Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Side 5
Séð yfir Garðinn. Hér var akuryrkja stunduð fyrrum, og eru þess margar menjar í örnefnum og fornum garðlögum, auk þess, sem segir í skráðum heimildum. Ef til vill er ekki nema hálf fjórða öld eða þar um bil sfðan akuryrkja lagðist með öllu niður í Garðinum. skeið íslenzks landbúnaðar. Þá fjölg- ar fólki geysiört, og menn reisa jafn- vel býli í fjalldöium, þar sem byggð- in átti sér ekki langan aldur, af því að gróðurinn þoldi ekki ágang manna og búfjár. Landið mun numið á all- miklu góðæraskeiði, og landbúnaður varð aðalatvinnugrein þjóðarinnar. Þótt íslenzk fiskimið séu og hafi verið stórgjöful, þá voru heiðalönd- in einnig veitul, og i nágrenni þeirra risu helztu höfuðból þjóðveldisaldar. Biskuparnir settust að í Skálholti og á Hólum, en hvorki við Eyjafjörð né Faxaflóa. Oddi á Rangárvöllum, Haukadalur í Biskupstungum, Reyk- holt í Borgarfirði, Grund í Eyjafirði, Hof í Vopnafirði, Valþjófsstaður i Fljótsdal, Svínafell í Öræfum voru hin voldugustu höfuðból að fornu, þótt þar væru engir útróðrarstaðir. Á fyrstu öldum íslandsbyggðar bjuggu gildir bændur við ströndina, en stórhöfðingjar í miðri sveit eða til dala. Jafnvel Snorri goði Þor- grímsson fluttist frá Helgafelli á Snæfellsnesi að Tungu í Sælingsdal. Heimildir greina, að íslendingar voru allmiklir farmenn á 10. öld og áttu talsverðan skipastól, en hér reis ekki upp nein verzlunarstétt. Búskap arhættir og verðlag sannar, að ís- lendingar reyna að vera sjálfum sér nógir, að aðflutningar til landsins voru litlir, eins og síðar kemur gleggst fram í skipaákvæði Gamla sáttmála. Landbúnaður varð aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar, af því að bóndinn gat aflað alls, sem hann þurfti handa sér og skylduliði sínu til fæðis og klæðis. Kjöt og mjólk, ostar, smjör og skyr hafa löngum verið aðalfæða íslendinga, að við- bættu fiskmeti, bæði úr sjó og vötn- um. Úr ull og skinnum unnu þeir sér klæði og skæði, og vaðmál var löngum einn helzti gjaldmiðill þeirra og mikilvæg útflutningsvara. Á nokkr um stöðum ræktuðu menn hör til língerðar, og fslendingar gengu að einhverju leyti í heimagerðum lín- kiæðum. Hér var allmikil járnvinnsla fram eftir öldum úr mýrarrauða. Sumir bændur framleiða aðallega járn, járnbændur, en rekaviður og íslenzkt birki fullnægðu brýnustu þörfum manna við byggingar og smíðar. Þeir, sem hingað fluttust úr Noregi, þurftu ekki að sakna margra þarf- inda í veðursælustu héruðunum. Skalla-Grímur lét sæði hafa að Ökr- um, og hér var talsverð kornrækt, að minnsta kosti sunnan lands og vestan, fram á 16. öld, og var korn jafnvel útflutningsvara um skeið. Heimildir um forna kornrækt er að finna í sögum og örnefnum, en þar er ekki allt vafalaust, því að örnefni geta orðið til af litlu efni. Línakra- dalur í Húnaþingi mun eigi draga nafn af línrækt, og óvíst er, að korn- yrkja hafi verið stunduð langar ald- ur á Akureyri nyrðra. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 413

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.