Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 3
Svona dýr er ekki til, sagSi stúlkan, sem kom I dýragarðinn og sá gíraffa í fyrsta skipti. En skyldi henni ekki hafa orðið orSfall, ef hún hefSi séS fiska klifra í trjám eSa leggjast í tígulsteina- hrúgu. Fyrir 25 árum var komiS til Stokkhólms meS leirköggul sunnan úr Afríku. MeS hann var fariS í lagardýrasafniS, og þegar hann var látinn í vatn, synti út úr honum lítill og sprettharSur flskur, endurnærSur af langri hvíld. Þetta var svonefndur lungnafiskur. m-v.'i'-Rl Meimkynni lungnafisksins eru fenja- öndin afrísku. Hann er á ferli um ■-egntímann og er fengsæll á maSka sg annaS æti. En hann leggst fyrir í '«irnum b“gar þornar um. Lungnafiskurinn grefur sér holu í leSjuna og býst þar um. Hann lifir á holdum sínum, og loft fær hann í gegnum roSiS. SundblaSran tekur aS starfa svipaS og lungu. MeS nýjum regntíma breytir lungna- fiskurinn háttum sínum. Hann fer aS anda meS tálknunum á nýjan lcik og tekur aS afla sér matar, því að nú veitir ekki af, að hann fiti sig. fúlum lænum hitabeltislandanna er jnnar undarlegur fiskur. Hann skríð- ur á land og klifrar upp i tré. í höfðl klifurfisksins er skrítinn vatnsbelgur, sem varnar því, að 'álknin þorni. Þegar klifurfiskurinn er á ferli á þurru landi, spyrnir hann sér áfram með sporðinum og göddum, sem eru á uggunum á kviðnum Hann er undrafljótur og kemst marga metra upp í pálmatrén. Afrikumenn veiða klifurfiskinn á þurru landi, enda er hann hentugur í nesti á langferðum. Þeir láta hann i körfur ofan í rakt lauf og hafa þannig nýmeti, þegar kemur í gististað. TIMINN-Si v UDAGSBLAÐ 1131

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.