Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 12
D Ý R I N VIÐBRÖGD ÞEIRRA OG VITSMUNIR VI. Skordýrategundir eru ærið margar. Með sumum þeirra hafa þróazt merki leg og margkerfuð þjóðfélög, og háttalag þeirra er oft næsta sérkenni legt. Býflugur þreyta til dæmis furðu- legan dans, sem hermir, í hvaða átt •g í hve mikilli fjarlægð er völ á Tikulegri fæðu. En hvort tveggja virð ist býflugunum meðfætt — hæfileik- inn til þess að þreyta þennan dans og túlka hann rétt. Þetta er ekki talin áunnin kunnátta eða tileink- un. Undraverð ratvisi skordýra er til dæmis meðal annars tengd hæfileika til þess að meta stöðu sólarinnar og stefnu þyngdaraflsins. En þessu til viðbótar skynja þau einnig sér til gagns hluti, sem við leið þeirra eru — tré, stein eða hús. Þessi skynj- un og hagnýting hennar til leiðsagn- ar má aftur á móti telja, að þau hafi tileinkað sér af reynslu. En slík ieiðsögn er þeim ekki nauðsynleg til þess að átta sig, en getur verið til stuðnings hæfileika, sem þeim er eðlislægur í taugakerfinu. Svipað er þessu farið um ratvísi sumra fugla- tegunda. Það er iíka sannað, að bæði maurar og kakkalakkar geta lært að þræða mjög flókin göng, þar sem oft verður að velja áttir. Maurarnir eru þar þó miklu fremri, en jafnvel þeir hafa þó ekki nein not af lær- dómi sínum, ef svo er breytt til, að leiðin er öfug við það, sem þeir eru orðnir vanir. Þá veitist þeim jafn- erfitt að komast leiðar sinnar og þeir væru settir í ný og ókunn göng. Skordýr eru búin sjónskyni, þef- skyni og snertiskyni. Heilinn er nægi lega stór til þess, að hann geti veitt þessum skynjunum viðtöku og símað boð um rétt viðbrögð. Samt er hann ekki tiltakanlega stór. En þess ger- SÍÐARI HLUTI ist ekki þörf, að hann sé stærri, því að skordýr eru í öllum meginatriðum sjálfvirk, ef svo má segja. Þau láta stjórnast af eðiisbundnum viðbrögð- um í flóknu atferli sinu, og tileink- uð reynsla kemur þar ekki nema að litlu leyti við sögu. Það er fyrst, þegar komið er að hryggdýrunum, að heilinn er veru- lega þroskaður. í hryggdýrunum er bein til hlífðar öllu miðtaugakerf- inu, höfuðkúpan og hryggjarliðirnir. Innan þessara varnarvirkja er dýr- mætasta eign þessara dýra. Öll gerð líkamans er við það miðuð að tryggja þessu taugakerfi nægt blóð, næringu og súrefni. Mænan er í meginatrið um svipuð úr garði gerð í öllum hryggdýrum, og þaðan er stjórnað einföldustu viðbrögðum, svo sem þeim, sem læknar kalla fram, þegar þeir siá á sinarnar í hnésbótum manna. En jafnvel þessi viðbrögð lúta þó stöðugri stjórn forsætisráðu- neytisins í líkamanum. Og sjálfl stjórnarráðið er í heilanum. Það er einkum stóri heilinn, sem stækkar mjög, þegar kemur að hin- um æðri dýrategundum, og þó sér í lagi heilabörkurinn. Hann gerist svo umfangsmikill, að hann verður að bylgjast og hrukkast til þess að rúm ast innan í kúpunni. Miðað við líkams þyngd er heilinn stærstur í mönn um. En stærri er þó heilinn í hvöl um og íílum, og í höfrungum til dæmis eru heilafellingarnar miklu fleiri en í mönnum. Námshæfnin eykst eftir því sem heilinn og heilabörkurinn er stærri. Hryggdýr geta því margt tileinkað sér. Rottur eru fljótar að læra að þræða göng, sem mönnum veittist erfitt að komast klakklaust í gegn- um án þess að hafa uppdrátt í vas- anum. Þó að kjúklingum hugkvæm- ist ekki að krækja fyrir hindranir, fremur en koikrabbanum, þá verður Ihundinum ekki skotasuld úr því. Apar geta ekki síður leyst viðlíka þrautir. Þar kemur það til að skilja vandann, svo sem vikið hefur verið að, og það þarf miklu meiri og fjðl- þættari vitsmuni til þess að láta sér skiljast en læra í blindni eins og flatormarnir gera. VII. Allt síðan á dögum Freuds hafa sálfræðingar og sálsýkifræðingar hald ið því fram, að skapgerð manna og einstaklingseðli allt mótist mjög 1 frumbernsku. Mörgum kenningum hefur verið hreyft um mismunandi skeið á þroskabraut einstaklinganna og truflanir þær, sem óheppileg áhrif umhverfisins kunna að valda á þessum tímabilum Við dirfumst ekki að rekja þessar kenningar, en getum í þess stað um dýratiiraunir, sem virðast sýna, að til séu í lífi dýra tímabil, sem geti haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir einstaklinginn. Það, sem þau tileinka sér á þessu tímabili, getur mótað þau svo til frambúðar, að torvelt eða ógerlegt sé að breyta þar nokkru um. Þetta varðar einkum sambúð dýrsins við kynbræður sína — hvaða einstakl- ingum það dregst að og hverja það forðast. Loks hefur umhverfi og reynsla bernskunnar gagnger áhrif á það, hvert kynhvöt dýrsins beinist. Vitaskuid er ekki unnt að fullyrða það brotalaust, að niðurstöður slíkra rannsókna eigi einnig við menn, en samt sem áður gætu þær verið bend- ing um lögmál, sem gildir um fleiri tegundir en þessi dýr. Það væri ekki ósennilegt, að svipað gerðist með mönnum á einn eða annan hátt. En hinn stóri heili mannanna veitir þeim meiri möguleika til þess að ummóta sig, svo að það, sem dýra- tilraunirnar leiddu í ljós, þarf ekki endilega að vera jafnafdrifarikt með- al manna og margir ætluðu fyrst í stað. Þjóðverjinn Konráð Lórenz lýsti þegar árið 1935 því fyrirbæri, sem hann nefndi mótun. Hann veitti þvl 1140 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.