Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 15
í hillingu veldi þessara uppreisnar- seggja brotið á bak aftur og Romaga- svæðið allt sem grunn fyrir ætt hans að standa á. Cesar Borgía fékk 45000 dúkata að láni í Mílanó til þess að standa straum af herkostnaði sínum og þrjú hundruð riddara og fjögur þúsund fótgönguliða að láni hjá Lúðvík 12. Hann hafði þá með hersveitum páfa- garðsins tíu þúsund manna velþjálf- aðan og velútbúinn her. Þetta var hinn fyrsti herleiðangur, sem hann hafði verið þátttakandi í, og hann hafði fram að þessu aldrei tekið þátt í orrustu á vígvelli. En þrátt fyrir þetta, var hann hér í fararbroddi. Og hann vann tvo virkisbæi, Imila og Forli. í Forli komst hann í kast við merki lega konu, Katrínu Sforza Riario. Þessi kona hafði áður gert allgóða tilraun til að ráða páfann af dögum með hinni vinsælu aðferð þessara tíma: Eitrun. Hún var ákveðin í því að berjast gegn Borgía-fjölskyldunni með öllum ráðum, sem tiltæk voru. Og allöngu áður en nú er komið sögu hafði hún sent tvo sendimenn til páfans. Annar þeirra hafði holan staf og í honum var bréf, sem páfinn skyldi veita viðtöku persónulega. Sendiboðarnir voru teknir höndum, og bréfið reyndist vera baneitrað. Þessi kvenmaður er allrar athygli verð, þótt saga hennar i sögu Cesars Borgía sé stutt. — Hún hafði orðið þolandi mikillar ógæfu í lífi sínu, og hernám Forli var aðeins enda- hnútur á langri raunasögu. Maður hennar hafði verið myrtur, en hún stýrði Forli eftir hans daga og neit- aði að greiða páfastóli gjöld. Faðir hennar var líka myrtur, og frændi hennar drap bróður hennar á eitri. Hún hafði oðið vitni að því, er fyrri eiginmaður hennar var höggvinn í spað ög fleygt nöktum fram af brún þess kastala, sem hún varði gegn Cesar Borgía. Síðari eiginmaður henn ar féll í viðureign við uppreisnannenn sem höfðu náð kastalanum á sitt vald. En hún safnaði liði hans saman og reið í fararbroddi til þess hluta Forli, sem uppreisnarmenn byggðu og lét menn sína brytja niður alla íbúana. Nú neitaði hún að gefast upp fyrir Borgía, jafnvel eftir að hann hafði náð borginni, sem lá umhverfis kast- ala hennar, á sitt vald. Hann reyndi að komast að samningum við hana, reið meira að segja á hesti sínum að brún kastalaríkisins, en þá gerði hún tilraun til þess að hremma hann, . sem hafði nær heppnazt. Lagðj hann þá 10.000 dúkata til höfuðs henni, 20.000, ef hún næðist lifandi. Iíann var hálfan mánuð að vinna kastalann, og þar fyrir innan var enn eitt virki, sem var varið þar til örfáir varna- manna stóðu uppi. Þá loksins leit hann konuna augum. Án vafa hefur þessi harðskeytta kona vakið aðdáun hans. Hann sýndi henni mikla kurteisi - og riddara- mennsku, fór með hana svartklædda á hvítum hesti til Rómar, þar sem hún var höfð í haldi, þar til hún gerði tilraun til að flýja. Þá var far- ið með hana til öruggari staðar, þar sem hún dvaldi í eitt ár. En síðan var henni veitt frelsi fyrir orð Frakka konungs, og fór hún þá til barna sinna í Flórens, þar sem hún andað- ist 1509. Hernám þessara tveggja virkisbæja voru ekki stórvægileg afrek. En í Róm var tekið á móti Borgía sem hinum mikla sigurvegara. Páfinu hélt mikla sigurhátíð, sem minnti á hina gömlu og góðu daga keisaranna í gamla Rómaveldi. Öll páfahirðin, sendimenn og opinberir embættis- menn borgarinnar, biðu við borgar- hliðin. Skömmu síðar var framinn glæpur í Róm, sem margir sagnfræðingar hafa rakið til Cesars Borgía. Eigin- maður Lukresíu Borgía var myrtur. Þetta var sautján ára unglingur, geðþekkur í alla staði. Álitið er, að ástir hafi verið með þeim, og áttu þau einn son, Roderigo. 15. júlí árið .1500 var eiginmanni Lukrezíu veitt fyrirsát og hann særður alvarlega. Árásarmennirnir flýðu og hurfu út úr borginni í fylgd fjörutíu riddara. Hann var borinn inn í Vatikanið og lagður í rekkju í Borgía-turninum svonefnda. Þar lá hann í mánuð, en þegar hann virtist úr allri hættu, dó hann skyndilega, öllum Rómarbúum til mikillar undrunar. En hann an(L aðist ekki af sárum sínum, heldur var hann kyrktur í rúmi sínu. Er það haft fyrir satt, að böðlarnir hafi komið inn í herbergið, þar sem hann lá, rekið í Lukrezíu Borgía út flóandi í tárum, og gengið til verksi Fen- eyski sendiherrann við Vatikanið . eg ir svo: „Ekki er vitað, hver særði hertogann af Biselli (eiginmað- ur Lukrezíu), en sagt er, að þar hafi sá sami verið að verki, er deyddi hertogann af Kandía (Giovanni Borg- ía) og fleygði líkinu í Tíber.“ Menn hafa mjög velt fyrir sér, hvaða ástæður hafi verið til þess, að Borgía lét myrða þennan ung- lingspilt. Haft er eftir Cesar sjálfum, að hann hafi látið drepa Alfonso, vegna þess, að hann hafi reynt að ráða sig (þ.e. Cesar Borgía) af dög- um. Þetta er í hæsta máta ósenni- leg skýring og í rauninni ólíklegt, að Cesar hafi játað á sig þetta morð — það var ólíkt hans vinnubrögðum. Sumir hafa talið, að afbrýðisemi hafi verið undirrótin, Lukresía hafi unn- að manni sínum mikið, og hafi Borg- ía ekki þolað það. Um ást hennar þarf varla að efast, því að hún var svo harmi lostin, að hún dró sig í hlé með son sinn. Settist hún að í kastala sínum í Nepi, þar jem hún dvaldi um sinn. En það lætur ein- hvern veginn ólíklega í eyrum, að Cesar Borgía, sá kaldrifjaði valda- streitumaður, hafi látið ást til kunu leiða sig til glæpa. Hitt er lik Lukrezfa Borgía - hin fagra og spilita kona, sem var verk færi í hönd- um bróSur síns og föð- ur. Petta er kalkmálverk eftir Pintur- icchio, þar sem Lukrezía er í hlutverki dýrlings. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 543

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.