Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 11
Holufo, hrópaði hún. „Ekiki grunaði mig, að þessi kurteisi herra væri einn af yðar kunningjum.“ „Jæja. . . . En þú ættir að koma þér Iburtu héðan á einhvern afvikn ari stað, ráðlagði ég. „Lögreglustjór- ann hérna iangar víst að tala við þig, og eins og þú efalaust veizt, þá hefur hann stundum Ijót orð á ta'k iteinum til dæmis svik og fleia.“ Plidhta varð afar mikið um að heyra þetta. „Það hefði ég þó aldrei getað ímyndað mér, að þessi glæsi kona væri líka svikari," sagði hann. „Ójú, og það í frekara lagi“, sagði ég. „Hún er þar að auki helzt til laus á kostunum, þegar svo ber und ir, en frægust er hún fyrir það að ginna menn — einkum þá sem farn ir eru að eldast — með því að trú lofast þeim, krækja síðan í peninga hjá þeim og svíkja þá svo.“ Plidhta náfölnaði. „0, svei, svei,“ sagði hann með viðbjóði. „Og samt eru til menn, sem halda því fram, að við ættum að trúa og tneysta 'kvenlþjóðinni. Nei, ónei, nú blöskr- ar mér alveg, Holub minn, ég get ekki annað sagt.“ „Það er ekki furða,“ sagði ég. „En nú bíður þú hér, meðan ég fer að kaupa farseðil handa þér til Prag. Hvort viltu heldur annan eða þriðja?" „Þá fyrirhöfn getið þér sem bezt sparað yður, herra Holub,“ sagði Plidhta. „Er ég ekki fangi? og hef ég þá ekki rétt til að ferðast ókeyp is? Það hefði ég haldið. . . . Menn eins og ég verða að horfa í skild- inginn." Plichta hélt áfram að úthúða bven þjóðinni alla leiðina til Prag. Ég hef aldrei vitað nokkurn mann hneyksl- ast af eins mikilli einlægni og hræsn isleysi og Plichta að þessu sinni. Þegar við stigum út úr lestinni í Prag, sagði hann: „Ég veit, að það verða sjö mánuðir í þetta sinn, og ég þoli fæðið svo árans illa. Ég vildi því gjarna nú að síðustu fá svo vel að þorða, að ég verði þolanlega sadd ur. Finnst yður það ekki eðlilegt, Holub minn? . . . Þessi 14 þúsund, sem þér tókuð frá mér, var allt og sumt, sem síðasta ekkjan mín gaf í aðra hönd. Væri ekki sanngjarnt, að ég fengi af þessum peningum fyrir dálitlum kvöldiverði, og þá vildi ég líka fá tækifæri til að endurgjalda kaffið, sem þér gáfuð mér I dag.“ Það var samþykkt, og við urðum samferða í veitingahús af betra fcag- inu. Plictha fékk sér nautakjötssteik og drakk fimm vænar ölkollur með matnum. Ég greiddi fyrir veitingar ar með peningum úr veski hans, eftir að hann hafði athugað reikninginn mjög vandlega og lagt upphæöirnar saman að nýju tO að vera fullviss um það, að þjónninn hefði ekki haft af okkirr í viðskiptunum. „Jæja,“ siagði ég svo, „og nú heina leið á lögreglustöðina.“ „Aðeins andartak," sagði Plichta og benti mér að doka við. „Ég lagði töluvert í kostnað við þá síðustu. í fyrsta lagi voru það fjórar ferðir heim til hennar fram og aftur á 48 krónur hver, það verða 384 krónur allls. Plidhta tók upp gleraugna- klemmurnar og setti þær á nefið, fékk sér blað og skrifaði upphæðina á það. „Svo voru það dagpeningarn ir, segjum 30 krónur fyrir daginn. Ég verð að lifa við mannsæmandi lífskjör, herra Holub, í samræmi við eðli starfsins — vitanlega. . . Það verða þá 120 krónur I viðbót. Enn fremur gaf ég henni einu sinni blóm vönd, kostaði 3*5 krónur, vegna kurt eisinnar varð ég að gera það — skilj anlega. Fyrir trúlofunarhringinn greiddi ég 240 krónur. Hann var úr járni að vísu, en utan á því var ágæt gylling. ... Ef ég væri ekki svona sanniheiðarlegur, eins og ég er, þá hefði ég getað sagt, að hringurinn væri úr skíru gulii og skrifað sex hundruð, að minnsta kosti. Hvað sýn ist yður um það, Holub minn. . . . . Enn má þá nefna eina stóra köku á 30 krónur og fimm sendibréf, eina krónu. Loks er það auglýsingin, sem varð til þess, að ég náði sambandi við þessa konu, kostaði 18 kr....... Með öðrum orðum 832 krónur sam tals . . . Svo bið ég yður, herra Holub, að taka þessa peninga úr vesk inu mínu og geyma þá fyrir mig fyrst um sinn . . Ég er reglumaður. Framkvæmdabostnað minn verð ég að minnsta kosti að fá greiddan..... Jæja, nú getum við farið af stað.“ Á leiðinni til lögreglustöðvarinnar kom Plidhta allt í einu enn eitt í hug: „Einu gleymdi ég,“ sagði hann. „Ég keypti líka eitt lítið ilmvatns- glas til að gefa konunni. Það kost- aði 20 krónur. Þ«er á ég þá líka inni hjá yður.“ Síðan tök hann upp vasablútinn og þurrkaði sé vandlega um nefið. Að þvi loknu var honum ekkert að van búnaði að fara með þeim, sem fylgdu honum síðasta spölinn að fangelsinu og lökuðu hann þar inni. Sigurður Helgason þýddi. / DOFRAFJÖLLUM Hér í Dofra hamrasal heyri ég fornra vætta tal, konungs lít ég klettahöll, kringum stólinn hirðin öll. Vel er hlaðið veizluborð, vekja bergmál konungs orð; Vítt um fjalla fagran geim falla sterk með þrumuhreim. Horfin tíð mér hlær við sýn, hetjudáð við augum skín, mörg, sem áður háð var hér, héðan ljómann ennþá ber. — Fjallageimur, heiður hár, himinn víður, fagurblár, vængi lætur vaxa hug, vonadirfsku og hærra flug. 14. júni 1966, Richard Beck. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 535

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.