Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 16
Apinn er búinn góðri greind. En apar, sem alast upp í einveru, verða aldrei ann- að en vanmetaskepnur, hræddar, ráðvilltar og vansælar. Ungviði, sem vex þannig upp brenglast f öllum háttum sínum. félaga skipti ekki minna máli en samband móður og barns. VIII. Snúum okkur svo aftur að vits- munum dýra og þó einkum takmörk- unum þeim, sem vitsmunaþroska þeirra sýnast settar. Fimmtíu ár eru liðin síðan Köhler prófaði simpansa sína, og eins og ráða má af því, sem þegar hefur ver- ið sagt, hefur verið gerður sægur til- rauna, sem veitt hafa ýmiss konar vitneskju um hugsanagetu dýra. Ein- stakra tilrauna er vart þörf að geta, frekar en búið er, því að niðurstöð- ur Köhlers eru enn taldar góðar og gildar. Hanu galt eindregið jáyrði við því, að simpansar gætu hugsað. en dró einnig mjög fram, hve miklu þrengra svið þeim væri markað en mönnum. Heimur apanna er lítill, þá skortir tímaskyn og veröld þeirra er ekki annað en umhverfi þeirra og líðandi stund. Þeir eiga sér enga brú inn í fortíð og enga sýn inn í framtíðina. Veröld mannsins er miklu stærri og margbreytilegri. Hann getur látið hugann og ímyndunaraflið bera sig inn í fortíðina, og hann getur skyggnzt inn í framtíðina, búið i haginn fyrir sig og lagt á ráð, hvort heldur það er nú islenzk eða norsk húsmóðir, sem rifjar upp, hvað hún þarf að kaupa í búðunum að morgni, eða rússneskir eða bandarískir vís- indamenn, sem velta vöngum yfir því, hvernig bezt sé að haga land- töku á tunglinu. Þetta væri þeim tæpast kleift án málsins. Það er mál- ið, sem gerir þeim fært að hnýta saman fortíð og nútíð og framtíð. Það er ekki einungis, að menn .geta gert hugsanir sínar skiljanlegar með orðum og varðveitt þær frá kyni til kyns, heldur er lausn vandamála und ir því komin, að þgu sé unnt að skil- greina með skýrum hugtökum. Það hefur líka verið tæpt> á því áður, að ef til vill sé það vönt- un á máli, sem olli því, að simpans- arnir gátu ekki .leyst þrautirnar bet- ur af höndum hjá Köhler. J : i I /,. ■; -r-.. r, •... > Mikið af hugsun ruanns er fólgið í því, að hann tálar við sjálfan sig. Sumir vísindamenn telja jafnvel hæp ið að gera mikinn mun á hugsunum og tali. Þeir , ganga þó. kannski of langt. Við vitum að minnsta kosti öll„ hve stundum getur verið erfitt að orða hugsanir. Og rannsóknir á hugarheimum dýra eru meðal ann- ars gagnlegar fyrir þær sakir, að, þær hafa bent til þess, að einfaldar hugsanir geti átt sér stað án orða. En er stætt á þeirri fullyrðingu, að dýramál sé ekki til? Áður en um það er fjallað, verð- um við að greina á milli hæfileik- ans til þess^ að skilja orð og geta beitt máli. Á því leikur enginn vafi, að hundar til dæmis skilja oft tals- vert í máli manna og geta gert fjöl- margt, sem sannar, að þeim er auð- velt að tengja saman orð og athafn- ir. En geta dýr gert sig skiljanleg með einhverju því, sem jafnað verð- ur við mál manna? Hundar geta auð- veldlega látið ljós, að þeir vilji komast út. Dýr og fuglar kalla á unga sína, vara þá við hættum og bjóða þeim til matar með ýmiss kon- ar blæbrigðum raddarinnar. Apar reka upp margvísleg hljóð, sem hvert um sig hafa sína merkingu og tákna hættu, gleði, reiði og margt annað. Sálfræðingar hafa tekið að sér simp- ansa og alið þá upp eins og þeir væru börnin þeirra og lagt mikla og linnulausa alúð við að kenna þeim að tala. Með mikilli fyrirhöfn hefur tekizt að kenna þeim að nota fáein orð í réttu samhengi, svo sem „mamma“ og „kopp.“ Eða páfagaukarnir? spyr kannski einhver. Vissulega geta þeir ekki ein- ungis sagt fá orð, heldur þulið lang- ar setningar. En þeir geta ekki rað- að orðum á annan veg en þeim hef- ur verið kennt. Og hér erum við komin að því, sem skilur á milli máls manna og dýra. Hvorki hund- urinn, sem klórar í hurðina og gelt- ir, þegar hann vill komast út, né apinn, sem varar við hættu eða jafn- vel biður um kopp, getur raðað orð- um né táknum á þann hátt, að úr verði raunverulegt mál. Enginn vott- ur táknmáls hefur fundizt hjá öpum. Aldrei hefur neinn séð þá benda á það, sem þeir girnast — þaðan af síður, að api hafi fyrst bent á ein- hvern hlut og síðan á annan apa eða mann til merkis um ósk sína. Að því er við bezt vitum, er það maðurinn einn, sem getur raðað sam- an fjölmörgum táknum eða orðum á margvíslegan hátt, svo að úr verði túlkun. „Milli hins hvellasta ástar- kalls eða viðvörunarkalls dýrs og lít- ilfjörlegasta orðs í munni manns er heill dagur í sköpunarverkinu eða kapítuli í þróunarsögunni, svo að notað sé orðalag, sem nær er nú- tímanum," hefur einn vísindamaður sagt. IX. Ef til vill er samt varhugavert, að fullyrða fyrirvaralaust, að engin dýra- tegund eigi sér mál. Við komumst ekki hjá því að víkja á ný að hvala- kyninu, sérstaklega höfrungunum. 1144 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.