Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 20
Halldór Stefánsson: Magnús Fellaskáld Magnús Sigurðsson, sem kallaður var skáldi og af sumum Fellaskáld var óskilgetinn sonur Sigurðar beyk- is á Eskifirði, Ólafssonar, Móðir Magnúsar var Þorbjörg, dóttir Jóns bónda i Kolsstaðagarði, Oddssonar Vídaiíns — dóttursonar Þórðar Vída líns, bróður Jóns biskups Vídalíns. Þorbjörg var heimasæta foreldra- ranni, þegar viðskipti þeirra Sigurð- ar beykis gerðust. Magnús fæddist í Xolsstaðagerði 21. október 1834 og mun hafa alizt upp á vegum móður sinnar. Hann ~var fermdur að Vallanesi vorið 1849 og er talinn léttadrengur þar næstu tvö árin. Við ferminguna fær hann þann vitnisburð að vera í betra lagi gáfaður og skilningsgóður, en laus- geðja. Koma þessi einkenni fram í fari hans og æviferli. Frá Vallanesí fer Magnús vistferl- um úr einni vistinni í aðra. Ferill hans liggur um allar sveitir Fljóts- dalshéraðs nema Skriðdal. Og eitt ár fer hann í vist suður til Hornafjarð- ar, en kemur aftur að árinu liðnu. Aðeins eitt eða fá ár er hann í hverri vist. Einstök ár eftir að hann kvæntist, náði bann húsmennsku- ábúð, en hún var jafnhaldlaus sem vistráðningarnar. Og konan dó eft- ir nokkurra ára sambúð. Hviklæti Magnúsar í vistum stafaði þó ekki af því, að hann væri illa liðinn. Að vísu þótti hann fremui verkasmár, en hann var lundhýr, glaðvær og skemmtilegur og lét tíðum fjúka í kviðlingum til gamans. Málreifur var hann, orðhvatur og orðfimur, en smámæltur og stamaði lítils háttar. Um greind hans og orðfimi má það vera til marks, að þau ár, sem hann var vinnumaður á Jökuldai um 1860, kusu bændur sveitarinnar hann til þess að semja um 'dðskiptakjör sín við verzlanir á Vopnáfirði. — Það hafði verið venja bænda um Fljóts- dalshéraði síðan á þinghöfðafundi 1853 að semja þannig við verzlanii um hin hagstæðustu nðskiptakjör sem fáanleg voru. Árið 1868 var MagnUs vinnumað ur á Kirkjubæ og kvæntist það ár ekkju, sem Guðbjörg hét Þórarins dóttir, Kristjánssonar, sem kallaður var Skessubani. Hann var þá nærri hálffertugur, en hún sex árum eldri Sambúð þeirra varð stutt sem fyrr segir og jafnreikull var ferillinn. Hjónabandið var barnlaust. Átið 1896 eignaðist Magmús barn með stúlku, sem Sesselja hét, Ste- fánsdóttir. Það var meybarn og hlaut nafnið Stefanía. Hún fluttist til Skagafjarðar og giftist þar. Eftir að fjör og vinnuþrek Magnús- ar var tekið mjög að dofna, hafðist hann að mestu við á Völlum, fram- færslusveit sinni. í stað léttlyndis og glaðværðar settist að honum dapur- lyndi og lífsleiði. Hann fannst drukknaður í lækjarpolli 31. marz 1905, og var þá heimilisfastur í Mjóanesi. Magnús var smár maður vexti og kvikur í fasi. Eðliseinkenna hans er áður getið. Hann var ljóðhagur sem auknefni hans votta, orti bæði ljóð og lausavísur, en meirihluti þess mun nú grafið og gleymt. í Ijóðasyrpu Sigmundar Longs í Landsbókasafn- inu eru þrjú kvæði, sem snerta Fella- menn: Brúðkaupskvæði til Þórðar Þórðarssonar á Krossi, samkvæmis- eða saknaðarljóð við burtför séra Magnúsar Jónssonar frá Ási að Grenjaðarstað og Fulltrúabragur út af kosningu Sigurðar Sigurðssonar, bónda á Setbergi, árið 1862 til þess að semja fyrir hönd hreppsbænda um verðlag við kaupmenn á Seyðis- firði — sams konar erindrekstur og Magnús hafði haft fyrir bændur á Jökuldal sem fyrr er getið. — Sig- mundur kallar Magnús Fellaskáld, líklega vegna þessara Ijóða, því að sízt var vist Magnúsar lengri eða staðfastari í Fellum en í öðrum sveitum. Auk þess gerði Magnús sveitabrag um bæði bændur og hús- freyjur í Fellum. Fulltrúabragur er fjörutíu erindi og hefst þannig: Ýrrisir stíga í völdin á vorin, var hann Siggi rétt til þess borinn Það er sagt hann sé núna krýndur og sómasamlega nafnbótum klínd- ur. Um heimanbúnaðiijn segir: Frá Setbergi fákipum renndi fulltrúinn me“ skjölin í hendi pípuhatt á kolli sér keyrði og kragalín að hálsinum reyrði. Upp á Dal hann ætlar að reisa, af oss reyna böndin að leysa. Ýtar segja hann eigi þar nafna. enginn bó að telji þá jafna. Þessi nafni, sem Magnús kallar svo, var fulltrúi Örums og Wulfs- verzlana, Húsavíkur-Jokssen, sem Sig urður vissi staddan þá á Jökuldal. Nestislaus lagði Sigurður ekki til atlögu við þenna nafna sinn, sem hér segir: Fjandans mikið fulltrúalegur flösku upp úr vasanum dregur . Blíða kyssti Bakkusar frúna og batna þótti hagur sinn núna. Heldur fast hann 'minntist við meyna. — Má ei slíkum ósköpum leyna. Vínið rauk í hausinn á halnum svo hreint hann missti sjónir á Dalnum. Er ei slíkt að orðlengja bræður —allt hann missti vitið á glæður. Illa leikinn brennivínsbrúsi beitar — fyrir lagðist í húsi. Þegar Sigurður vaknar af vím- unni, nær hann til bæja, hittir Johin- sen og nær samkomulagi við hann um tólgarverðið. Ríður svo til Seyðis- fjarðar og tilkynnir verzlunum þar samkomulagið. Allur er bragurinn í léttum tón. Sem sýnishorn úr bændabrag Magnúsar er þessi vísa um Bjarna Jónsson á Staffelli: Stafs — á Felli strá að velli fellir. Bjarni heitir seggur sá. Segjast fjáður karlinn má. Eitt sinn var Magnús á ferð í Fell- um og ætlaði að Egilsseli. Þoka var og honum gekk illa að finna bæinn. Heim þangað kominn ávarpar hann húsfreyju: Þokan gráa sérhvert sinn sorgar — vekur — amann. Að finna bæinn þenna þinn, það var ekki gaman. Sem fyrr getur var Magnús heim- ilisfastur á Jökuldal einhver ár. Sam- anburð á Fellum og Jökuldal gerði hann á þessa leið: Fjandans hraun og forarblá Fella — byrgir salinn. Öðru vísi er að sjá upp á Jökuldalinn. Eignuð er Magnúsi þessi vísa: Sullaði á spjöldum sónarhjal söng í höldum glöðum, er hleyptu öldum hófaval heim að Skjöldólfsstöðum. Halldór Jónsson hét maður, lærð- ur smiður og fór um sveitir til smíða. Hann var lesinn og fróður um margt og hélt á lofti fróðleik 428 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.