmanna-
hafnar.
XIV .Himinfjallið.
Komin erum við til Himirifjalls-
ins, nokkrir íslenzkir karlar og kon-
ur. Höfum tekið á leigu stóra bifreið
í Askov. Ekillinn er nokkuð við ald-
ur, vinalegur náungi, sem sjaldan
sleppir tóbakspípunni úr munninum.
En nú var ekki ætlunin að skrifa
öllu meira um þennan ágæta bílstjóra,
heldur lýsa að nokkru einum sér
kennilegasta stað Danmerkur. Við
komum fyrst að veitingahúsinu
Himinfjallið og borðum þar nesti
okkar. Ekki getum við þó fengið að
snæða það úr hnefa, enda ekki farið
fram á það. Við þurfum að greiða
smávegis fyrir undirlag eða disk, svo
kaupum við öl, að minnsta kosti karl-
mennirnir. Það er dýrt á veitinga-
húSum.
Hér er allt á ferð og ílugi. Það
er sunnudagur og indælt veður, svo
að allt hjálpast að tii að draga fólk-
ið hingað. Jafnvel þó Danir séu. eru
þeir margir eflaust í fyrsta sinn á
þessum slóðum. Gerum ekki grín að
þessu, því að hversu margir íslend-
ingar skyldu ekki hafa komið á Þing-/
völl?
Göngum nú út úr veitingahúsinu,
úr hita og reykjarsvælu, og litumst
um. Þar eru ótal söluturnar fullir af
skrani, sem eiga víst að heita minja-
gripir. Fólk veil ekkert í sinn haus,
bara kaupir eitthvað til þess að sýna
og sanna, þegar heim kemur. að það
hafi heimsótt Himinfjallið.
Við sinnum lítt þessum hoium, en
fylgjum nú fólkstraumnum upp á
tindinn. En var þetta fjall? Við er-
um komin upp, áður en við vitum
af. Blásum ekki einu sinni úr nös.
Hár turn mætir augum, hlaðinn úr
rauðum múrsteini. eins og flestar
byggingar í þessu blessaða landi. Á
framhlið turnsins er eittlrvað minnzt
á guð og kónginn. Flestir fara efst
upp í turninn gegn vægu gjaldi, en
aðrir, og þar á meðal ég, kaupa mynd
af turninum, límda á skífu, sagaða
þvert um trjábol.
En nú skal litast um. Útsýnið er
dýrðlegt, einkum til norðurs, yfir
vötn og skóga, nú baðað sól júlí-
dags. Skógur er nær hvert sem litið
er. Brosandi land, verður víst flest-
um okkar á að hugsa, sem stöndum
hér og virðum fyrir okkur umhverf-
ið. Þeir, sem myndavélar hafa með-
ferðis, beita þeim óspart til að festa
á filmurnar hina mildu fegurð. Mynd-
irnar munu síðan ylja upp skamm-
degið, eftir að heim er komið. Flest-
ir hafa litfilmur í vélum sínum. Ég
læt mér nægja að geyma myndirnar
í huganum.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
427