Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 13
Þjóðverjinn Konráð Lórenz komst að raun um, að ungarnir eltu matarfötuna. Hann fuliyrti, að fyrstu kynni dýrs af umhverfi og samfélagi hefðu varanleg áhrlf á hegðun þess. athygli, að andarungar og kjúklingar, sem venjulega elta móður sina eða fóstru, fóru að fylgja honum sjálfum eftir annað veifið. Stundum var þó sem það væri ekki Lórenz sjálfur, sem þeir eltu, heldur fóðurfatan. Þetta var ekki tilviljun. Það var ekki heldur af því sprottið, að þá langaði í mat, því að þeir bröltu jafnt yfir stokka og steina á eftir manninum og fötunni, hvort sem þeir voru svangir eða ekki: Þeir eltu manninn og fötuna af sömu hvöt og aðrir ungar eltu móðurina. Lórenz komst að raun um, að þetta gerð- ist því aðeins, að þeir hefðu komizt í kynni við fötuna á vissu aldurs- skeiði. Hann fullyrti líka, að hin fyrstu kynni dýrs af umhverfi og samfélagi, hefðu varanleg áhrif á hátterni þess síðar, einnig kynhneigð þess. Síðastiiðin tíu til fimmtán ár hafa margir vísindamenn rannsakað þetta fyrirbæri. Svíinn Eiríkur Fabricius hefur meðal annars komizt að raun um, hvaða aldursskeið er viðsjárvert ýmsum andategundum og iýst því rækilega, hvernig mótunin á sér stað. Bandaríkjamaðurinn Eckhard Hess notaði gerviönd við slíkar rannsókn- ir. Honum tókst bezt að laða unga að henni, ef hún gat gefið frá sér gagghljóð, og væri móðuröndinni stí- að frá unga á hinu viðsjárverða skeiði, tók hann gerviöndina fram yfir hana. Þess er vert að gæta, að ungarnir fengu enga umbun fyrir að fylgja gerviöndinni, hvorki mat né vatn né neitt annað. Þótt veikum rafstraumi væri beint að ungunum, er þeir eltu gerviöndina, varð það til þess eins, að þeir sóttu enn meira á að komast til hennar. Eins fór, ef gerviöndin var iátin hrekja ungana frá sér. Svo virtist sem ungi leitaði þeim mun ákafar á náðir þess hlutar, sem hann hafði laðazt að, sem ró hans var meira raskað. Mjög örðugt reyndist að ummóta ungana, þegar þeir eltust. Þeir voru hræddir við hluti, sem þeir voru ekki vanir, og Hess komast að þeirri nið- urstöðu, að þegar hræðslan fór að fara af þeim, væri liðinn sá tími, er þeir gætu orðið fyrir mótun. En það, sem þeir höfðu þegar tileinkað sér með þessum hætti, fylgdi þeim upp frá því. Hvað er svo sem gerist, þegar dýr mótast með þessum hætti? Vísinda- mennina austan Atlantshafs og vest- an greindi mjög á um þetta í önd- verðu. Evrópskur dýrafræðingur leit svo á, að blundandi eðlishneigð í fuglinum hefði losnað úr læðingi við hvata, sem var náttúrlegur eða því sem næst. í þessu tilviki átt því fat- an í höndum Lórenz að hafa orðið eins konar þjófalykill að eðli ung- anna og leitt til þess, að hneigð þeirra til þess að elta beindist að röngum aðila. Nú er Lórenz sjálfur, sem og flestir aðrir, horfinn frá þess ari skýringu og lítur á slíka mótun sem sérstakan þátt tileinkunar, sem getur átt sér stað, þegar taugakerfíð hefur náð vissum þroska, en styðst þó við erfðageranda. Mótunin er frábrugðin öðru áunnu atferli að því leyti, að hún gerist einungis á ákveðnu skeiði í lífi ein- staklingsins og verður torveldlega burtu numin. Hún gerist auðveldlega, en fyrnist seint. Fyrir daga Konráðs Lórenz höfðu dýrafræðingar veitt því eftirtekt, að ungar, sem aldir voru upp meðal manna, virtust mjög háðir þeim, er þeir eltust. Kynhvöt þeirra virtist jafnvel beinast að mönnum. Þeir sóttu til dæmis að hönd þess, sem gaf þeim mat, með greinilegum kyn- mökunarhreyfingum, og meðal kari- fugla af dúfnakyni getur jafnvel sáð- lát fylgt þessum hreyfingum. Þetta fyrirbæri kemur ekki ein- vörðungu í ljós, þegar menn ala fugla svo að segja við brjóst sér. Hið sama kemur fram, þegar ungar eru teknir frá einni dúfnategund og látnir til uppeldis í hreiður annarra dúfna. Þegar þessir fuglar verða kyn þroska, velja þeir sér maka meðal þeirrar dúfnategundar sem þeií vöndust í uppvexti. Það hefur ennfremur komið á dag- inn, að það eru ekki fuglar einir, T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1141

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.