Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Page 2
um Traðir miklai voru í Háafeiii i Skorradal, gerðar af Guð mundi Þorvaldssyni, og hafði láðst að gera í þær rennur. Um þessar traðir orti Guðríð- ur í Múlakoti: Undrum skellir ofærðar upp á síður takum margra hrella hugarfar í Háafelii traðirnar. Jón í Múlakoti, maður Guð- ríðar, hafði stundum sagt það, er hann var kenndur, að kjaft- urinn á sér væri á við snemm bæra kú. Séra Bjarna Sigvalda syni á Lundi hafði borizt eitt hvað til eyrna úr ljóðabréfi Guðríðar, sem getið var um áð- ur í þessum þáttum, og gerði þá prestur vísu: Þó væli húsgangsvömm ósvinn, þá verða þykir stöðnun fjár, kúgildis mun kjafturinn kaup á Lundi ei bæta í ár. Ekki hefui verið beinlínis hlýtt á milli þeirra séra Bjarna á Lundi og Guðríðar í Múla- koti, og sizt er orðbragðið sið- ugra hjá guðsmaminum. Um fólkið í Múlakoti, hest þess og hund, kveður klerkur þannig: Ekki hlaupa hart um frón húsgangssnuddumar Brúnka, Svartur, Bjarti-Jón og báðar Guddurnar Séra Bjarni mun hafa sagt fyrir ævilok sín. Er hann kom að Hóli í Lundarreykjadal sið- asta sinn, varð honum að orði: Áður fyrri eg var hér oft á ferðaróli, sjaldnar það sem eftir er eg mun koma að Hóli. Guðriður kvað eitt sinn um kaupmann séra Bjarna: Fer með kaupið fullröskur, fjarri raupi varla, sést á hlaupum siðugur signor kaupi Guðmundur. Dótturdóttir Guðríðar, Marsi- bil Grímsdóttir frá Oddakoti i Vatnaskógi, giftist Jónasi, syni Guðmundar staupa, og bjuggu þau á Akranesi. oagt er, að bóndi nokkur ná- lægt Múlakoti, en hinum megin Grímsár, líklega í Máva- hlíð, hafi sagt við vinnustrák. ar glampaði víða á ótvíræða snilli, sem hefði verðskuldað glæstari vettvang, En aldarand inn var kaldranalegur og harð skeyttur, almúgafólk eyddi mestu púðri sínu í erjur við nágranna og sveitunga. Þeir sem áttu tiltæka hagmælsku gripu til hennar í slíku þrasi, enda var hún jafnan bitrust vopna og eitruðust. Guðríður barðist hart og lengi á þeim vígstöðvum og átti jafnan í höggi við sér meiri menn á veraldarvísu — Presta, héraðshöfðingja og of- látunga, yfirleitt flesta í ná- lægum héruðum, sem kunnu að setja saman vísu. Hlaut hún Guðríður í Múlakoti og sóknarpresturinn er hjá honum var, að ef hann kæmist yfir ána hjálparlaust, mætti hann gefa Guðríði í Múlakoti skrokk af hrossi, er hann var að slátra. Strákur hvarf, og dróst svo lengi, að hann skilaði sér, að bóndi fór að svipast eftir hon- um, gengur niður að ánni og sér þá spotta, sem lá út í hana. Um kvöldið kom strákur til skila, heill á húfi, og fékk Guð- ríður áheitið. Hafði hún þá ort til hans kvæði mjög fallegt, en áður lá það orð á henni, að henni væri fyrirmunað að yrkja nema ljótt. Líklega er kvæðið ekki til lengur, og hefur það máski goldið þess, hve faliegt það var. Innan um kveðskap Guðríð líka marga skeinu, en hverja þeirra galt hún með svöðusári. Eru ekki allir grónir sára sinna enn. Saga Guðriðar í Múlakoti sannar það, að gáfur og vin sældir eiga ekki ævinlega sam- leið. □ HALLDORA B. BJÖRNSSON 1130 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAl)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.