Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 17
Þeir hafa viðlíka stóran eða stærri heila en menn, og er þess áður getið, að heilafellingarnar í þeim eru miklu fleiri. Að sumu leyti eru þeir betur búnir skynfærum en menn. Við er- um mjög háðir sjóninni, en heyrn- in er höfrungunum mikilvægust. Þeir gefa frá sér og heyra hlióð, sem eru langt utan þess sviðs, að mannlegt eyra fái greint þau Þessi hljóð nota þeir sér til leiðsagnar niðri í sjón- um, líkt og menn nota flókin sigl- ingatæki. Það hefur einnig komið á daginn, að þeir skiptast á hljóðum, og hefur á síðustu árum komið upp sú spurning, hvort þeir eigi sér ekki það, sem kalla má mál, og geti talað saman. En sé svo, þá eru þeir miklu hraðmæltari en nokkur maður því að Þeir geta skipzt á hljóðmerkjum á fjórum til fimm sinnum á fjórum sekúndum. Við vitum náttúrlega ekki, hve full komin tjáning þetta er, því að eng- um hefur auðnazt að flokka þessi hijóð að gagni og þaðan af síður að ráða þau. Við getum þess vegna ekki dæmt um það, hvort þeir kunna að eiga sér hljóðkerfi, sem gera þeim kleift að skiptast á einhverju því, sem kalla mætti hugtök, eða hve flók- in samtöl þeir geta átt sín á milli, ef hljóð þeirra verða nefnd því nafni. Það er því enn á huldu, hve gáfaðir höfrungar og fleiri kyn hvala kunna að vera, og við getum hvorki fullyrt né fortekið, að þeir kunni að geta talað að meira eða minna leyti. En greindir eru þeir, og hafa sumir skip- að þeim næst manninum í því efni. Aðrir, sem varkárari eru, telja þá fremur eiga heima mitt á milli apa og hunds. Það er langt síðan orð fór að ieika á því, að litlir tannhvalir myndu gædd ir mikilli greind. Meðal annars vakti það undrun manna, hve annt þeir létu sér um særð dýr úr sínum hópi. Þetta hafði hver eftir öðrum, án þess að í rauninni væri unnt að færa á það nokkrar sönnur, sem hald væri að. En þetta hefur breytzt í seinni tíð. Koma þar ekki sízt við sögu hin miklu sjódýrabúr á Mæamíströnd á Flórídaskaga, þar sem margvíslegar rannsóknir og tilraunir hafa farið fram. Þetta sjódýrasafn var opnað almenningi árið 1955, og það er einn þátturinn í því að laða fólk þangað, að ýmsum dýrum, svo sem höfrung- um, eru kenndar margvíslegar listir. Gildi þessa er þó ekki fólgið í því einu, að það er stofnuninni tekju- lund, heldur hafa vísindamennirnir einnig komizt að raun, hvað hvert dýr getur lært og hvað því er náttúr- legt að læra. Það er undravert, hvað unnt hef- ur reynzt að kenna höfrungum. Nú þarf greind ekki ævinlega að vera í nákvæmlega réttu hlutfalli við námshæfnina. En sumt af því, sem Höfrungarnir f lagardýrasafninu á Flórída leika listir sínar fyrir áhorfendur. höfrungarnir hafa lært, er þess eðl- is, að ekkert dýr myndi geta það nema það væri búið mikilli greind. Og þeir hafa ekki einungis reynzt mjög námfúsir, heldur getur jafnvel stundum virzt sem þeir geti sér þess til eða reyni að geta sér þess til, hvað komi næst. Höfrungar eru um tveggja metra langir og hafast við í flokkum við Fiórídaskaga, þar sem þeir veiða sér fisk til matar. Þeir eru því rándýr að öllu eðli og háttum. Nú er fullvaxið kvendýr handsamað og sett í stórt sjóbúr, sem dælt er í ferskum sjó í sífellu. Fólk er stöðugt á ferli við búrið, og það eru að sjálfsögðu stór- felld umskipti, sem dýrið verður að sætta sig við. Þegar óttinn fjarar út og það stillist, verður það fljótt spakt og mannelskt og venst nýju um- hverfi og nýjum háttum á undra- skömmum tíma. Innan fjögurra daga er það farið að nærast, jafnvel þótt það fái dauðan fisk í stað lifandi, hlýðir hljóðmerki og kemur á þann stað, þar sem því er látinn í té mat- urinn. Á síöunda degi tekur það við mat úr hendi manns. Sé lifandi fiski sleppt, skynjar höfrungurinn það und ir eins og grípur hann samstundis, hvar sem hann er. Sé gutlað með hendi, en fiskinum sleppt hljóðlega annars staðar, lætur hann blekkjast. Hljóðmerki voru gefin með þeim hætti, að slá á járnstöng í vatninu, og jafnskjótt kom höfrungurinn. Þá fékk hann ævinlega mat. En synti hann hjá, án þess að á hann væri kallað, var honum ekki gefið. Síðan var breytt til og fiski fleygt til hans, þótt ekki hefði verið kallað á hann, og jafnskjótt tók hann að gera sér tíðari ferðir að þeim stað, þar sem hann fékk mat sinn. Væri hann aftur á móti svikinn um fisk að gefnu hljóð merki, hafði hann slíkt merki að engu í næsta skipti. Ekki stoðaði held ur, þótt hljóðmerkið væri endurtekið um leið og hann fór fram hjá, ef hann fann ekki fisk sinn á réttum stað. Hann skeytti því ekki. Höfrung- urinn lét ekki ginna sig tvisvar. Hann var sjálfur nýbúinn að kanna það, að enginn fiskur var þar, sem hann átti að vera, þegar hljóðmerkið var T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1145

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.