Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 7
við höfum eignazt vísi að bruðuleik- húsi, sem farið hefur um landið og hvarveina vakið mikinn áhuga hjá ungum áhorfendum. — En hvað finnst þér um kvik- myndahúsin? — Þau hafa alveg brugðizt. Á sunnudögum klukkan þrjú eru ýmist sýndar fimmta flokks gamanmyndir á máli, sem bömin skilja ekki, upp- haflega gerðar fyrir fullorðna, eða þá hasarmyndir. Kvikmyndahúsin virðast ekki gera sér neina grein fyr ir því, að þau taka á sig mikla ábyrgð, þegar þau bjóða börnum þetta rusi. — Ég held, að það sé alveg rétt hjá þér, Vilborg. Eg hitti einu sinni erlendis huggulega frú, sem er ná- tengd forstjóra eins fjölsóttasta kvik myndahússins í Reykjavík. Hún hélt, að hið bezta, sem börnum mætti sýna, væru kúrekamyndir. Ung stúlka, dóttir blaðafulltrúa í Reykja- vík, var þarna nærstödd og and- mælti þessu sjónarmiði. „Almáttug- ur minn“, kveinaði frúin og fórnaði höndum, „ég sé alveg, hvernig þú ert. Þú ert svona menningartýpa“! — Það var mikið að hún skyldi ekki segja kommúnisti! Annars er ég einmitt með úrklippu hérna úr New York Times, frá 28. marz í vor, þar sera segir frá alþjóðlegri kvik- myndahátíð þar í borg. Þar voru eingöngu sýndar barnamyndir, flest- ar leiknar af börnum. Blaðið birtir langan lista yfir verðiaunamyndir frá fjölda landa, en aðeins ein þeirra, franska myndin Rauða blaðran, hef- ur sézt hér. — Hvaða kvikmyndahús útvegaði hana? — Ekkert. Það var Fóstrufélagið, sem átti allan heiðurinn af því. En ég vildi óska, að einhver tæki á sig rögg og útvegaði myndir, eins og Feitabollan og renglan frá Japan, um fátækan strák og annan ríkan, sem þarna hlaut mikið lof. Það er ósvikin gamanmynd, gerð 1959, fyrir fimm til tólf ára börn. Þarna voru líka tvær myndir, sem hlotið höfðu „Grand Prize“ í Feneyjum: rúss- neska myndin Drengurinn og blindi fuglinn (1963) og brezka myndin Einni ósk ofaukið (1956) og þannig mætti lengi telja. Það er sem sé nóg til af góðum myndum, sem hægt væri að útvega með nokkrum bréf- um og örlitlum vilja. — Það yrði örugglega vel þegið af flestúm foreldrum. En hvernig var það, ætlaðirðu ekki að segja mér eitthvað um nýju bókina þína, Sögur af Alla Nalla? — Það er svo sem ekki mikið að tala um. Ýmislegt, sem fyrir kom á eigin heimili, varð mér tilefni til smáþátta í barnasíðurnar, sem ég annaðist. Svo fór maðurinn minn að vinna að kvikmynd með ljósmynd- ara, sem kvæntur er Friðriku Geirs- dóttur, teiknara. Þeir voru báðir afskaplega uppteknir af þessu við- fangsefni og þá fórum við eiginkon- urnar að spjalla um, hvort við gæt- um ekki reynt að gera eitthvað líka. Upp úr þáttunum mínum vann ég dá- litla bók, og bætti auðvitað mörgu við, sem aldrei gerðist í raun og veru. En Friðrika teiknaði í hana margar heilsíðumyndir, og hún sá um allt útlit og frágang. — Og fyrir hvaða aldur hafið þið hugsað ykkur bókina? — Nú hefur Alli Nalli stækkað og við vonum, að fjögurra til sjö ára börn geti haft gaman af henni. Letr- ið er stórt og gott fyrir þau, sem eru byrjuð að stauta sjálf. En kannski hafa ýmsar mömmur dálitla skemmt- un af henni líka. — Þú nennir nát.túrlega ekki að lesa fyrir mig einn kafla, svona í lokin? — Æ, þarf ég það endilega? — Já, það finnst mér. — Jæja, hérna er þá einn stuttur, sem heitir Guð: „Sefur Guð uppi í himninum?“ „Já, hann sefur uppi í himninum". „Er Guði ekki kalt að liggja svona á berum himninum?" Pabba varð svarafátt eins og oftast, þegar Alli Nalli fór að þráspyrja hans. „Pabbi, er Guð alls staðar?" „Já, Guð er alls staðar". „Er Guð þá líka í strætó?“ „Já, Guð er þar eins og annars staðar". Pabbi var að lesa Vísi og var ann- ars hugar. Þeir biðu á torginu eftir Sólvallabílnum. Þeir settust í aftasta sætið, og pabbi sökkti sér niður í blaðið, með- an fólkið tíndist inn í vagninn. Alli Nalli hafði ekki augun af inngöngu- dyrunum. „Að hverju ertu að gá, Alli minn?“ „Ég er að bíða eftir því að sjá Guð koma“. Pabbi reyndi að skýra það fyrir honum, að Guð kæmi ekki inn um dyrnar eins og fólkið, heldur væri hann bara alls staðar. Alli Nalli hlustaði með athygli á pabba sinn og sagði svo hneykslaður: „En pabbi, þarf Guð ekki að borga í strætó?" Inga. VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR: NÚ HAUSTAR AD Einhverja nóttina koma skógarþrestirnir að tína reyniber af trjánum áður en þeir leggja i langferðina yfir hafið, en það eru ekki þeir, sem koma með haustið — það gera lítil börn með skólatöskur. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAP 1135

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.