Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 16
í heimsókn hjá léttúðarkonum um daga Cssars Borgía. legra. að hann ha£i séð í hendi sér, að Alfonso gerði honum ekki það gagn í valdabaráttunni sem skyldi og því hafi hann ákveðið að ryðja honum úr vegi. Það væri þá unnt að nota Lukrezíu — og fegurð hennar — enn einu sinni sem agn, þegar vaidsbaráttan krefðist nýrra tengsla. Árið 1500 hélt Cesar Borgia aftur af stað til Romagna í fararbroddi tíu þúsund manna hers. Hann kom við hjá systur sinni, en hvað þeim fór á milii, veit enginn. Hann hafði enn sex hundruð hermenn að láni hjá Frakkakonungi, auk þess sex hundruð Svisslendinga og þúsund málaliða, sem höfðu laðast að 'jónv anuro kringum nafn Cesars og von- inni um ríkulegt herfang. Bæirnir Rimini og Pesaro gáfust upp mót- spyrnulaust. En í Faenza var Cesar veitt svo öfiugt viðnám, að hann neyddist tii að setja upp vetrarbúðir við bæinn. í Forli hafðj kona veitt honum harða mótspyrnu. Hér var sextán ára piltur til varnar, Astorre Manfredi, og hermenn hans vo: 1 ákveðnir i að berjast til þrautar. Afi drengsins, en hann ríkti í Blogná, sendi honum 1000 manna herlið. í apríl hóf Cesar árás á bæinn að nýju. Mátti heita, að hver einasti bæjarbúi, sem vettlingi gat valdið, veitti árásarliðinu mótspyrnu. Menn- irnir vörðust með vopnum sínum og konur fieygðu steinum að árásar- mönnunum. En enginn má við margnum. Eftir að Cesar hafði látið skjóta úr failbyssum á bæinn í briá daga, gafst varnarliðið upp. Cesar Borgía tók á móti friðar- boðum Astorre með mikilli hæversku og lýsti því yfir af mikilli göfug- mennsku, að hann ábyrgðist líf borg- arbúa, og lofaði, að eignir þeirra skyldu ekki snertar. En á þessum tíma voru slík viðbrögð sigurvegara næsta fátíð. Cesar gaf Astorre einnig leyfi til að fara úr bænum, en göfug- mennska hans var sem kattarkló, og þegar pilturinn reið út úr bæn- um, gægðust klærnar fram og læst- ust í hann, og honum var varpað í fangelsi. Göfugmennska Borgía var auðvitað aðeins þaulhugsað her- bragð. Nokkrum mánuðum síðar fannst lík Astorre í Tíber og var steinn bundinn við háls þess. — Borg ía aðferðin, vinsæla. Er sigurvegarinn sneri heim til Rómar í september, hafði systir hans heitbundizt aðalsmanni að nafni A1 fonso D‘Éste. Hann mun að vísu ekki hafa verið sérlega hrifinn af fyrir tækinu, minnugur þess hve endsiepp fyrri hjónabönd Lukrezíu höfðu ver- ið, einkum mun honum hafa geðj- ast illa að því, hvaða örlög nafni hans hafði hlotið eftir að hafa gist hjónasængina með Lukrezíu. En „ástin“ sigrar allt. Og Cesar hélt hon- um slíka veizlu í Vatikaninu, að ann- að eins hafði ekki þekkzt. Þar ku hafa verið fimmtiu gleðikonur, sem dönsuðu nektardans við þjóna og aðra tignari. Dagbókarritari Vati- kansins, Burchard, segir, að Páfinn, Lukrezía og Cesar hafi verið við- stödd, þegar þetta fór fram. Þarna stóð fulltrúi Guðs á jörðinni, þá sjö- tugur, ásamt börnum sínum í Post- u!a-HöIlinni og fleygði 'inetum *il gieðikvennanna, sem börðust um þær á fjórum fótum. Margt verra fylgdi, en þetta verður látið nægja til þess að varpa ljósi á þennan atburð, sem er sá hneykslanlegasti. sem fram hefur farið í hinum heil aga stað. Ekki fór hjá því, að sögur spynn- ust af þessum tiltektum, og breidd- ust út meðal almennings jafnt sem æðri stéttanna. Sögunum fjölgaði, lognum og sönnum, og þar kom, að Cesar taldi rétt að grípa til sinna ráða. Hann lét handtaka einn sögu- manninn, skera úr honum tunguna og höggva af honum hægri hönd. Síðan var þetta hengt upp í glugga Kirkju hins heilaga kross til viðvör- unar. Eftir brúðkaup systur sinnar og Alfonse D‘Éste, dvaldist Cesar um kyrrt hjá föður sínum í Vatikaninu, en þegar sumraði hugði hann á nýja landvinninga í Romagna. Um þetta leyti var mikið menningar- og vís- indasetur í ríkinu Urbino. Prínsinn þar hét Guidobaldo da Montefeltre. Hann var lærður maður og mikill lista- og vísindadýrkandi og undi sér bezt í bókasafninu í höll sinni. Með honum dvöldust margir merkustu listamenn aldarinnar, og þar voru mörg málverk máluð, sem síðari tíma menn hafa talið til meistaraverka. Cesar Borgía sendi þessum manni ástúðlegt bréf, þar sem hann höfð- aði til bróðurlegrar vináttu þeirra í millum. Cesar var þá á leið til ná- grannaríkis Urbino með her manns, en fullvissaði Montefeltre um, að hann hefði alls ekki i hyggju að ráð- ast á Urbino. Bað hann prinsinn með mörgum fögrum orðum að Ijá sér þúsund menn til aðstoðar. Þessi ástúðlegu skilaboð frá Cesari blekktu prinsinn algjörlega. Hann gerði því engar varúðarráðstafanir, og svo ræki lega hafði Cesar logið sig inn í brjóst hans, að hann sendi honum umbeðna þúsund menn. — Og Cesar var ekki seinn á sér. Hann réðst samstundis á Urbino, þar sem enginn hafði bú- izt við árás og þar sem nú var þús- und mönnum færra til varnar en venjulega. Prinsinn komst undan á flótta, dulbúinn sem bóndi, en Ur- bino lá við fætur sigurvegarans, sem reit andlegum og líkamlegum föður sínum í Róm bréf, en þar segir hann, að svik prinsins gegn sér hafi verið svo geipileg, að hann hafi ekki leng- ur þolað þau. Aðfarir af þessu tagi vöktu ótta og hatur meðal þeirra, sem áttu undir högg að sækja gagnvart Cesar Borgía. Undarlegt er það, hve þessum manni veittist auðvelt að blekkja, þrátt fyr- ir glæparöð að baki sér. Hin englum líka ásjóna hans, stílfögur framkoma og elskulegheit, földu óþokkann svo vandlega, að - mönnum gleymdist hann, fyrr en hann birtist þeim í öllu sínu veldi, og þá of seint til þess að geta forðast hann. Þýzki sagnfræðingurinn Grogorovíus, ritar, um ,,hinar hræðilegu aðfarir Cesars beggja megin Apenninafjalla" og seg- 544 TÍHINN- SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.