Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 13
Alexander páfi 6. Hluti úr máiverki eftir Piníur- icchio. — Myndin sýnir páfann líta guðrækilega til himins, en þaS gerði hann ekki oft. Skrípa- teikningin hér við hliðina sýnir páfann eins og margir samtíðarmenn hans sáu hann. Á myndinni. stendur ,Ego sum papa . . . sem útleggst: „Eg er páfinn." Óneitantega er fulltrúi Krists á jörðinni dálítið djöfullegur á þessari mynd, sem er eftir franskan teiknara, samtímamann páfans. x> sonarkærleika, hefur sá hinn sami hljótlega hrotið af þeirri skoðun: Það komu nefnilega fljótlega fram skýrar iínur í markmiðum hins ný- krýnda páfa — hann æflaði sér að efla ríki kirkjunnar, sem á þessum tíma var eitt hið lítilfjörlegasta með- al ítölsku smáríkjanna og auðga sjálf- an sig og börn sín. Á krýningardegi sínum veitti hann Cesar Borgía um- ráð í biskupsdæminu Valenzíu, en úr því streymdu í vasa Borgía sem 'svarar sextán þúsundum dúkata á ári. Þar með hafði hann gert þessum syni sínum fært að standa sæmilega fast í báða fætur. Ekki er að efa, að margir íurstar og kóngar smáríkj- anna í Ítalíu gáfu tilraunum páfans til að auka veld kirkjuríkisins illt auga. í bréfi, sem Ferrante, konung- ur af Napoli, skrifaði sendimanni sínum við hirð Spánar 1493, segir: „Þessi páfi vekur fyrirlitningu allra með líferni sínu, og hann ber enga virðingu fyrir því sæti, sem hann sit- ur í. Hann skiptir sér ekki um annað en að umbuna börnum sínum með öllum tiltækum ráðum eftir því sem sál hans girnist . . . Róm hefur fleiri hermenn en presta, og þegar hann ferðast um, fylgja honum vopnaðir menn með hjálma á höfðum og spjót í hendi. Allar hugsanir hans beinast að stríði og að vinna okkur tjón.“ Á þessu sama ári fjölgaði páfinn kardinálum sínum um tólf, til þess að styrkja hina andlegu stétt — og sína eigin hönd. Einn af þessum tólf var Cesar Borgía, sonur hans, sem þá var tæpra tuttugu ára. Á næstu þremur árum naut hann velvildar og heiðurs föður síns og óx og dafn- aði til þeirra hluta, sem hann og örlög hans höfðu ákveðið honum. Tuttugu og tveggja ára gamall var hann álitinn einn glæsilegasti maður samtíðar sinnar. Hann var hljóðlátur og vinsamlegur í umgengi við aðra menn. Heilsa hans var með miklum ágætum og aðalskemmtun hans voru villisvínaveiðar, sem hann stundaði af geysilegu kappi. í júní framdi hann einn af þeim göfuðglæpum, sem hafa varpað svört- um alskugga á Borgía-ættina, þessa ætt, sem þó gat af sér tvo páfa og að minnsta kosti einn dýrling. — Þeir bræðurnir, Giovanni — þá her- togi af Candía — og Cesar Borgía áttu að vera viðstaddir, þegar páfinn, faðir þeirra, krýndi nýjan kóng í Napolí. Kvöldið fyrir áætlaða brott- för þeirra, borðuðu þeir síðdegisverð hjá móður sinni. Þegar bræðurnir fóru frá ‘henni fylgdu þeim aðeins fáir þjónar og dularfullur maður með grímu. í hjarta Rómar skildi Giovanni við bróður sinn með þeim ummælum, að hann ætl- aði að fara og skemmta sér. Grímuklæddi maðurinn og einn þjónn fylgdu honum. Giovanni kom ekki á tilsettum tíma, og sendi páfinn þá út leitar? flokka. Fréttist þá, að maður með gullspora á hælum hefði riðið hvít- um gæðingi á bakka Tíber, bak við hann á lend hestsins lá lík og gengu tveir menn, sitt við hvora hlið hests- ins og studdu það. Þeir tóku líkið og fleygðu því út í ána. — Áin var nú slædd og fsnnst þá lík Giovannij Klæði hans voru óskert, pyngja hans ósnert og ekki hafði verið hreyft 5». í \ 1 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 541

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.