Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 20
Úr Álftafirði. (Ljósmynd Páll Jónsson) Ferðin sóttist seint, þvi að bæði var á bratta að sækja og þungfært mjög. Fengum við þó náð skarðinu eftir meðal skammdegisgöngu. Hið tilkomumikla og stórbrotna landslag Víðidals mætir augum, þar sem Vatnajökull teygir arma sína niður í gil óg daladrög. Við sáum þetta þó fremur í huga en raun. Lita auðgi náttúrunnar var ekki marg breytileg að þessu sinni. Ein gadd- þilja, hylur jörð jafnt láglendi sem hæstu tinda. Vetur konungur ræður hér ríkjum, svo að ek'ki verður um villzt, um það bera gleggst vitni hin ar allt að því mittisdjúpu holur eftir hreindýrin. Var mér nú orðið full- ljóst, hvílík fásinna það var að ætla sér að koma kindum til byggða úr Víðidal að þessu sinni. Vék ég orð- um að því við Gunnar, að það væri okkur fyrir beztu, að við fyndum enga kind. Ekki var Gunnar sama sinnis, hvað þetta snerti, en taldi þó, að þær mættu helzt ekki verða fleiri en ein. Áfram þrömmuðum við, án þess að verða kinda varir, allt inn á tóftar brotin, þar sem stóð bærinn Grund í Viðidal, endur fyrir löndu. Ekki virtist hér búsældarlegt um að litast að þessu sinni. Hin róm- aða fegurð, Víðidals, virtist horfin, við návist okkar og sannmæli virtist okkur nú, að fjariægðin geri fjöll- in blá. Við dvöldumst hér ekki lengur en nauðsyn bar til, því líða fór á dag inn. Næsti áfangi var sjálft Grísar- tungnagilið, sá staður, er við höfðum hvað mestan hug á að sækja heim, er við bjuggumst til ferðar. Þangað er aildrjúgur spölur af tóftarbrotun- um. Ferðin sóttist nú betur. Mun betra gangfæri var hér meðfram Víðidals ánní, og komið var út í Víðidals- kinnina urðu mikil og góð umskipti á okkar göngu, því að gólfgengi virt ist nú framundan. Þarna var allmik ið um hreindýraslóðir, og ' sjáum við í einum hóp um 20 dýr. Við virð um þau fyrir okkur dálitla stund og sáum, þau hverfa bak við næstu hæð í átt inn dalinn. Nú lá leiðin um svonefndar flár, sem eru sunnan megin Víðidalsár, Innan við þær eru hin hrikalegu Flug Víðidals, en á móti norðanmeg in árinnar hinar bröttu Grísartung ur með Kinnargil á aðra hlið en Grís artungnagil á hina. Þar kemur um síðir okkar göngu að gilið blasir við, en upv eftir botni þess skyldi nú haldið, allt upp að grastorfunni, er áður um getur. Upp í torfuna er talinn vera um kiukku tíma gangur neðan frá Víðidalsánni, þar sem lækurinn fellur í hana. Gil þetta er allsérkennilegt, og frá brugðið öðrum giljum, er ég hef séð Háir þverhniptir hamrar eru á báð ar hendur og svo stutt þeirra á milli, að nærri liggur, að snerta megi með fingurgómum hvorntveggja senn með því að breiða út arma. Af þessu leið ir, að vaða þarf eftir læknum, er hann rennur auður eða er fylltur krapa. Veldur þetta gangnamönnum meiri og minni erfiðleikum eftir veð urfari hverju sinni. En við þurfum ekki lækinn að lasta hann er hulinn hjarni. En það skipt ir okkur í rauninni ekki máli, hvort heldur er. Við erum þegar orðnir blautir- í fætur. Það er annað, sem tefur okkar, hi'nar þykkur hrannir snjóflóða, er fallið hafa niður í gilið og nær lokað leiðinni með fárra metra millibili. Þegar komið er upp úr þessari gljúfraþröng, tekur við allstór botn sem líkist helzt snjóborg. Mitt í þess ari snjóborg er torfan. er áður um getur. f fyrstu er ekkert að sjá, er gefur til kynna, að kindur séu þarna. Og veldur það okkur að sjálfsögðu von brigðum. Við tö'kum að hóa ef það mætti verða til að vekja gljúfrabúann af vetrardvala. Þegar kyrrðin væri þann ig óvænt rofin, hlyti hann að gefa sig fram, sem hann og gerði enda óvanur hávaða, öðrum en gný storms ins og sviptibyljum vetrarins. Þarna undan skúta við hamrabelt- in birtist ærin horfna. Þetta kalda ból hefur hún kosið að gista langar dimmar nætur, en gengið að torfunni um daga í von um að seðja sárasta sultinn, sem þegar er farinn að sverfa alLhart að. En þar er ekki um auðugan garð að gresja, ekki svo mikið sem hvannanjóli stendur upp úr gaddinum, og má, því sjá, að þar hefur verið dvalið sbutt. Okkur veitist auðvelt að handsama ána og var næst að ráða fram úr, hvaða leið skyldi valin til heimferð ar, en um nokkrar gat verið að ræða, og þó aliar illar. ■48 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.