Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 08.08.1965, Side 19
FrumstæS endurvarpsvél. „SVARTI GALDUR“ í. Grundvöllurinn að þróun kvik- mynda síðari tíma lögðu þrír menn, Aristóteles, sem var upphafsmaður Ijósfræðinnar, Arkímedes, sem gerði fyrsta linsu- og speglakerfið, og Arabinn Alhazenasar, sem gerði at- huganir á mannsauganu. Þetta voru brautryðjenda verk. En það liðu þús- und ár, þangað til kvikmyndirnar komu fram. Um 1646 hóf jesúítapresturinn, Athanías Kirclier, einn af fremstu vísindamönnum síns tíma, skugga- myndatilraunir í Róm. Hann hélt áfram tilraunum sínum, þrátt fyrir ákærur um töfra og svarta galdur og lauk við fyrstu skuggamyndavél- ina árið 1671. Um það leyti heimsótti hann danskur stærðfræðingur, Tóm- as Valgesteen. Lítið er vitað um hann nú, en hann var þekktur mað- ur á sinum tíma. Valgesteen gerði aðra skuggamyndavél, sem sýndi- myndir, sem hvorki misstu uppruna- lega liti né form. En Valgesteen leyfði jesúítaprestinum ekki að sjá, hvernig tæki hans starfaði. Kircher er eignaður heiðurinn af því að hafa fundið upp „latema magica" eða töfralampann, en ýmsir hafa viljað leiðrétta það og eigna frekar Val- gesteen heiðurinn. Kirher viður- kennir sjálfur óbeinlínis í riti sínu, að Valgesteen sé upphafsmaðurinn. Hann segir, — Valgesteen hefur fundið upp aðferð til varpa mynd- um, sem halda litum sínum, betra afbrigði af töfralampanum, sem ég hef lýst. Síðar í sama verki er mót- sögn hjá honum, þar sem hann seg- ir, — Lampi Valgesteens er á engan hátt frábrugðinn mínum. Hvað sem öðru iíður, er slæmur galli á skugga- myndavél Kirchers. Myndinni var komið fyrir framan við ljósgjafann en ekki milli ljósgjafa og linsu, og þar af leiðandi kom aðeins fram dauf skuggamynd á veggnum fyrir fram- an tækið. Valgesteen var líka sá fyrsti, sem gerði notkun ijós- og skuggalistar- innar almenna. Á síðustu áratugum sautjándu ald- ar var tortryggni kirkjunnar á .vís- indum óðum að minnka. Þá var hægt að gera tilraunir með linsur og spegla án þess að eiga á hættu ákæru fyrir ?aldra. Valgesteen seldi tæki sín í talíu og Frakklandi, og brátt var farið að búa til svipaðar skugga- myndavélar um alla Evrópu. í fyrstu voru þau eingöngu notuð til skemmt- unar. Efni myndanna var svipað og í ve'njulegum skemmtimyndum nú á dögum, grín, hræðsla, trú og hryll- ingur. Menn höfðu ærið að starfa við að endurbæta tæknilega hlið tækis- ins og því lítinn tíma til að finna nýjar leiðir í notkun þess. Annar jesúítaprestur Jóhann Zahn sá þó árið 1685, að aðferðin hlyti að vera hagkvæm til kennslu, og hann gerði fyrstu skuggamynda- vélina sem notuð var í uppeldisleg- um tilgangi. Töfralampi Zahns var algengasta skuggamyndavélin allt til loka nitjándu aldar. Margir aðrir gáfaðir og hugmynda- ríkir menn áttu þátt i uppfinning- um og hugmyndum, sem að lokum urðu að kvikmynd. Mikilvægastar þessara uppfinninga voru hreyfan- Framhald á bls. 717. I I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 715

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.