Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 2
HELGI KRISTINSSON: Yfirlitsmynd frá 'HveragerSi aS Kömbum, þar sem bærinn Núpar stendur. (Ljósm. Þ. Jósepsson). HORFT HEIM AD Þegar ekið er niður Kamba, blasir við bær undir fjallinu, sem heitir Núpar. Þangað er staðariegt heim að líla, vegleg hús standa á grænu túni við fjallsræturnar en uppi yfir gnæfir hátt berg, Núpurinn, sem kall aður er og verptu þar ernir til skamms tíma. Núpar eru annað þeirra býla, í Ölfusi, sem getið er- í Landnámu, þar segir að Álfur hmn egðski hafi numið land í Ölíusi og búið að Gnúpum. Hann hafi komið skipi sínu í ós þann, sem síðan er við hann kenndur og kallaður Álfós. Sumir hafa haldið því fram, að nafn ið Ölfuis hafi upprunalega verið Álfós en brenglazt svo f munni kynsióð- anna. En fleiri tilgátur um þá nafn gift hafa verið uppi og ekki allar á eins veigamiklum rökum reistar. Út í þá sálma skal ekki farið lengra. En Álfur egðski tók sér bólfestu á fögrum stað, þar sem sér til jökla í fjariægð og grasi vaxið land, eina af grösugustu siveiitum landsins eins og Ölf-usið hefur verið talið. Það mun hafa verið árið 1927 eða 6 að Jóhann Sigurðlsson tekur sér nú á Núpum. Hann fluttist þá austan úr Skaftafellssýslum, og minnig mig hann vera búfræðing að menntun. Jóhann hiaut snemma traust sveit- unga sinna. Hann þótti athafna- samur bóndi sem vann mjög að rækt un og öðrum bótum á jörð sinni og tók líka töluverðan þátt í félags starfsemi sveitar sinnar og var þá löngum í broddi fyOkingar. Jóhann var einn af þeim mönnum, sem mun hafa mótazt mjög af þeim hugsjónum, sem einkenndu ungmennafélögin um aldamótin síðustu, og er mér sem krakkabjána hann einna minnis- stæðastur í samlbandi við ungmenna félagisskapinn. Hann var ómagamaður töluverður, átti fjölda ungra barna þegar hann flut/tist út í Ölfus, en varð strax og hann kom þangað með heiztu bænd um sveitarinnar, naut trausts allra og virðingar. Það er kvöld á útmánuðum 1935. Páeinir húskofar höfðu þá verið reist ir, þar sem nú stendur þorpið Hvera- gerði, og það er næsta lítill glæsi- bragur yfir þeim fáu húskofum, sem þar standa einstæðir í útmánaða rökkrinu, himinninn er blýþungur af krapaskýjabólstrum. Yfir allri byggð inni hvílir dapur skuggi, sem alltaf er fylgjandi því, þegar mannslát verð ur snögglega. Jóhann bóndi á Núp- um er dáinn. Fyrir nokkrum dög- um hafði bann beitt sér fyrir því að stofnað var ungmennafélag í Ölfus- sveit og með gleði og djörfum huga hafði hann örvað til athafna og dáða, þá menn, sem að félagsskapn- um stóðu. Fyrir nokkrum dögum hafði hann verið heima að starfi að búi sínu og gengið þá til smiðju, hafði þá hrökkið sindur í auga hans. Einmitt þá um sama leyti var að skella á óveður, og Jóhannn þurfti að fara til að bjarga fé sínu inn í hús og hafði hlaupið spilling í sárið, og svo alvarleg hafði þessi spilling ver ið, að skömmu síðar var Jóhann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík lífs- hættulega veikur og nú var hann lát inn og héraðið hafði misst sinn mannvænlegasta foringja. í skugg- um þessa útmánaðakvölds kom upp í Bveragerði hópur barna, ÖM fríð og prúð í háttum, en yfir þeim hvíldi skuggi sorgarinnar. Þau voru að koma á móti föður sínum í síðasta sinni. Og þegar útmánaðarökkrið er búið að sveipa blæjum sínum um ailt umhverfiðjkemur bíll bröltandi HÚPUM heim á aðaltorgið í Ilveragerði, bílil, sem flytur lík Jóhanns bónda á Núp um og það eru börnin hans, sem standa og bíða þar föður síns í hinzta sinni. Hurðin opnast að bíln um, út kemur ekkjan, sem nú var ein eftir til að veita forsjá og for- göngu stórbúi, ásamt því að sjá um uppeldi fjöimenns barnaíhóps, sem bar á herðum sér þær skyldur og byrðar, sem jafnan hafa lúð herðar þeirra, sem fyrir slíku hafa orðið. En það er hvorki vonleysi eða upp gjöf að sjá á þeirri manneskju, sem kemur út úr bílnum, sem ber með sér allt annað en það, að hún sé stórveldi, og orðin, sem hún segir, munu ef til vill hafa orðið fleirum en mér, krakkaræksni, sem stóo þarna eins og hver önnur heimóti. ógleymanleg. Hún segir blíðri röddth þegar hún sér hópinn sinn: ,A eruð þið hérna ödl, elskurnar mínaf." Framhald ð bls. 550 530 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.