Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 21
sínum. f orðastað hans gerði Magnús þessa vísu: Lesið hef ég læknisfræði, lagabók og skjölin fín. Utanbókar ég kann bæði, Árna, Pétur, Vídalín. Edda stendur opin mér, Atli, Snót og Gröndals kver, Fingrarímið frá honum Jóni fitja ég upp á mælskuprjóni. Árni, Pétur, Vídalín voru hús postillurnar, sem við þá voru kennd- ar. Lærimeistarinn í fingrarími mun hafa verið Jón biskup Árnason. Hinn tignarlegi tindur, Höttur, er í hádegisstað, eða því sem næst, frá mörgum bæjum á Völlum. — Þótti Magnúsi sem frá fleiri bæjum væri Hötturinn talinn í hádegisstað en rétt væri. Um það kvað hann: Eyktarmarkið einn það setti —einn af gömlu körlunum. Alls staðar var -.aft á Hetti hádegi á Völlunum. Brynjólfur bóndi Bergsson í Valla- neshjáleigu léði Magnúsi hryssu litla og lipra, til ferðar upp í Fljótsdal. Lánið galt Magnús með þessum stök- um: Hryssulánið þér ég þakk. þakka vel, sem maklegt e Yfir fen og breiða bakka bráðólm var hún undir m Vini mínum vil ég þá virðingu og þakkir tjá: Að lána mér svoddan lífsins yndi lipurt eins og strá í vindi. Árið 1889 var Magnús á ferð um Fljótsdal og lét þá fjúka í kviðl- ingum. Um Melabræður, syni Jóns A. Kjerúlfs og Aðalbjargar Metúsalems- dóttur, og Þorstein Stefánsson frá Hjaltastað, sem þá var þar. ge>-ði hann tvær vísur til hvers. Um Pál: Lundur skjóma er laglegui lýst mér hér með geði hlýju Arnórsstaða — ágætui er hér kominn Páll að nýju. Ára talinn átta sá er nú drengur prýðilegi, efnilegur á að sjá æskuvors á blíðum degi. Um Metúsalem: Fagra kinn og blóma ber, brosið hýrt um varir líður, Metúsalem minn því er mannval sveina og lyndisþýður. Lífs á fróni laus við fár — Lukkan bæði og gengið styður Sjöunda við aldursár er nú talinn skjómaviður. Um Eirík: Unga piltinn, Eirík minn, um ég verð að kveða líka: Blómlegur með bjarta kinn býður þokkann elskurika. Litla rósin ljúf á brá lífsins hijóti blómgun hreina. Nítján vikna .iú er sá, nett má áratalið greina. Náttúrufræðingar skipta spendýr um í ýmsa smærri flokka. „Yfirstétt- irnar“ eru hálfapar, apar, mannapax og maðui-inn. í upphafi var skipting þessi reist á grunni líffærafræðinn- ar, en tók ekki tillit til andlegs þroska. Það er erfitt um vik að rekja feril þessara „yfirstétta" eftir leiðum jarð fræðinnar. Þetta voru að mestu leyti dýr, sem lifðu í skógum — til dæmis hálfapar og apar — eða í hrjóstrugu fjalllendi — til dæmis bavíanar. Því var sjaldgæft, að þeir drukknuðu og kæmust þannig undir verndarvæng árframburðar eða annarra slíkra jarð laga, sem varðveittu vandlega sköpu lag þeiri’a ti] rannsókna síðar meir. Þar sem dýr þessi voru tiltölulega fremur fá, koma þau miklu sjaldnar fyrir meðal steingervinga en til dæm- is forfeður hestsins, úlfaldans og margra annarra dýra. Það er vitað. að fyrir um það bil fjörutíu milljón- um ára voru til fi’umstæðir apar, sem stóðu niðjum sinum langt að baki, höfðu til dæmis miklu minni heila en þeir. Hinu mikla sumri „kainska" skeiðs ins (frá upphafi þess og- þar til nú telja menn 40—80 milljónir ára) tók að halia. Loftslag á jörðinni kóln- aði og jökulskeiðið fæi’ðist stöðugt nær. Jarðfræðingar skipta ísöldinni i fjögur jökulskeið. Hið fyrsta þeirra hófst fyrir um það bil 600.000 árum, og hið fjórða og síðasta náði há- marki fyrir 50.000 árúm. Það var i hretviðrum þessa fimbulvetrar, sem lífverur, er svipaði til manna, lifðu á jöi'ðinni, Um miðbik „kainska" skeiðsins voru til ýmsar tegundii mannapa, sem að líkamsbyggingu minntu að sumu leyti á menn. En það er ekki fyrr en nær dregur jökultímanum, sem finnast merki um nær því mennskar verur. Þessi merki eru Um Þorsteirí: Þá er að minnast Þorstein á. — Þetta er mikill drengjasægur. Stefáns prests er sonur sá, sveinninn ungi lyndishægur. Hafa tekið hann að sér heiðurshjónin góðu á Melum. Fimm sá ára aldur ber. — Unga sveininn drottni felum. Magnús var — eins og Símon Dalaskáld — síyrkjandi. hvar sem hann fór. ekki bein, heldur eins konar verk- færi. í árframburði frá þessu skeiði, allt að milljón ára gömlum, hafa fundizt tinnusteinar og aðrir stein- ar, sem einhver fingrafim vera hefur mótað og notað hvassar brúnir þeirra til þess að höggva með, skafa eða jafnvel berjast. Þessir steinar eru nefndir „eólítar“ eða steinar frá öld morgunroðans. Þessir steinar hafa fundizt í Evrópu, en þar hafa hvorki fundizt bein né aðrar leifar þeirra vera, sem hafa gert þessa hluti, að- eins hlutirnir sjálfir. Þess vegna gæti hér vel hafa verið um að ræða skynsama apa. en ekki mennska veru. En við Trinil á Java hefur fund- izt hluti úr hauskúpu í jarðlagi frá þessum sama tíma. Þar voru einnig tennur og bein úr einhvers konar T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 429

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.