Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 5
Þegar Vilborg fékk ekki fé tll myndskreytjnga á barnasíSurnar, tók hún skærin sín, gamalt dagblaS og límkrukku, og galdraSi fram ýmsar merkispersónur, eins og til dæmis geithafurinn Bhombal Dass, sem sést hér aS ofan. BMM—HW—m———m—CTfeaajæaa vinsllta, sem yfirfalla þau á hverjum þeim einasta degi, sem guð gefur. Guð hreinlætisins og réttlætisins er strangur og leggur margar þrautir fyrir vesala þjóna sína. Það getur vel farið svo, að í öllu þessu baksi gleymist, að hvert barn er undurlítið kraftaverk, sem á sér töfrandi hugar- heim. En Vilborg gleymir því aldrei. Og nú fyrir jólin sendir hún frá sér nýja bók um Alla Nalla, þar sem mér er sagt, að hinn næmi skilning- ur hennar á heimi barnsins komi skýrt fram. Þess má kannske geta, svona í leiðinni, að hún hefur áður sent frá sér ljóðakver, Laufið á trjánum (1960). í því eru stutt, ákaflega ein- föld og fíngerð ljóð. Hún hefur valið að hafa þau órímuð, þótt hún hafi raunar fullt vald á fomri braghefð. Fjórtán ára gömul gerði hún þessa „samannjörvuðu stöku“, eins og hún orðar það. Þegar illur þorri fer þrengir næturskugga, úfinn fylkir færði mér frosna rós á glugga. En í seinni ljóðum hennar er ekki harður hljómur af ferskeytlu hinna þúsund vetra, heldur koma manni í hug mjúk stef frá fjarlægum lönd- um, jafnvel japanskar „tönkur". Ég birti hér í bessaleyfi Ijóðið Þrá: Dýpra en veruleikinn í vitund óranna er minningin um þig og ást þína. Hún er eins og ilmur í kvöld- blænum. Þegar hann snertir vit mín, verð ég feimin að anda. Það er í rauninni merkilegt, að hún skuli hafa getað fundið sér næði til að yrkja, því hún hefur lengi verið önnum kafin við allt hugsan- legt, sem viðkemur börnum. í fjórtán ár hefur hún kennt smá- fólki við Landakotsskóla og Austur- bæjarskólann í Reykjavík. (í fyrstu kennslustundinni minni, segir hún, rétti einn pattinn upp höndina og spurði: Kennari, ertu kona eða stúlka?). Frá 1956 til 62 var hún rit- stjóri barnasíðu Þjóðviljans, Óska- stundarinnar, en auk þess hefur hún oft séð um barnaefni fyrir rit eins og Samvinnuna, Melkorku, Sólhvörf og Sólskin. Svo eru heimilisstörfin, því að hún er gift Þorgeiri Þorgeirssyni kvik- myndastjóra og synirnir eru orðnir tveir. — Hvernig ferðu að því að kom- ast yfir þetta allt saman? spyr ég hana. mér það lágmark, að herrarnir mín- ir fái alltaf nóg að borða og séu i hreinum fötum, en stofurnar mínar, þar er nú stundum fjörugt um að litast, skal ég segja þér! En það vill mér til happs, að við- fangsefni mín: barnakennslan, móð- urhlutverkið og sífelld leit að upp- byggilegu skemmtiefni fyrir börn, eru í eðli sínu svo náskyld, að starf mitt í einu styrkir mig í öðru. Það eru ekki ólík svið, sem togast á um mig og tæta mig sundur, heldur fell- sjálf fór ég að verða afundin og óþolinmóð við litlu manneskjurnar, sem ég kenndi. Þá ber það til einn daginn, að tveir drengir eru að pískra einhver ósköp saman í kennslustund, og ég spyr, hvað þeir séu að tala um. Þeir ætla aldrei að vilja segja mér það, og ég verð að gefa þeim hátíð- legt loforð að verða ekki reið I >ks segir annar: „Hann segir, að þú sért eins og Soffía frænka í Kardimommu- bænum. Ef einhver stæli þér, mun’di hann áreiðanlega skila þér aftur“. Ég lét mér þetta að kenningut — Ég neita Því hreint ekki að sólarhringurinn mætti gjarnan vera nokkrum klukkustundum lengri áp þess að ég yrði í nokkrum vand- ræðum með að nýta hann, svarar Vllborg. Ég skil afskaplega vel þær konur, sem ekki komast yfir meira en heimilisstörfin ein. Sjálf set ég ur vinna mín, á heimili og u’af f þægilega heild. — Þú kennir fuila kennslu. e það ekki? — Nei, ekki lengur. Eftii að yngri drengurinn fæddist'fór ég sð þreytast,_ enda var hann um tírm >:t lasinn. Án þess að ég tæki eftir þ/i T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1133

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.