Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 22
gert lífi sínu með því að leita á fjar l>x-gar slóðir og við stuðlað að því með fijótfserni og mistökum. Með réttlætið í huga og riffil í hön.d, gekk ég að kofanum nokkrum dögnm síöar, en kannski voru það þyngstu sporin. Óskar Guðlaugsson, Hærukollsnesi. BORGÍA . . . Framhald af bls. 546. verjum tókst að vinna kórónu Napoli af Frökkum, og sjálfgerð afleiðing þess varð, að spönsku kardinálarnir viö hirð páfa fengu meiri völd og éhrlí. En spönsku kardinálarnir voru í vasanum á Borgía. Borgía, sem nú var raunverulega fangi í Vatikaninu í Róm, fékk leyfi til þess að fara frjáls ferða sinna til Napoli, þar sem spönsku hersveitirn- ar 'nöfðu aðsetur. Þar var honum strax fengin stjórn í hendur á 'ner, sem átti að vera í fararboddi í árás á Taskana, en makmið hennar var án vafa að leggja Flórens undir vald Ðpánverja. Þarna virtist gullið tæki- færj lagt upp í hendur Cesars Borgía til þess að reisa við sökkvandi skip sitt ug ná sé niðri á fjandmönnum sínum. En Júlíus páfi lét ekki að sér hæða. Hann skrifaði 4>eim Ferdinand og ísabellu á Spáni og sagði, að stuðn- ingur þeirra við Cesar Borgía gerði honum fært að rjúfa samkomulag sitt við kirkjuna um yfirráð hennar í Romagna. Þetta hreif: Borgía var handtekinn og sendur valdalaus o<g vonlaus um framtíð sína til Spánar. Cesar Borgía lét þó ekki alveg hugfallast. Honum tókst að flýja úr hinu spánska fangelsi og komast til mágs síns, konungsins af Navarra. En um þetta leyti stafaði ríki hans bæði hætta af Spáni og Frakklandi. Cesari var tekið opnum örmum og fljótlega var hann settur til forystu liðs, sem skyldi berja á uppreisnar- mönnum i konungsríkinu. Honum tókst að hrekja uppreisnarmenn á flóita, en gætti sín ekki sem skyldi og varð viðskila við hermenn sína. Uppreisnarmenn umkringdu hann hann og neyddu hann til þess að stíga af hesti sínum. En hann varðist af mikilli hreysti í hinum glæsilegu herklæðum sínum, þar til þau létu undan fyrir sverðum ásóknarmann- anna og hann féll dauður til jarðar. Uppreisnarmennirnir rúðu hann öllu og flettu klæðum. Og þannig fannst hann. „Rétt eins og aver ann ar hundur, sem dó á laugardaginn," segir einn af ævisöguriturum hans — En mágur hans bjó honum stór feriglega útför og hann var lagður til hvildar fyrir faman háaltarið í St. María de Viana. Þó fékk hann ekki leyfi til þess að hvíla þar í friði lengur en í tvö hundrúð ár. Þá lét biskupinn í Calahorra flytja leifar hans frá hinum heilaga stað, því að honum ofbauð svo mjög áskriftin á gröf hans. En þar gat þetta að líta: „Hér í moldu hvílir sá, er allir ótt- uðust — sá er bæði útdeildi friði og stríði með höndum sínum. — Ó, þú, sem leitar þess, sem hróss er vert, viljir þú lofa hina verðugustu, lát ferð þína enda hér, ómaka þig ei lengra.“ — Svo mörg voru þau orð. NÚPAR . . . Framhald af bls. 530. Síðan þetta gerðist er mikið vatn runnið til sjávar. Hópur barnanna, sem þarna stóð, er orðið fullorðið fólk. Jóíhanna á Núpum er ennþá lifandi. Hún tók við starfi manns síns að honum látnum, býlið Núpar hélt áfram að vera sveitarprýði. Það lá nærri þjóðbrautinni. Þar var gest kvæmt og þar var engum gefið vatn að drekka eða söl að eta. Það var erfitt að lifa á árunum fyrir síðari styrjöldina, jafnt fyrir þann, sem hafði einhvern bústofn og hina, seni fengu lífsafkomu sína með öðrum hætti, og þegar sauðfjárveikivarnirn ar byrjuðu, varð Jóhanna á Núpum sú fyrsta í Ölfusi, sem varð að þola þann skaða, að öllu sauðfé hennar var lógað. Þannig var lífsbaráttan hörð og það var ekki verið að sækja um miskunn eða biðja um vægð, held ur alltaf að standa við skyldurnar, hversu þungar, sem þær voru. Kona, sem var í kaupavinnu á Núpum, sagði mér, að þar hefði henni líkað hvað bezt, þar sem hún hefði starf að, en minnisstæðast væri sér starf Jóhönnu á heimilinu. Hún hefði ver- ið sú, sem fyrst hefði klæðzt á morgn ana og síðust gengið til hvíldar á kvöldin, alltaf jafnhitt og söm við hvern sem var, hefði verið með vak- andi umihyggju fyrir öllu, jafnt úti sem inni. Og stundum, þegar ég nýt gestrisni eða umhyggju ókunnugra kvenna, þá verður mér hugsað til ekkjunnar frá Núpum, og þess, sem hún sagði við barnahópinn sinn vetr arkvöldið 1935. Helgi Kristinsson. Lausn 17.krossuátu Korn og molar sá- eini, sem á að slökkva þorsta minn? Síðan sló hann h.iálminn ur höndum hermannsins. Tónsmíðar og daglegt brauð. Einn sonur hins fræga tónskálds Johan Sebastian Bach, sá er nefnd- ist Johan Christian Bach, var einu sinni ásakaður fyirr að semja mjög léttvæga en vinsæla tónlist og þar að auki eyddi hann öllum þeim pen- ingum, sem honum áskotnaðist fyrir þessi verk jafnóðum. Bróðir hans Carl Philiph Emanúel Bach sýndi hins vegar bæði vandvirkni og al- vöruþrunga við samningu verka sinna. Asökununum svaraði Johan Christian Bach á þessa leið: — Bróðir minn lifir fyrir að semja. Ég sem til þess að lifa. Ekkert vantaði nema hug- myndina. Hinn frægi og góði rithöfundur Balzac var alltaf í fjárkröggum, og tilvera hans var oft leiðigjörn vegna sífelldra ásókna lánardrottna hans. Einu sinni kom húseigandinn, þar sem Balzac bjó, og krafði hann um húsaleiguna. Þá svaraði Balzac: — Nú skal ég segja yður dálítið, herra minn. Þér skuluð áreiðanlega fá peningana, um leið og forleggjari minn hefur greitt mér fyrirfram fy- ir skáldsögu, sem ég ætla að skrifa og vantar ekki nema hugmyndina að. Hin heitasta ósk. Einu sinni var Balzac spurður: Hvaða ósk eigið þér heitasta? — Að eiga alltaf einum franka meira í vasanum en ég þarf að nota, svaraði hann. 7T " —I \ S \ \ -*• r H 9 i -f i •; «j T V 6 ! . V 0 R \ L V \ R I L L E H \ 0 I N t \ F I T !£l n \ ó K \ \ S N E R R I ð fll \ K|\ \ J o L I N \ S s i. E N G v R L Y ó R u \fl \ fl L R E I F \ M 1 K L u i S \ n i( fl- L I T N U M V K fl M B I D \ * M fl L fl K \ fl r ú T l a N I \ E G N fl \ R fl D fl s fr K \ K|\ Klfl \ \B fl T u M i K \ i N A u;n G flK Ð \ M I s E i \ E \ 9 4- G L o S I H k N E I V K ó L fl \ ° \ J \ N p! N I R \ K jfl T U R -» n D T T fl K \ \ R íí K \ S U L L 1 S T \ J fl' \ 3 T u N u N fí K J U Ð fl R \ T u R N \ fl G fí Á M \ N fl 550 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.