Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 19
BJARNI jVARSSONi V/Ð AFTANRODA MINNINGANNA Við heimkomu sína til íslands 1917 ávarpaði Stephan G. Stephansson „Ungmennafélag íslands" með þess- um orðum: Ellin æsku býður ástarþakkir sínar: Ungi íslands lýður eigðu stökur mínar — ef er ungum rómum ómaksvert að sinna þessum eftirómum æskudaga minna. Þegar líður að ævikvöldi, ryðjust minningarnar fram í hugann og bregða leiftri yfir farinn veg. Mun hér verða brugðið upp nokkrum myndum frá æskudögunum af félags- þróun samtíðarinnar. í mínum uppvexti var engin barnafræðsla lögskipuð. Varð þar hver að krafsa sig áfram eftir efn- um og ástæðum. Minnist ég þess, að Kristinn bóndi að Núpi lét sig ekki muna um að ganga fram að Kotnúpi (sem er hjáleiga frá Núpi) tvisvar í viku, til þess að leiðbeina okkur systkinunum í helztu námsgreinum, eftir að hann var búinn að ljúka úti- verkum við fjárgæzlu og önnur bú- störf. Þar var engin aktaskrift, enda maðurinn óeigingjarn félagshyggju- maður. Séra Þórður Ólafsson á Gerðhömr- Séra Stgtryggur Guðlaugsson. um var sóknarprestur minn og ferm ingarfaðir. Hann var mikill félags- hyggjumaður og vildi í hvívetna frjálshuga framkvæmdir sóknarbarna sinna. Ég varð snemma sæmilega læs, sem ég þakka því, að ég var látinn lesa íslendingasögur upphátt á kvöldvökunum fyrir heimilisfólkið og síðan taka við húslestrarskyldunni er hvíldi á hverju heimili alla helgidaga. En útlitið með skriftina var lakara. En þá kom séra Þórður til skjal- anna, og eftir eina af húsvitjunar- ferðum sínum sendi hann mér for- skriftarbók, ásamt tilheyrandi skrif færum. Var bókin þrungin af hug- ljúfum heilræðum og Ijóðum svo sem „Ó faðir gjör mig lítið ljós,“ eftir Matthías. Verður þessi sending míns kæra fermingarföður ógleymanleg. Hún er eitt af geislabliki góðvildar- innar, sem hrífur unglinginn tíl sjálfs trausts og menningar. Blessuð sé minning séra Þórðar. Um áramótin 1904-1905 urðu prestaskipti í Dýrafjarðarþing- um. Séra Þórður fluttist yfir Dýra- fjörð í Sandaprestakall haustið 1904, en séra Sigtryggur Guðlaugsson kom ekki fyrr en um vorið 1905 og settist að á Núpi hjá Kristni, bróður sínum. Sigtryggur var þá orðinn ekkjumað- ur — hafði misst fyrri konu sína Ólöfu, og mun það hafa nokkru ráð- ið um flutning hans til Dýrafjarðar, Krlstinn Guðlaugsson á Núpi Séra ÞórSur Ólafsson. því að þeir bræður voru miklir og vakandi samhyggjumenn í öllum fé- lags- og menningarmálum. Skömmu eftir komu séra Sigtryggs hóf hann að brjóta land, er hann fékk hjá Kristni bróður sínum undir skógarreit, er hann kallaði Skrúð, sem hann vildi, að yrði talandi vitni um gróðurmátt moldarinnar til hvatningar uppvaxandi kynslóð, er hann hóf að starfrækja skóla sinn að Núpi. Er mér persónulega kunnugt, um þá alúð og atorku, er séra Sigtryggur sýndi við að ryðja burt grjótinu og gera Skrúð að fyrirmyndar skrúð- garði, því að ég vann þó nokkuð oft við undirbúning reitsins. Minnist ég þess, að séra Sigtryggur kallaði laut- ina, er ég mataðist í, Bjarnabolla Mér var færður þangað matur að heiman. Jafnhiiða undirbúningi skógrækt- arinnar var hafizt handa um bygg- ingu félagsheimilis handa stúkunni Gyðu, er skyldi jafnframt verða vænt anlegt skólaheimili. Nokkrir bændur sveitarinnar gengu í ábyrgð fyrir áætluðum kostnaði við bygginguna. Ólafi Ólafssyni skólastjóra við barna- skólann á Þingeyri og prófdómara við skólann að Núpi í tíu ár, farast þannig orð um þessa lántöku: „Minnist sá, er þetta ritar, þess, að tíðindum þótti sæta, þegar það fréttist yfir fjörðinn að fátæk og fá- menn sveitastúlka, Gyða að Núpi, hefði látið reisa myndarlegt sam- komu- og fundarhús þar á staðnum. Áætlaður byggingarkostnaður var 1147 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.