Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 7
Hlnn hugrakki og snjalli skæruIiSaíoringi Búanna De Wet gefst upp árið 1902. Hann er sá frakkaklæddi. }ians og yfirmönnum. Hann hafði bæði verið áhorfandi og þátttakandi í herferðum á Kubu — þar sem hann lærði að reykja vindla — Indlandi bg Egyptalandi. Churchill fór sem fréttamaður „Morning Post“ til Suður-Afríku og slóst strax í för með lögreglusveit, sem átti að njósna um Búana, sem sátu um borgina Ladysmith. Búarn ir réðust á sveitina og hann var tek inn til fanga ásamt hermönnun- um. Þeir voru settir í fangelsi í Pre tóríu. En Churchill flúði þaðan með með cevintýralegum hætti skömmu fyrir jól. Búarnir settu 25 steriings pund til höfuðs honum, en honum tókst að komast til portúgölsku Aust ur-Afriku. Og þegar hann hélt inn í Durban í Natal, var hann hylltur sem þjóðhetja. í desember árið 1900 var hann kosinn á þing, þar sem hann átti sæti til ársins 1964. Hraustasti og jafnframt héppnasti skæruliðaforingi Búanna var Christ ian de Wezl. Það var ekki aðeins, að hann hvað eftir annað hertæki ensk vopnabúr, heldur hélt hann í reglu legar herferðir inn á svæðin, þar sem brezki herinn hafði töglin og hagldirnar. Mörgum sinnum héldu Englendingarnir, sem nú voru Igngt um fjölmennari en hersveitir hans, að þeir hefðu náð honum í gildrur sínar, en honum tókst alltaf að sleppa undan og síðan kom hann algerlega á óvart, með því að gera árás á ólíklegustu stöðuim. Sumarið 1902 voru enn 32 skæru- liðaflokkar Búa virkir í skæruhernað jnum. Þegar þeir ákváðu að leita hUf anna um vopnahlé, varð úr fjölmenn ráðstefna, því að hver skæruliðaflokk ur sendi tvo fulltrúa á ráðstefnuna. 1 litlum bæ, sem hér Vereeniging og var á mörkum Oranje og Transvaal, ráðslöguðu Búafnir um, hvort þeir ættu að gefast upp eða ekki. Þegar hinn harðskeytti de Wet gafst upp og gekk á vald enska hershöfðingj- ans Elliot, virtist það vera tákn þess, sem verða vildi. í raun og veru var ekki um eigin lega uppgjafarsamninga að ræða, þeg ar Búarnir afréðu að hætta barátt- unni, heldur miklu fremur samkoihu lag milli jafningja, þvi að Englend ingar sýndu Búunum mikinn höfðing skap með tilliti til þess, sem á undan var gengið. Samkomulagið var í þá veru, að Búarnir viðurkenndu yfir ráð ensku krúnunnar, en þeim skyldi tryggð sjálfstjórn innan nokkurra ára. Mál Búanna var viðurkennt jafn ! rétthátt enskunni, bæði í skólum og almennum viðskiptum. Englendingar skyldu leggja fram 3 milljónir sterl ingspunda til þess að rétta- við land búnað þeirra héraða, sem höfðu orð ið hart úti í styrjöldinni. — Eng- lendingar sýndu þarna sem oftar þá lipurð og framsýni, sem í beztu til- fellum hefur einkennt viðskipti þeirra við nýlenduþjóðir, sem eru komnar fast að því að krefjast og hljóta sjálfstæði. Strax þremur árum eftir styrjöld- ina tóku fulltrúar Búa þátt í heims veldisráðstefnu, sem haldin var í London og árið 1910 urðu Búalýð- veldin sjálfstæð. í báðum heimsstyrj öldunum tóku Búarnir afstöðu með Óverðskuldaður hvíldardagur. Hið fræga skáld Voltaire, sem uppi var á 18. öld, sendi einu sinni harm- leik, sam hann hafði nýlokið við að skrifa til vinar síns, Jean d'Alembert. Á titilsíðu hafði Voltaire skrifað með stolti: Þessi harmleikur er árangur 6 daga vinnu. Vinur hans las yfir handritið og sagði siðan: — Þú hefð- ir ekki átt að hvíla þig á sjöunda deginum. Börnin mín og börnin þín. Þegar tónskáldið Eugen d'AIbert (1834—1932 kvæntist í annað sinn, tók hann með sér tvö börn frá fyrra hjónabandi inn í nýja hjónabanrtið, og hið sama gerði kona hans, sem hafði líka verið gift áður. í hjóna- bandi þeirra fæddust líka tvö börn, svo að þau urðu nú sex talsins. Eitt sinn, þegar tónskáldið sat við flygil- Englendingum og bandamönnum þeirra, svo fljótt geta sár þau gróið, sem styíjaldir veita. En á árunum 1950 til 1960 náði sá hluti Búa^meiri hluta á þingi þeirra, er hafði sömu viðhorf til þeldökkra manna og Krii ger hafði haft. Og síðan hafa viðhorf og aðgerðir stjórnarvaldanna í þessum ríkjum, mótazt af svipuðum hrottaskap og mannúðarleysi og var ríkjandi, er Búas'tríðið brauzt út árið 1899. inn, kom konan hans þjótandi inn og sagði: Nú verðurðu að koma, — börn in þín og börnin mín eru að berja börnin okkar . . . Fleiri þyrstir. Á heimleiðinni frá Indlandi lifði hinn miikli her Alexanders mikla við geysilegar þrengingar, sem vart eiga sér hliðstæðu nema ef vera skyidi þrengingarherleiðangur Napóleons til Rússlands. Ferðin-gegnum Baluchist- an tók mánuði og hermennirnir voru í þann veginn að deyja úr þorsta, sumir hverjir. Þeir hvíldust í glóð- heitum sandinum á daginn og gengu um nætur. Einn morguninn fundu makedóniskir riddarar dálítið vatn í klettaholu, og einn þeirra fór með það í hjálmi sínum til Alexanders. En þá spurði Alexander: — Er ég Framhald á bl3. 550 KORN 06 M0LÁR T í M I N N — SUNNUDAGSBLAF 535

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.