Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 4
 ■ ' Þorgeir, Vilborg og Egill Arnaldur til hægri, Friðrika og Bj örn Gelr til vinstri. NÝJA BARNABÓK, skemmtiefni smá V. | | ■ * L t 1 .11 Qiflfl K bHb 11 H I b "li 1 I 1 Pöl 1 S Jll u uiyy du |j|| II11 I 1 1 1 ffBu 1 1 i w Einu sinni var drenghnokki, sem átti heima með mömmu sinni í bak- húsi vestur í bæ. Ekki var harðviðar- hurð fyrir dyrunum þeirra, né held- ur veggflísar í baðherberginu, en hvert léttskýjað kvöld mátti sjá út um eldhúsgluggann, hvernig tunglið labbaði sér svo einstaklega skemmti- lega fram undan húsinu hans Snæ- bjarnar Jónssonar bóksala, sem stóð við næstu götu. Litli drengurinn beið þess margar stundir með eftirvæntingu, að tungl- ið kæmi fram úr felustað sínum. En þótt hann væri siíkur gaumgjafi himneskra hreyfinga, var hann samt sem áður svo óvitur, að oft nennti hann ekki að borða grautinn sinn á kvöldin. Mamma varð að setja hálf- fulla skálina í gluggakistuna og henda leifunum, þegar stráksi var sofnaður. Einn morgun, þegar hann vaknaði, vildi hann gjarna vita, hvað orðið hefði um grautinn, og mömmu hans datt þá allt í einu í hug að segja, að tunglið hefði víst borðað hann. Þetta þótti honum mikil frétt, og er ekki að orðlengja, að þessi ungi maður varð með tímanum ein- hver duglegasta grautaræta, sem sögur fara af. En móðir hans, sem heitir Vilborg Dagbjartsdóttir, er hugkvæm kona og þessir atburðir urðu henni frum- drög að dálítilli bók handa börnum á •aidrinum tveggja til þriggja ára. Hún kom út árið 1959 undir nafninu „Alli Nalli og tunglið", prýdd 3it- fögrum og nýstárlegum klippmyndum eftir Sigríði Björnsdóttur. Vilborg er ein þeirra kvenna, sem hafa varðveitt í sér hið skáldlega við að vera mamma. f rauninni öfunda ég hana dálítið. Fyrir mér eru börn litlir villikettir með fimmtán skítuga fingur, sem dragast með segulafli að Ijósum gluggatjöldum. Alltaf þarf að vera að þvo peysurnar þeirra, gefa þeiiri mat og lýsi, og síðast en ekki sízt hugga þau vegna óteljandi slysa og 1132 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.