Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 15
ur húktu hver í sínu skoti, sugu á sér fingurna eða gripu urn höfuð sér og rugguðu sér í örvæntingu Þegar þessir apar voru orðnir kynþroska, voru þeir óhæfir til þess að halda við kyni sínu Þeir voru fráhverfir öðrum öpum, og þó að sum kven- dýrin yrðu þunguð, eftir að hafa ver- ið lengi með gömlum og aðgangs- frekum karlöpum, skeyttu þau ekk- ert um afkvæmi sín. Þeim hefði ver- ið bani búinn, ef þeim hefði ekki verið bjargað frá þeim. Þessir apar voru samfélagi sínu til vandræða, líkt og fólk getur af einhverjum und- arlegum orsökum stundum verið sjálf um sér og öðrum hin mesta plága. Þessum tilraunum var haldið áfram með þeim hætti, að tveir apar voru látnir alast upp án þess að sjá nókk- urn mann eða nokkurt dýr. Þeir sáu heldur aldrei hvor annan. Að tveim- ur árum liðnum. voru þeir færðir saman. En þá lét hvor um sig eins og hann vissi ekki um návist hins. Þeir báru ekki við að leika sér sam- an og færðu sig eins langt hvor frá öðrum og þeir gátu. Væru þeir látnir til apa, sem vaxið höfðu upp við eðlileg skilyrði, bældu þeir niður og reyndu aldrei að bera af sér högg, þó að á þá væri ráðizt. Þessir apar voru síðan saman í búri í tvö ár. En þeir breyttu ekki hegðun sinni. Þeir höfðust ekki að og voru sífellt hræddir, og hvorugur þeirra reyndi að gera hosur sínar grænar við hinn. Þegar litlir apar voru látnir til þeirra, létu þeir þá berja sig og hrekkja, þó að þeir væru orðnir fjögurra ára gamlir. Svipað fór öpum, sem haldið var í einangrun á bernskuskeiði í hálft ár, en apar, sem ekki voru nema þrjá mánuði í slíku fóstri og sáu auk þess menn, náðu sér nokkurn veginn, þótt tæp- ast yrðu þeir eins harðir af sér í sambúð við aðra og eðlilegt gat kall- azt. Þetta ætti að nægja til þess að sannfæra menn um, að meðal fugla og margra spendýra rótfestist hæfi- leikinn til samskipta við aðra á hin- um fyrstu ævidögum. Og næst spyrj- um við: Hvað er hér að verki á þessu aldursskeiði? Ungarnir hlutu enga umbun, þó að þeir eltu fóður- fötuna í hendi Konráðs Lórenz. Hvaða þörf var þá fullnægt? Það er nærtækt svar að segja, að barn leiti til móður til þess að full- nægja næringarþörf sinni. Andarung arnir gátu hafa sannfærzt um, að maturinn kom úr fötu Lórenz. Þess sjást víða merki í þessum heimi, að margan fýsir að fylgja þeim fast eft- ir, er hefur matarfötuna í höndun- um. En svona einfalt er þetta dæmi okkar samt varla. Fatan dró ungana að sér, hvort sem þeir voru svangir eða ekki, og ungar taka líka upp á því að elta hiuti, sem ekki eru i neinum tengsl- um við matgjöf. Hvolpar hænast að sönnu fljótar að þeim, sem gefa þeim mat, en matgjafir eru samt ekki nauð synlegar tii þess, að þeir taki tryggð við einhvern. Harlow hefur einnig sannað, að svipað gildir um apa. Hann lét svo apa aiast upp með gervi mæðrum. Báðar voru þær búnar til úr hænsnaneti og viðlíka stórar og venjulegur api. Önnur var svo úr garði gerð, að ekkert var haft utan um netið, en tútta var þar, þar sem brjóst er á öpum. Þar gat unginn sogið, þegar hann vildi. Á hinni gervi móðurinni voru ekki nein brjóst, en aftur á móti var hlýr og mjúkur dúkur saumaður utan um vírnetið. Þess varð fljótt vart, að unginn tók þá gervimóðurina, sem hlýlegar var búin, fram yfir þá, sem hann fékk mjólkina úr. Hann saug hana að vísu annað veifið, en jafnskjótt og hann hafði fengið nægju sína af mjólk, fór hann til hinnar gervimóðurinnar og hjúfraði sig upp að henni. Yrði hann hræddur hljóp hann ævinlega tii hennar. Þegar þessi gervimóðir var tekin frá honum, var hann í öngum sínum yf- ir missinum, og hann flýtti sér til hennar, er hún var látin inn í búrið á ný. Ungi, sem ekki hafði að neinu öðru að hverfa en gervimóður úr hænsnaneti einu, varð aldrei jafn hændur að henni. Harlow taldi, að snei-tingin við loðinn feld móðurinnar væri mikil- væg fyrir ungann og þá þróun alla sem samband móður og barns hefur í för með sér, einkum sökum þess ör- yggis, sem það veitir barninu. að finna móðurina nálæga sér. En þó að návist móður, sem gott er að hjúfra sig upp að, sé ung viðinu mikilvæg, getur það þó ekki verið eini gerandir.n sem stiórnar því, hvaða tengsli myndast á hinu viðkvæma aldursskeiði. Það er önn- ur skýring, sem margt virðist styðja, að unginn leiti athvarfs hjá þeim hlutum, sem hann sér á frumdögum ævi sinnar, sökum þess ^ð þessir h!ut ar þýða öryggi í vitund hans. Ung- inn sá þessa hluti á því skeiði er hann kunni ekki að hræðast, og þeg- ar hann fer að skynja hættur. vek- ur það öryggiskennd ef þeir eru enn nálægir. Allt nýtt og óþekki ger- ir hann þá óttasleginn >g við höf- um komizt að raun um að merki urn ótta einkennii einmitt endaiok þess tímabils, þegar rnótun sú, sem hér hefur verið rætt um. getur átt sér stað. Það, sem dýrið hefur vanizt á meðan það var óttalaust, mun alltaf vekja öryggiskennd. Freud fullyrti, að samband móður og barns réði úrslitum um hegðun manns, þegar hann eltist. Geturn við fullyrt, að þessu sé farið meðal margra dýra, sem Freud hugði með al manna? Harlow og margir, sem eru svipaðrar skoðunar, hafna því, að móðirin sé dýri svo mikilvæg, sem Freud hugði. Alist ungar apa upp saman, þróast þeir eðlilega eöa því sem næst, þótt aldrei hafi þeir getað leitað athvarfs hjá öðru en gervimóður. Það hamlar þeim ef til vill nokkuð, að gervimóðirin rekur þá aldrei frá sér, verður aldrei þreytt á þeim, stuggar aldrei við þeim. Það gerir aftur á móti náttúrleg móðir, og þess vegna verður apabarnið að eyða einhverju af tíma sínum í leiki við annað ungviði. Harlow álítur sem sé, að leikir og samskipti við leik- Alizt hundur og tófan upp saman, tekst með þeim góð vinátta. Engin illindi eru með hundum og köttum, sem alast upp saman, og sá köttur, sem elst upp meS rottuungum, verður tregur tll þess að veiða rottur. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1143

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.