Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 7
Þessl uppdráttur sýnir þá staði við Faxaflóa, þar sem taiið er og vitað, að korn- rækt var stunduð fyrlr 1500. A: Greinanleg merkl akuryrkju. — 1—3: Bæir, akurlönd og aðrir staðir, sem samtíðarheimildlr tengja akuryrkju. — 4—15: Bælr og aðrir staðir, sem bera akuryrkjunöfn. Skyggðir fietir tákna land, sem er meira en tvö hundruð metra yfir sjávarflöt. Uppdráttur: Sigurður Þórarinsson. hingaS sunnan af Bretlandseyjum eða frá írlandi. Menn, sem gist hafa frland, hafa sagt mér, að þar megi enn í dag sjá fólk ganga að korn- yrkju í smágrjótgerðum og beita sigð. Bygg var aðalkorntegundin, en Rúfeyjar á Breiðafirði og nokkur önnur örnefni benda til þess, að eitt- hvað hafi verið ræktað af rúgi. Af örnefnum og rituðum heimild- um má ráða, að kornyrkja hafi verið reynd hvarvetna í byggðum hér á landi, allt frá Vestmannaeyjum til Hornstranda og Axarfjarðar og jafnvel norður í Grímsey. Sagnir um fyrstu landnemana greina frá því, að þeir vildu sá korni, og eiga mörg akuryrkjuörnefni í harðbýlum héruð- um eflaust ekki við annað að styðj- ast en ræktunartilraunir þeirra. í undanförnum góðærum hefur korn ekki náð þroska nema í beztu árum á Vestfjörðum og víða norðan lands. Frjógreining og fornminjar veita vafalausari vitneskju um forna rækt- un hér á landi en örnefnin, en slík- ar rannsóknir eru skammt á veg komnar, eins og sakir standa. Uppskeran. Skoðanir manna hafa verið all- skiptar um það, hve arðvænleg k'orn- yrkjan hafi verið hér að fornu. f fornum sögum, einkum Njálu, sem tíðræddast er allra íslendingasagna um akuryrkju, er oft getið um inn- íutning á mjöli, svo að af því má ráða, að kornyrkjan hafi ekki full- nægt þörfum þjóðarinnar. Þarfir eru afstætt hugtak, og þess ber að gæta, að margir fslendingar hafa lifað lang an aldur án þess að bragða brauð. Það er allöruggt, að akuryrkjan hef- ur fullnægt þörfum fólks í helztu ak- uryrkjuhéruðunum og rúmlega það, Íiegar bezt gekk. í skjali, sem fs- endingar rita kóngi 1319 segja þeir meðal annars: „Skreið og mjöl vilj- um vér eigi, að flytjist meir, meðan hallæri er í landinu, en kaupmenn þurfa til matar sér.“ Samkvæmt þess- ari heimild hefur mjöl verið flutt héðan til Noregs um þessar mundir, og- ef til vill um langan aldur, en sennilega hefur sá útflutningur verið háður dýrtíð í Noregi — það er kornskorti — og góðæri hér heima. Skálholtsannáll getur um „óáran á korni á íslandi" árið 1331. Korn- yrkja hefur því verið allmikilvæg at- vinnugrein, að minnsta kosti um Suð- urland og við Faxaflóa, úr því að þannig er að orði komizt. En um þessar mundir tekur henni að hnigna, þótt hún héldist enn um nær þriggja alda skeið. Björn M. Ólsen, fyrsti rektor Há- skóla íslands, rannsakaði forna kornyrkju hér á landi allra manna rækilegast og birti um það efni rit- gerð í Búnaðarritinu 1910. Þar segir hann meðal annars í niðurlagi rit- gerðarinnar: „Jeg þikist hafa sínt og sannað, að kornirkja feðra vorra var eigi að eins til gamans, heldur og til mikils gagns. Gott búsílag mundi það þikja nú í Görðum á Álftanesi að fá af jörðinni ifir sextíu tunnur af korni á hverju ár. Og líklega hefur uppsker- an ekki verið minni á Bessastöðum épa. Útskálum, Akurgirðingarnar á Útskálum sjást enn, og er hægðar- leikur að mæla akurlandið og reikna út, hve mikið það hefur gefið af sér. Þó að kornirkjan væri aldrei neinn aðalatvinnuvegur, þá gefur að skilja, að hún hefur samt haft mjög mikla þíðingu firir landsbúið. Firir hana var landið miklu fremur sjálfbjarga, og má geta nærri, hve mikið var í það varið, þar sem aðflutningar all- ir frá útlöndum voru qjjög erfiðir og brugðust stundum með öllu, og út- lend vara öll í háu verði. Annað má læra á vitnisburðum þeim um kornirkju, sem hjer eru til tíndir. Forfeður vorir voru miklu meiri jarðirkjumenn og dugnaðar- menn í jarðabótum en flestir hafa haldið. Að þessu leiti eigum vér að feta í fótspor þeirra og helst komast feti lengra en þeir. Þó má enginn skilja orð mín svo sem jeg vilji hvetja menn til að taka upp aftur kornirkju feðra vorra. Nú á dögum er alt öðru vísi ástatt. Að- flutningar eru greiðir og korn til- tölulega mjög ódírt. Þegar kornland eins og Danmörk hefur sjeð sjer hag við að takmarka hjá sjer kornirkj- una og taka upp kvikfjárrækt í stað- inn, þá má geta nærri, að það muni vera misráðið hjá oss að taka upp kornirkju í stað grasræktar og kvik- fjárræktar." ★ T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 415

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.