Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Page 14
Sitjandi: Quisling. — Standandl: Verjendur hans. Á iitlu myndinni: Quisling í gæzlu norsks hermanns er fariS var með hann til þess að, láta hann fylgjast með uppgref'iri á líkum þpirra sem hann hafði látið myrða og husla í dauðsmannsskógi. 1940. Fyrii 25 árum 9. júní. Hinir svörtu taflmenn ganga um göturn- ar og fóðra hatrið í leynum, hat- ur þeirra kúguðu, sem bíða þess að ósiugr sinn snúist upp í sigur. Tveir mánuðir með byssuskothríð, fjandsamlegum andlitum undir stál- gráum hjálmum, framandi orðum, skipandi, grimmum. Framtíðin er hætt að vera til nema sem barátta í nútíðinni fyrir þetta vor, fyrir þessi tré, fyrir þessa þjóð. Og þó — í dag blasir ósigurinn við, járnharður og ósveigjanleour eins og það misk- unnarlausa löpmál, sem hefur trekt upp þessa vé' nenn, sem ganga um steinlagðar gé -u Oslóborgar og lát- ast vera lifat- Hatrið hefur fæðzt og það flæðit rír þetta vor og drekk- ir sakleysi b ■; Blómin eru misk- unnarlaus, ve" 'a þess að þau halda áfram ?.ð sp ‘ta upp úr moldinni eins og ekkert hafi átt sér stað, vind- urinn er miskunnarlaus, af því að hann er afskiptalaus um það, sem hefur gerzt. Hinir sigruðu verða líka að fyllast hatrinu, svo að þeir geti lifað en ekki dáið, og svo að þeir geti elskað, þegar hatrið • hefur út- rýmt sjálfu sér og týnt stundar sigri sínum 9. júní 1940. Tvo mánuði hafði það tekið þá, þessa þungbúnu hálfmenn að sigra Noreg — norsku þjóðina. Fyr- ir nokkrum dögum höfðu menn ver- ið dálítrð ;bjartsýnir, trúað á þýzka ósigur í Norður-Noregi, en hann varð norskur. Enskar, franskar og pólskar hersveitir höfðu náð Nar- vík aftur úr höndum Þjóðverja 27. maí. Þýzka setuliðið, sem taldi um 4—5000 manns, hafði haft bæinn á valdi sínu síðan 9. apríl, en varð að flýja til fjallanna við sænsku landamærin. Það virtist aðeins vera nokkrir dagar, þar til þetta harðsvír- aða þýzka lið gæfist upp, og þá hefði Norður-Noregur ekki talið neinn þýzkan hermann. En rétt I þann mund, sem endahnúturinn virt- ist vera óumflýjanlegur, fengu frönsku og ensku hersveitirnar skip- un um að hverfa aftur til Englands, því að eftir að bandamenn höfðu beðið hinn mikla ósigur sinn í Fland- ern I maí-mánuði, var ekki unnt að sjá af herstyrk til svo afskektrar vlgstöðvar sem Norður-Noregur var. Norski herinn gat heldur ekki feng- ið hergögn, og þar sem hann var nærri því orðinn skotfæralaus, var enginn annar kostur til en gefast upp. Og þá er það sem áðalpersóna eft- irfarandi greinar kemur fram á sjón- arsviðið, — Quisling. Margt hefur no T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.