Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 18
vistarhús nemenda. íþróttasalurinn nýi er stórkostleg bygging. Allt í kring eru grasvellir, girtir skjólbelt- um, og er niikil prýði að. i aðal- anddyri staðnæmast augu okkar við stórár ljósmyndir af hinum látnu konungshjónum. Kristjáni tíunda og Alexandrínu, drottningu hans, en skólinn er reistur fyrir fé, sem safn- aðist í Danmörku til minningar um þau. Veglegra minnismerki var ekki unnt að reisa um hin látnu heið- urshjón. Allur er skólinn hinn glæsilegasti Danir bjóða æskulýð lands síns ekki nema hið bezta. Þeir eru sér þess vel vitandi, að því fé, sem varið er til menningar æskunni, er vel varið. Það er hin bezta fjárfesting. Fróðlegri heimsókn í íþróttahá- skólann í Sonderborg er lokið. Við kveðjum perluna í Eystrasalti. * XII. Vejen. Vejen er smábær á danskan og jafnvel íslenzkan mælikvarða, fimm til sex þúsund íbúar. Járnbrautin frá Kolding til Esbjergs ligfeur hér um. Bærinn er því í þjóðbraut, ef svo má segja. Ekki finnst mér þó nein scrstök prýði að járnbrautunum né því, sem peim fylgir: Teinar, rauð- brúnir af ryði. og vagnar, svipaðir að lit. Við erum staddir í Vejen, þrír skólafélagar frá Askov. Það hefur verið mjög heitt, og er hugmyndin að skola af sér ryk og svita og synds síðan í lauginni þar. Brátt komum við að sundlaug staðarins, sem er op- in. Umhverfis eru eggsléttir gras- vellir og skógarrunnar á við og dreif. Við afklæðumst í vistlegum búnings- herbergjum, en tilhaldslausum. Hér vantar ekki þjónustu af neinu tagi. Sölulurnar eru nokkrir, þar sem kaupa má ís og fleira góðgæti. Auð- velt er að koma aurunum í lóg. Börnin eru með þetta og unglingarn ir. Fullorðnir líka, en minna. Nú förum við út í sundlaugina, blátæra og hreina. Hðr er ekki jarð- hitinn, en vatnið hitað með olíukynd- ingu Vatnið er heldur kalt, en það er hressandi í sumarhitanum, sem nú er eitthvað yfir tuttugu stig. Mikill heilsubrunnur er sundið, það má nú segja. Hér er fjöldi sólks, ýmist í sundlauginni eða að sóla sig hér og hvar um völlinn. í Danmörku er engin sundnáms skylda eins og hjá okkur. Fólk not- ar hin stuttu sumarleyfi skólanna til þess að koma börnum sínum í sund- nám. Þarna eru Danir á eftir okkur, sem höfum haft sundskyldu í aldar- fjórðung. Mála sannast er, að íslend- ingar eiga flesta synda af hverju þúsundi allra Norðurlandaþjóðanna, þó að við höfum nú tapað í nokk- ur skipti í samnorrænni sundkeppni, nema þeirri annarri, þegar keppt var á þeim grundvelli, sem okkur sýnd- ist eðlilegastur: að sú þjóðin, sem eigi flesta þátttakendur af hverju þúsundi landsmanna, sigri. XIII. Ábenra. Dvalizt skal nú við þann stað, sem mér var vísað til dvalar á í nokkra daga til þess að vera samvistum við starfsbróður — Ábenrð. Fyrst er haldið til Vejen frá Askov með bifreið. Síðan er setzt í lest eftir stutta bið í Vejen. Viðkomustaðir eru tilgreindir í leiðaráæUun: Lunder- skov — Rödekro — Ábenrá. í lest- inni er hvert sæti skipað. Lestar- þjónninn er á þönum um vagninn til þess að athuga farmiða farþega. Hér er áreiðanlega ekki 1« gt að ferð- ast lengra en farseðilh n heimilar. Á viðkomustöðunum er örstutt við- staða, rétt á meðan verið er að taka við og skila farþegum. Stöðvarnar auðkennir ryð og grámi. Allt heldur óyndislegt. Lestin stanzaði ekki að þessu sinni í Ábenrá, heldur í Röde- kro. Var ég því sóttur þangað, ásamt tveimur öðrum kennurum. Beið þar kennslukonan, sem ég hef áður minnzt á í köflum hér að framan, með bifreið sína. Hún var komin á til- settum tíma. Við setjumst nú inn í bifreið konunnar, og ekið er í loft- inu til Ábenrá. Á einum stað í mið- borginni bíður kennari sá, sem ég skal gista hjá í fjóra daga. Hann býður mig hjartanlega velkominn. Göngum við síðan saman að nýrri Volvobifreið hans og ökum til húss hans í útjaðri Ábenrá. Götur eru víða ærið brattar hér, því að bærinn er skeifulaga upp af Ábenráfirði, en hæðadrög upp frá sjónum. Nú er komið að íbúðarhúsi kenn- arans — rauðu, hlöðnu úr múrsteini eins og flest hús hér í landi. Gekk ég nú inn í húsið. Konan var heima með börnin, dætur tvær, sex og átta ára. Þær sitja við eldhúsborðið og eru að teikna — prúðar og yndisleg- ar stúlkur. Mér er boðið inn í dag- stofuna, vistlega og rúmgóða. Ekki leynir sér, að hér býr fólk, sem ann bókum og menntum. Bækur þekja nær tvo veggi, og þær eru lesnar — það sé ég. Hjónin, sem ég er kominn til dvalar hjá, eru á bezta aldri. Hann er að verða fertugur, heitir Karstin Gade, en Birthe, kona hans er nokkru yngri, 32 ára. Hann lauk stúdents- prófi um tvítugt og gerðist að prófi Ioknu vinnumaður á búgarði á Fjóni — hugsaði sér að verða bóndi. Úr því varð ekki, því að hann tók að stunda nám við hinn rómaða kenn- araskóla í Haderslev og lauk kenn- araprófi þaðan árið 1950. Hefur hann síðan verið kennari við barna og unglingaskólann í ÁbenrS og kenn- ir aðallega stærðfræði og skyldar greinar. Laun Gade eru nú, eftir fimmtán ára starf, komin upp í 2200 krónur á mánuði. Mega það teljast vel sómasamleg laun, en þess ber að gæta, að árlegur kennslutími er allt að tveimur mánuðum lengri en hjá kennurum almennt hér á landi. Ekki leynir sér, að þessi hjón lifa góðr lífi. Þau neita sér algerlega un áfengi og tóbak, sem er drjúgu skattur á mörgum heimilum þai ekki síður en hér. Frúin situr mjöf við handavinnu eins og góðra hús mæðra er vani og er veitandi í þeim efnum, því að hún er að sauma brúð- arkjól á mágkonu sína, sem ganga ætlar í hjónaband næsta sunnudag. Ekki er sjónvarpstæki á heimilinu, og verður víst ekki í náinni framtíð. Hjónin eru ekki í neinu kapphlaupi við nágrannana um veraldleg gæði, en þeir virðast flestir veita sér þenn- an munað. Útvarp er hins vegar á heimilinu, en ekki mikið á það hlust- að, helzt fréttirnar. Það var ekki þessi sífelldi, yfirþyimandi hávaði, sem oft er á íslenzkum heimilum af útvarpinu. Ég veit annars ekki, hvern ig þetta er almennt í Danmörku, en trúað gæti ég, að útvarpið væri not- að þar af meiri hófsemi en hér á landi. Hér hefur verið lítillega dvalizt við það líf, sem lifað er innan dyra. En heimili án garðs, hvað er það? Ég sé, að hér er garðurinn stór hluti heimilisins. Hann er vel hirtur og gefur heimilinu góðan arð fyrir utan allt það yndi, sem hann veitir. Ótrúlegt er, hvað ekki stærri blettur getur í té látið. Fyrir utan grænmeti til heimilisins er berjarækt svo mik- il, að nægir til heimilisnota allt ár- ið, uppskeran geymd í frystikistunni. Jarðarberjauppskeran er nýlega um garð gengin, þegar ég er hér á ferð, en ennþá má finna stöku ber, ef vel er leitað. Finnst mér þau nokkuð beizk á bragðið, en með sykri og rjóma eru þau hnossgæti mikið. Fæ ég óspart að borða þessi ágætu ber, meðan ég stend við. Alls fást um 'fimmtíu kílógrömm af jarðarberj- um, svo að nægja mun til gómsæts eftirmatar hvern sunnudag ársins og hátiðisdagana með. Ðettur mér í hug, að gaman væri, ef unnt væri að rækta heima slíkan ávöxt að einhverju ráði. En líklega væri nú þegar meira um slíka ræktun en nú er, ef mögu- leikar væru góðir. Fyrsta kvöldið taka hjónin sér göngu með mig og dætur sínar út í skóg, sem er stutt frá heimili þeirra. Hér er upphleyptur akvegur og lá eitt sinn járnbrautarspor eftir hon- um. Skógurinn er þéttur víða og sér ekki í himin fyrir laufskrúði. Lauf- fall varð oft mikið á teinunum. Urðu teinarnir sleipir mjög, er laufið kramdist undir vagnhjólunum, og hlutust stundum af þessu slys. Ekki var járnbraut þessi bein. Skemmti- legt dæmi um það er, að ef menn misstu af vagninum á einni beygj- 426 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.