Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Qupperneq 9

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Qupperneq 9
Frásögn þessa hef ég eftir ágætum sagnamanni að vestan, en hon- um sagði Páll Helgi, sjómaður í Hnífsdal, sonur Jóns bónda í Svína- vallakoti í Unadal. Páll Helgi fæddist 1871 og starfaði við Ásgeirs verzlun á ísafirði um og yfir tvítugt. Atburður þessi hefur því gerzt nokkru eftir 1890. Ef til vill var Páll einn þeirra, sem tóku gröfina með Eyjólfi. Þó er það ekki víst. „Hver veit nema Eyjólfur hressist“ var máltæki í hvers manns munni um Borgarfjörð syðra og gæti vel haf^i borizt þangað að vestan, engu síður en vísur, sem voru ortar þar á sama tíma og voru orðnar alkunnir húsgangar nokkrum árum seinna. En ekki minnist ég þess að hafa heyrt neina skýringu á þessu orðtaki. Nú væri fróðlegt að vita, hvort ekki kunna einhverjir aðra sögu um þetta og hvort þessi fær staðist tímans vegna. H.B.B. Á seinni hluta 19. aldar, á makt- ardögum Ásgeirsverzlunar á ísafirði og Árna Jónssonar sölustjóra þar átti heima, þar sem heitir að Græna- garði, maður að nafni Ólafur. Ólafur þessi, sem almennt gekk undir nafn- inu Ólafur á Grænagarði, hafði þá lengi verið kunnur þar vestra vegna drykkjuhneigðar sinnar, enda jókst sú árátta hans, á þeim árum en minnkaði ekki. Ólafur átti bátkænu, flatbytnu litla, er hann notaði til aðdrátta. Átti hann marga ferðina á flatbytnu sinni hinni litlu yfir pollinn, einkum þegar hásjávað var, alla leið upp að dyrum Ásgeirsverzlunar. Væri lágt í sjó, átti hann á hættu, að bytnan strandaði á rifi þar fyrir framan. Hylltist hann því til þess að nota flæðar á þessum ferðum sínum, þegar ástæður leyfðu honum. Ekki er þess getið, að Ólafur hafi talið eða trúað, að hann yrði fengsælli í ferðum þeim, sem farnar voru um flæðar, frekar en um fjör- ur eða útfall sjávar, enda þarf svo ekki að vera. Nú gerðist það á vertíð einni að einn af „Árnapungunum" (en svo voru þiljubátar Ásgeirsverzlunar Befndir þá af almenningi) varð fyrir slysi — missti út mann, sem ekki tókst að ná, er pungurinn var á útsiglingu af pollinum. Seinna á þess ari sömu vertíð leggur Ólafur á Grænagarði af stað að heiman ein- hvern dag sem oft áður á flatbytnu sinni með aðfalli sævar og hyggst sem fyrr ná í áfangastað sinn með flæðinni. En er hann er kominn um það bil miðja vega, verður á vegi hans lík, sem marar í hálfu kafi. Ekki hikar Ólafur, sem margir mundu þó gert hafa. Af sinni for- sjálni hafði hann fest snærishönk í röng á bytnu sinni í byrjun sjóferð- ar, og virðist hönk sú að hafa kom- ið hér að góðu haldi. Ólafur leggur nú báti sínum að líkinu, leysir snær- ið úr rönginni, bregður öðrum enda þess um háls likinu, en hnýtir hin- um um sömu röngina og áður. Síðan færist Ólafur allur í aukana og rær nú sem ákafast og linnir ekki fyrr en hann er kominn heilu og höldnu upp að Árnabúð. En þá voru komnar flæðar sjávar og jafnframt liðið að lokunartíma sölubúðarinnar. Skilur nú Ólafur, að hér muni góð ráð dýr. Verður honum það fyrir, að hann veður inn í Árnabúð, og er sagt, að þá hafi hann verið fasmikill. Jafn- skjótt og hann er kominn inn úr búðardyrunum sér hann, hvar Árni Jónsson stendur sjálfur innan við búðarborðið, og kallar þá hárri raustu: „Árni, ég fannjík.“ Ekki bærði Árni hið minnsta á sér við kall Ólafs. Svo fór og í annað sinn. En í það skipti leit hann þó lítið eitt út undan gleraugunum. í þriðja sinn kallaði Ólafur: „Árni, hvað fæ ég fyrir það?“ Þá hélt einhver sig hafa heyrt Árna muldra: „Ætli það sé ekki rétt, að þú eigir átuna, Ólafur." En vel má það samt hafa verið misheyrn. Nú með því að allframorðið var, lét Árni Jónsson loka búðinni. Var það rétt í því, að Ólafur bar fram erindi sitt og launakröfu við svo ógreiðar undirtektir. Þó að tvennum sögum fari af því, hver endalok hati þar á orðið, þá má telja það nokkurn veginn fullvíst, að Ólafur á Græna- garði hafi að lokum hlotið einhverja þóknun eða að minnsta kosti brjóst- birtu, sem honum mátti nægja til bráðabirgða. Og er Ólafur á Græna- garði þar með úr sögunni, enda hans hlutverki lokið hér. En ef til vill væri samt réttara að láta honum fylgja sem skilnaðarorð orðtækið gamla: „Einn kemur þá annar fer,“ eða eins vel: „Fleiri eru góðir en einn.“ Nú hefur Árni Jónsson farið að hugsa til hreyfings og athafna. Gerði hann ráðstöfun um töku grafar' að líki því, er Ólafur á Grænagarði fann. Minnugur þess orðtækis síns, að „oft- ast er eitthvað í þá spunnið, ef þeir drekka,“ réð hann fljótlega þrjá af þeim, er hann mun hafa nefnt „sína vinnumenn" til þess að taka gröfina. Einn þessara grafara hét Eyjólfur og var Hafliðason. breiðfirzkur að ætt. Gn nöfn hinna tveggja hirðum við ekki um að nefna hér. Eyjólfur þessi haff/i þá hlotið all- mikla reynslu sem sjómaður bæði hér á landi og víðar. Einnig vat hann kunnur að því að hafa oft fall ið ógildur fyrir Bakkusi. Hann kunni þá sögu að segja ai sjálfum sér, að hann hefði verið 1 siglingu til Spánar jag Portúgal En þegar þeir fóru frá Óportó í Portúgal, fannst Eyjólfur ekki, er skipið Iét úr höfn. Þarna sagðist hann svo hafa dvalizt í þrjár vikur. en þá komst hann með öðru skipi til Norðurlanda. Lét hann allvel af dvöl sinni í Óportó og kvað sig að mestu hafa nærzt á portvíni. en til þess að eignast sem svaraði innihaldi einnar flösku af þeim guðadrykk, hefði hann orðið að skila tveimur tómum flöskum, og var þá rennt á þriðju flöskuna handa honum. Nú var þessi ævintýramaður kom- inn vestur til ísafjarðar og féll í hans hlut að taka þessa gröf, ásamt öðrum. Hefst nú verk þetta, og geng- ur það allvel um stund. Þó fer svo að lokum, að á verkamenn þessa fer að sækja allmikill þorsti. Góðkunn- ingi þeirra einn á nú leið þarna hjá, og skora þeir fast á hann að duga sér og skiljast ei fyrr við malið en sölustjórinn hafi sent gagngert til þeirra með eitthvað, sem dugi /ið þorstanum. Þetta fór sem óskað var T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1137

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.