Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 14
við gimsteinum, sem hann bar. Af þessu var augljóst að verkið var ekki framið af þjóíum. Páfinn varð miður sín af reiði og sorg, enda hafði hann unnað þessum syni sínum mikið. H«mn skipaði að finna ódæðismennina, hvað sem það kostaði. Þeirra var leitað í dyrum og dyngjum í tvo mánuði en árangurs- laust. Þá dró páfinn skipun sína til baka, öllum til mikillar furðu. Þessi ákvörðun hans hafa flestir skilið svo, að hann hafi komizt að því, hver stóð bak við morðið. Hinn áreiðan- legi þýzki sagnfræðingur, Gregorvius, segir, að hafi páfinn ekki fengið full- ar sannanir, þá hafi hann að minnsta kosti verið sannfræður um, að Cesar Borgía hafi drepið bróður sin. Markmið Cesars Borgía með bróð- urmorðinu er álitið hafa verið fyrst og fremst það, að ryðja óheppilegri hindrun úr veginum til frama, en bróðir hans hafði notið mikillar hylli föður þeirra, og dró það náttúrulega frá hlut Cesars. Sumir. hafa hallazt að þvi, að afbrýðisemi vegna systur þeirra, Lukrezíu Borgía,'Tiafi einnig átt sinn þátt í morðinu. Því hefur verið haldið fram, að húti hafi verið LúSvík 12. Frakkakon- ongur á lelð úr borg í N- Ítalíu — sam tímamync! (hluti úr stærri mynd) frilla bræðranna, og jafnvel föður síns. En fyrir þessu eru engar sann- anir, og ekki má gleyma því, að illur maður verður alltaf verri í um- mælum samtíðar sinnar. Cesar Borgía tók nú við völdum bróður síns. Hann fékk leyfi páfa til að leggja niður kardinálaskrúða sinn, til þess að geta helgað sig kirkjunni á hinu veraldlega plani og gengið í heilagt og ábatasamt hjónaband. Cesar, kardináli Valenzíu, sem er á Spáni, varð nú Hertoginn af Valance, sem er í Frakklandi. Þeir komu þessu í kring, feðgarnir sameiginlega, enda virtist sonarmissirinn ekki hafa haft varanleg óheillaáhrif á hjarta- hlýju páfans til sonar síns og sonar- morðingja, Cesars Borgía. Þvert á móti. Það var líkt og hinn andlegi skyldleikj þeirra yrði enn tærari en áður, og samstarf þeirra gat fljótt af sér eitraða ávexti. Um þéssar mundir urðu kónga- skipti í Frakklandi. Lúðvík 12. kom til ríkis. Hann vildi skilja við kerl- ingu sína en þurfti til þess leyfi páfans. Páfinn ákvað í samráði við son sinn, að veita kónginum skilnað- inn, en að launum fékk Cesar áður N efnt hertogadæmi og franska prins- essu, en jafnframt lagði páfinn á ráð in til að styðja Lúðvík 12. við her- nám Milanó. Eftir að þessu var ráðið til lykta, var sett upp heljarmikil „sýning,“ sem átti að hafa og hafði áhrif á önnur lönd Evrópu. Frakkakonungur sendi skipaflota til ftalíu til þess að sækja hinn nýja hertoga Frakklands, og páfinn lét syni sínum í té hundrað imeðreiðarmanna. Undir farangivr hans þurfti tólf vagna og fimmtíu múldýr, og glæsileikinn og ríkidæmið, sem fylgdi páfasyninum úr hlaði var slikt, að menn undruðust, og voru þeir þó ýmsu vanir á þessari öld sýndarmennskunnar. SjáLfur var Ces- ar Borgía silki og gulli vafinn, og í klæðum hans voru rúbínar „eins stórir og baunir,“ að sagt er. Annála- ritarar við frönsku konungshirðina segja frá komu hans þangað, og hrifn ireg þeirra á pragtinni, sem fylgdi honum, er mikil. Og skutilsveinar þeir, sem voru með honum við hirð- ina, vöktu ekki síður aðdáun, klæði þeirra gimsteinum skreytt. Lúðvík 12. tók á móti honum með mijdlli velvild, en það verður vart sagt um væntanlega brúði hans, sem neitaði að líta hann augum, enda ku hún hafa elskað mann úr liði Breta- drottningar. Borgía var að því kom- inn að snúa aftur til föðurhúsanna með leyfisbréfið upp á skilnað kon- ungsins, en féllst á að kvænast syst- ur konungsins af Navarra í stað þeirr ar, sem honum hafði verið ætluð. Þetta var ung kona og fögur, og sagt er, að fegurð hennar hafi ekki geymt flagð undir skinni, eins og var um mann hennar, heldur hafi þar verið jafnt á komið innræti og útliti. Þrátt fyrir þessa kosti, sem hver maður hrífst af í fari fconu, tafði Cesar Borgía ekki við hjá henni nema fjóra mánuði. Honum lá á að fylgja Frakka- konungi í atlögunni að Mílanó. Hann leit aldrei barn sitt augum, sem fædd- ist vorið eftir. Borgía lenti ekki í neinum vígraun um við Mílanó, því að hinum frönsku hersveitum var lítil mótspyrna veitt, en það ku hafa verið áhrifamikií sjón, þegar hann reið inn í borgina við hlið Frakkakonungs, því að mað- urinn var óvenju glæsilegur og bar sig vel. Og faðir hans var ekki lengi að haga gripum sínum á hinum póli- tísku þráðum í samræmi við það, að nú hafði hann og sonur hans stuðn ing Frakkakonungs: Cesar fékk nú það verkefni úr hendi hins heilaga kirkjuríkis að vinna aftur ríkin í Romagna, sem höfðu snúizt gegn Róm og páfanum, bæði með því að neita að viðurkenna vald páfagarðs yfir þeim ög neita að borga tilskylda skatta til páfagarðs. Sum þeirra höfðu meira að segja gripið til vopna gegn kirkjuvaldinu. Nú sá páfinn TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ MO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.