Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Page 18
 Geta höfrungar talað saman? Sumir hyggja, a8 svo sé. Þelr eru a8 mlnnsta kostl m|ög greind dýr og geta lært ótrúlega margt. gefið, og dró sýnilega af þvi þá álykt- un, að ekkert væri að marka þetta skark við járnstöngina. Jafnan taka höfrungar mat úr hendi manns með mikilli gætni. Það hefur heldur aldrei komið fyrir, að þeir hafi bitið þann, sem réttir þeim mat, jafnvel þótt smábranda væri. Þótt drengir, sem eru á sundi innan um höfrunga að leik, þrífi um skolt- inn á þeim eða hangi á bægslum þeirra, ber aldrei við, að þeir reiðist og snúist til varnar. Þeir geta verið harðleiknir innbyrðis, en þeir beita því ekki við drengi. Það er óvænt, að rándýr skuli vera svo gæf og minnir á umburðarlyndi hunda við lítil börn og raunar fleiri dýra, katta og sumra hesta. Tilraunir hafa tekið af allan vafa um það, að höfrungar heyra ákafleg vel, og þeir sjá líka vel, bæði í sjó og ofan sjávar. En þeim er líka auð- velt að finna það, sem þeir sækjast eftir, þótt niðamyrkur sé. Það var sannað með tilraunum, þar sem þeir fengu hvorki beitt sjón né heyrn, að þeim var leikur einn að finna bráð sína. Þeir senda þá frá sér hljóð og skynja jafnharðan bergmál þess. Leðurblakan er einnig búin þess um hæfileika, sem byggist á sömu lögmálum og notkun bergmálsdýpt- armæla. Það er venjuleg hegðun þeirra, að þeir koma þjótandi, þegar þeir heyra busl. Þegar þeir eiga ófarna nokkra metra, er líkt og urgi í þeim, og hefur mælzt, að þeir gefi frá tíu til fjögur hundruð hljóð á sekúndu. Þeir iða allir á meðan þeir murra þannig, og renna sér síðan beint á fiskinn. Séu brögð í tafli og enginn fiskur í boði, hverfa þeir ávallt frá, áður en þeir eru komnir alveg að þeim stað, þar sem þeir áttu von bráðar sinnar. Það er óvefengjanlegt, að þeir finna fiska með hljóðbylgj- um, sem þeir senda frá sér, en beita ekki sjóninni fyrr en þeir eru í þann veginn að grípa fiskinn Höfrungamir eru gæddir frábær- um hæfileikum til þess að samhæfast nýju umhverfi. Þeir eru gæflyndir, óhræddir við menn, búnir háþrosk- uðum skynfærum og ótrúlega fljótir að læra nýja siði. Þetta hefur gert kleift að kenna þeim fjölmargar list- ir, sem ótrúlegt má kalla, að þeir skuli geta tileinkað sér, og næmustu dýrin þarf jafnvel ekki að æfa nema í fáar vikur. Hugsum okkur, að við séum þarna stödd. Milli þess sem höfrungarnir leika slíkar listir í sjóbúrunum synda þeir fram og aftur, líkt og þeir séu að bíða eftir kalli. Við og við koma þeir upp úr vatninu og blása frá sér eða rísa upp á endann og horfa í kring- um sig. Yfir búrinu eða lauginni er pallur, sem líkist stefni báts, og er þetta stefni nokkra metra ofan við yfirborð sjávarins. Nú kemur stjórnandinn með fisk I bala. Hann gengur fram í stefnið og blæs í flautu. Það er merki þess, að nú hefjist næsta sýn- ingaratriði. Þetta hljóðmerki er þó fyrir löngu orðið óþarft. Höfrung- arnir hafa fylgzt vel með öllu og eru viðbúnir. Stjórnandinn kallar og bendir, og höfrungarnir þreyta listir sínar af ótrúlegum hraða og öryggi. Nákvæmnin er undraverð og leiknin frábær — mistök eiga sér varla stað. Stjórnandinn þrífur fisk, hallar sér fram í stefnið og lyftir hendinni eins hátt og hann getur. f sömu andrá rennir höfrungur sér eíns og Framhald i 1150. síðu. 1146 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.