Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Page 8
SIGURÐUR FRÁ BRÚN: íslenzkir búkarlar Með orfum slógu harðlen hólatún, og höfðu fóðurval að gefa síðan, þeir áttu pening undrahraustan, fríðan frá yztu þarahlein að gnæfri brún. Og þeim var sýnt um nýting heys og haga og hirða tamin — nærri eðlisgróin. Þeir nýttu grös af f jalli, söl við sjóinn að svipta hungri barna sinna maga. Þeir héldu máli, menningu og sið. Ef mildra landa þegnar beiddust frétta um eigin menn og afrek landa sinna, var þangað leitað, þar var opið hlið til þekkingar og nokkurs vits um þetta. Þar hafði unnizt umhirðingarvinna. EVELYN SÖHOEL: Yður varð á skyssa, herra Jónsson Ekkjan Holgeirsson hafði fundizt myrt í stóru íbúðinni sinni á fimmtu hæð. Allir íbúar hússins voru í upp- •námi. Þeir stóðu í smáhópum og ræddj um atburðinn. Annað veifið gutu þeir augunum í átt til íbúð- ar frú Holgeirsson, þeim fannst þetta svo hræðilegt — svo ómannúðlegt. Inni í íbúðinni voru lögregluþjón- ar önnum kafnir við að rannsaka her bergin hátt og lágt undir stjóm Widéns lögreglufulltrúa, sem í þessu var að ræða við húsvörðinn, en það var hann, sem hafði hringt til lög- reglunnar. Það voru liðnir tveir dagar síðan heyrzt hafði til hennar, hún var ann ars vön að hringja niður oft á dag, yfirleitt til þess að kvarta. Henni fannst annað hvort of heitt — eða of kalt. Mér datt i bug, að hún væri ef til vill veík, svo að ég fór upp og hringdi á dyrabjölluna. Þeg- ar hún svaraði ekki, opnaði ég dym- ar með mínum lykli, og þarna lá hún — látin. Húsvörðinn hryllti við, þegar hann rif jaði þetta upp fyrir' sér. Lögreglu- læknirinn kom til þeirra, hann hafði lokið rannsókn sinni. — Máttu vera að því að tala við mig smástund? Widén kinkaði kolli og sagði hús- verðinum, að hann vildi gjarnan tala við hann seinna. Húsvörðurinn hunzk- aðist burt. Læknirinn hélt á eldskörungi í hendinni. — Þetta er vafalaust morðtólið. Það hefur verið þeríað gaumgæfilega og sett aftur á sinn stað á grind- inni þarna. Hann kinkaði kolli í áttina til ar- insins. — Morðinginn gaf sér bersýnilega góðan tíma, svo að nú áttu vanda fyrir höndum, Widen. Það er ekki liðin nema vika frá fyrra morðinu. Ég býst við, að þú hafir tekið eftir þvi, hversu lík morðin eru? Lögreglufulltrúinn jánkaði. — Margt bendir til þess, að sami maður hafi verið að verki í bæði skiptin. Jæja, gangi þér vel, ég hef öðru að sinna. Þú veizt, hvar ég er, ef þú þarft á mér að halda. Wíden horfði hálföfundsjúkur á eftir lækninum. Hvers vegna hafði hann ekki gerzt læknir? Utan við sig tók hann upp blöðin, sem lágu á borðinu, en lét þau strax niður aft- ur, er hann sá, að þau voru tveggja daga gömul. Hann tók i staðinn upp litla, svarta minnisbók og fór að skrá í hana þær upplýsingar, sem fram höfðu komið. Þær voru ekki mikils virði. Frú Holgeirsson var ekkja og að und- anteknum syni í Bandaríkjunum og systur á elliheimili, átti hún enga ættingja á lífi. Málið leit svo sann- arlega ekki glæsilega út. Og hversu líkt var þetta ekki hinu morðinu: í bæði skiptin einbúar, sem vitað var, að geymdu peninga hjá sér. í fyrra skiptið hafði morðinginn ekki held- ur skilið eftir sig nein spor. Argur og í þungum þönkum tilkynnti Wíd- én, að hann færi aftur til skrifstofu sinnar. Á lögreglustöðinni fékk hann sér kaffibolla og kveikti sér í vindlingi. Nú fyrst gat hann hugsað málið í ró og næði. Höfðu fórnardýrin þekkt morðingjann? Hann hafði einhvern veginn sloppið inn í íbúðirnar, kann- ski undir einhverju yfirskyni. Þetta hlaut að vera einhver, sem vissi, að fórnardýrin voru einbúar og geymdu hjá sér miklar fjárfúlgur. Widén lyfti örmunum eins og í bæn til æðri máttarvalda og lét þá síðan falla nið- ur á borðið. Hann varð að horfast I augu við staðreyndirnar. Hann hafði engan leiðarvísi, ekki einu sinni vís- bendingu, sem hann gæti hreytt £ fréttasoltna blaðasnápa, er myndu fara að þjaka hann þá og þegar. Honum fannst hann sjá blaðafyrir- sagnirnar. Blöð, já. Widén reisti sig upp í stólnum: Blöðin, gömlu dagblöðin í íbúð hinnar myrtu konu! Hvernig stóð á því, að ekki skyldu finnasf nýrri blöð? Nýjasta blaðið var tveggja daga gamalt. Þau ættu að minnsta kosti að liggja fyrir neðan blaðarifuna. Kannski hafði einhver fjarlægt þau. Hann greip símann og hringdi í Karlson aðstoðarfulltrúa. — Furðu til húsvarðarins og spurðu, hvort hann hafi tekið blöðin með sér. Spurðu líka hina, hvort þeir hafi rekizt á blöðin eða lagt þau til hliðar. Hringdu svo í mig, þegar þú ert búinn að kanna þetta. Ég bíð á skrifstofunni. Eftir stutta stund hringdi síminn. Það var Labben, fingrafarasérfræíl- Framhald i 1150. síSti. 1136 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.