Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 6
Nýlendumálaráðherra Breta Jósef Chamberlaln var skilgetinn fulltrúl hins „enska herramanns" um aldamót in. Hann var háðskur, þóttafullur og duglegur. — Búarnir hötuðu hann sem pestina. pær höíðu hlotið i veiðiferðum og í yiðureign við blökkulþjóðir. í mörg- um herdeildum þeirra börðust þrjár kynslóðir: Ungur drengur í stuttum buxum og langsokkum barðist við hlið föður síns og afa. Flestir höfðu kúluhatta á höfðum, en sumir báru stráhatta. Á fyrsta hálfa ári stríðsins biðu Bretarnir hvern ósigurinn á fætur öðrum. Búarnir komu Englending unum algerlega á óvart, með því að sækja inn á brezk yfirráðasvæði, og síðan reyndist brezku hersveitunum ógerlegt að komast til eða ná aftur þeim borgum, sem Búarnir höfðu um kringt eða náð á sitt vald. I austri /eyndu Englendingar að ná aftur úr aöndum Búanna bænum Kimberley, sem hafði sprottið upp umhverfis mestu demantsnámur heimsins, og þeir reyndu líka að brjótast í gegn um víglínur Búanna í Mafeking og koma brezka varnarliðinu þar til hjálpar. í vestri reyndu þeir að ná borginni Ladysmith aftur á sitt vald. En allt kom fyrir ekki: Búarnir ger sigruðu þá. í Mafeking var brezkur óbersti til varnar og gat sér mikinn orðstír. Hann hét Baden-Powell. Bú arnir sátu um bæinn í samfleytt 217 daga en lókst aldrei að ná honum á sitt vald. Baden-Powell tókst með einhverjum furðulegum hætti að hrinda árásum þeirra og halda uppi baráttugetu manna sinna með alls kyns furðulegum tiltækjum, sem gerðu hann óhemju vinsælan. Hann notaði þar drengi til njósna og upp úr því spratt svo skátahreyfingin, sem náð hefur fótfestu um allan hinn vestræna heitn. Á einum fimm dögum biðu Eng lendingarnir ósigur í þremur stór- orrustum, og misstu marga menn, dauða og sára, þar að auki misstu þeir mikinn hluta stórskotaliðs síns. En eftir hroðalegar ófarir enska hersins á hæð einni utan við Lady- smith, snerist gangur stríðsins að lok um þeim í vil. Þann 27. febrúar árið 1900 hafði Englendingum tekizt að króa af kjarna úrvalshers Búanna — um 4300 manns — við árósa fljóts nokkurs í nánd við Kemberley og neytt þá til að brjótast í gegnum víglínur hersveita Búanna, sem höfðu setzt um Ladysmith og næstu þrjá mánuðina voru Búarnir á stöðugu undanhaldi fyrir hersveitum þeirra. 5. júní réðust brezkar hersveitir inn í Transvaal og tóku þar borgina Pre góríu, sem var aðsetursstaður forseta Búanna Pauls KrUgers. Uim suimarið aldamótaárið hættu Bú arnir að veita síkipulagða mótspyrnu en samt sem áður var stríðinu ekki lokið. Og hófst nú sá þáttur þess, sem var Englendingunum ekki hvað sízt erfiðastur. Fjöldi Búahersveita tók upp skæru hernað gegn Englendingunum og ollu þeim miklu tjóni. Þeir rufu . samgönguleiðir, sprengdu járnbrautarteina og brýr í loft upp, réðust á vopnabúr og birgða geymslur og unnu allt það ógagn, sem þeir máttu. Þessar hersveit ir Búanna börðust náttúrlega í borg araklæðum. Þeir voru bændur einn daginn og stríðsmenn hinn. Viðbrögð brezka hersins við þessu var að reisa virki víðs vegar og skipta landinu í svæði. Þeir komu síðan á fót miklum tjaldbúðum, þar sem Bú ar hvers svæðis voru skyldir til að hafast við. Þetta var gert til þess, að þeir Búar, sem börðust gegn Englend ingunum, gætu ekki fengið vistir og aðstoð frá bændunum. Þetta fyrir- komulag átti síðar eftir að fá enn óhugnanlegri blæ, fjörutíu árum síðar þegar Hitler og Co. reistu sínar fangabúðir. Þá varð til orðið „Con centration-camp“, og hefur það verið notað um sams konar fangabúðir síð an. Þessar aðfarir vöktu óskaplegt hat ur meðal Búanna og í Englandi fyilt ust margir hneykslun á þessu fram ferði brezka bersins. í febrúar árið 1902 voru ca. 150.000 menn, konur og börn I slíkum búðum, og þar af dóu 20.000 vegna farsótta eða slæms aðbúnaðar frá hendi hernaðaryfir- valdanna. Enskir ráðgjafar voru sendir á vettvang og blaðamenn sem gerðu uppskátt, hvað raunveru- lega var að gerast þarna. Enska stjórnin skipaði þegar, að gerðar skyldu umbætur, en þá höfðu Búarn ir loksins beðið um frið. Ekki verður fjallað um Búastríðið án þess að minnast á hina gömlu kempu, Winston Churchill. Hann átti að miklu leyti uppgang sinn 1 enskum stjórnmálum Búastríðinu að þakka, eða öllu heldur þeirri frægð, sem hann hlaut þar. Hann hafði reyndar komizt allmikið í kynni við blóð og púðurlykt áður, því að hann hafði ódrepandi áhuga á því að koma sér í stríð, þegar færi gafst, og var ekki laust við, að sú árátta hans færi í taugarnar á sumum félögum Baden Powell sýndi mikla hreysti og hugrckkl ( stríðlnu. 534 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.