Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 17
ir þar, að hann leiiki engil en fram- kvæmi svo djöfulleg verk, að menn fyllist hryllingi yfir því illa, sem mannlegt eðli sé fær um að láta af sér leiða. En Cesar Borgía átti eftir að hugsa upp enn snjallari svikaaðferð en þá, sem hann beitti við hertöku Urbino. Á gamlárskvöldi árið 1502 — sama árinu og hann hertók Urbino — boð- aði hann sex prinsa til fundar við sig, en þeir höfðu nýlega gengið í bandalag með honum og undirritað samning þar að Iútandi. En skömmu áður höfðu þeir gert uppreisn gegn honum. Fundurinn skyldi vera í kastalan- um Sinigaglía. Um leið og prinsarn- ir voru komnir inn fyrir veggi kast- alans, án manna sinna og vopna, lét Cesa handtaka þá alla og drata fyrir dóm samstundis. Morguninn eft ir voru þeir allir teknir af lífi. Hinn frægi stjórnmálamaður, Macc hiavelli, sem ritaði bókina „II prin cipe,“ en hún fjallar um, hvernig hinn mikli þjóðhöfðingi á að vera, kallaði þetta óþokkabragð Cesars „hið dásamlega herbragð." Segir hann. að andlit Cesars hafi ljómað af gleði yfir því, hve verkið hafi heppnazt vel. Ekki er getið um. hvern ig páfanum líkaði, en af áðurfeng inni reynslu má öruggt telja, að hann hafi glaðzt í hjarta sínu yfir vel- gengni sonarins, enda stóð hann með páfaveldið á bak við soninn í öllum tnns athöfnum. Flestum var nú orð- ið fullljóst, að faðir og sonur voru eitt, og þeir í sameiningu reiðubúnir að fremja alla þá glæpi, sem þeim þættu nauðsynlegir til þess að hlaða undir sjálfa sig. Sendiherra nokkur ritaði stjórn sinni frá Róm. að það væri venja páfans að fita kardinála sína, áður en hann ryddi þeim úr vegi. Áttj hann þar við, að páfinn gerði kardinálum sínum fært að auðg ast, en þegar þeir voru orðnir auð- ugir, gæfi hann þeim eitur, til þess að komast yfir eigur þeirra. Alls konar eftirmæli, sem almenn ingur bjó til og fóru víða á furðu skömmum tíma, miðað við samgöngu tæki þessara tíma. Eitt fjallaði til dæmis um kardinálann í Modena, sem hafði orðið vellauðugur með alls kyns vafasömum aðferðum, en var síðan drepinn á eitri að undirlagi páfans, að álitið var. Eftirmæli hans enduðu þannig: „Terra habuit corpus, Box bona, Etyx animan“ — Jörðin hefur líkama hans, bolinn (þ.e. Borgía — skjaldarmerki Borgíaættarinnar var naut) auð. hans, og helvíti sál hans.“ Margar sögur voru sagðar um Cesar Borgía og kvennamái hans í Rom- agna, og er ekki að efa, að sumar þeirra eru uppspunnar af óvinum hans. Vert er að nefna eina, til þess að sýna, hve tillitslaus hann var og skeytingalaus um, hvernig verk hans mæltust fyrir: Hann hafði tekið með valdi konu kafteins nokkurs, sem var í þjónustu Feneyja. Sendiherra fen’ eysku stjórarinnar gerði ítrekaðar til raunir til þess að ná konunni úr höndum hans. Cesar svaraði þessum tilmælum mjög elskulega. Uann sagði þá, að stjórn Fene-.ja skv di ekki trúa þessum atburði á sig og fullvissaði sendimann hennar um það, að sér hefði ekki orðið svo erfitt að komast yfir konur Romagna, að hann þyrfti að grípa til svo rudda- legra aðferða, sem fælust í áburð inum. Dagbókarritari Vatikansins segir. þegar hann lýsir hernámi Capua ár- ið 1501, að framkoma hermanna Ces- ars gagnvart konum bæjarins hafi verið hryllileg. „Fótgönguliðar her togans af Valentíno (einn af mörgum titlum Cesars) birgðu sig svo vel upp, að þrjátíu fegurstu konurnar fóru sem fangar þeira með til Róm ar.“ Rithöfundur i Florenz hækkar þessa tölu upp í fjörutíu. Hann segir, að auk allra illverka, sem Cesar Borgía hafi framið, hafi hann handtekið margar konur, sem höfðu leitað sér skjóls í turni einum: „Hann (þ.e. Cesars Borgía og hermanna hans á eftir að hann hafði rannsakað þær allar vandlega, valdi hann þær 40 fegurstu." Konur um aldamótin fimmtán hundruð voru annars ekki sérlega siðavandar, hvað sem líður meðferð Cesas Borgía og hemanna hans á þejm. Meiri háttar gleðikonur voru rnikils metnar og jafnvel dýrkaðar, og ekkert þótti athugavet við, þótt yfirstéttarkonur svölluðu. Öldin var léttúðug, og ekki var siðferðis- styrkinn að sækja í páfagarð. Þar bjó ein fegursta kona sinnar samtíð- ar Lukrezía Borgía, dóttir páfans. Þessari systur Cesars Bogía hafa ver ið eignaðir allir þeir eiginleikar, sem talið er að finnist í spilltri konu, Henní voru ætlaðir hinir verstu glæp ir af samtíð hennar og því meiri sem Cesar Borgía steig ofar i valda- stiganum. Almenningur f ullyrti, að hún sængaði bæði hjá Draðrum sín- um og föður En náttúruiega liiaðist viðhorf almennings af hatri á harð- stjóranum. og auk þess var á.tnenn kjafta og slúðurþörf ekki m:r:ni þá en nú. — Hinn þýzkí sagnriuri Ferd inand tíregorvíus. sem ritaði gagn merkt rit um Lúkrezíu Borgía álítur, að hún hafi hvorki verið betri né verri en konur samtímans yfirleitt. Hún var léttúðug i meira la_. og var strax frá bernsku laus við þau bönd, sem venjuleg siðferðisvitund leggur á fólk. Hún var mjög fögur og hefur áreiðanlega ekki svikizt um að not- fær. sér fegurð - .:a Og fegurð henn- ar gerði hana að þýðingarmiklu peði í valdabaráttu Cesars Borgía og föð ur hennar, enda höfðu þeir í sam- einingu látið hana heitbindast þrem Machiavelll. Hann álsit, að Cesar Borgia hefði komizt því að hinn komni höfðingi. — Málverk 6- þekkts lista- manns í byrj un 16. aldar. næst vera full- þjóð- T í M I N N — SUNNVDAGSBLAÐ 545

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.