Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 10
Að þessu sinni slapp Plichta með fimm mánaða innisetu. Mikill meiri hluti kvennanna, sem áttu hlut að máli, báru það fyrir réttinum, að þær héfu fengið honum peninga sína af frjálsum viílja, og hefðu þar að auki fyrir löngu fyrirgefið hon- um það, sem hann hefði gert á hluta þeirra. Aðeins ein þeirra, kona, sem orðin var vel roskin, gat ekki fyrir gefið — hvorki eitt eða annað. Hún var ekkja og ágætlega efnuð, og Plidhta hafði ekki tekizt að ná af henni nema 5000 krónum. Hálfu ári síðar frétti ég um tvö ný svikatilfelli sams konar og hin, sem Plidhta hafði sett á svið. „Nú er hann aftur koninn á stúifana, það bregzt mér ekki,“ hugsaði ég, en lét þetta samt afskiptalaust. Uim þetta leyti átti ég starf fyrir höndum á járntorautarstöðinni í Pardubits. 1 Töisikuþjófur — einn þessara pilt- unga, sem leggja það í vana sinn, að hrifsa farþegaflutninginn á braut arstéttunum — var farinn að stunda þessa þokkalegu iðju þar. Og þar sem ég hafði sent fjölskyldu mína til sum ardvalar á góðum stað í grennd við Pardubits, fór ég þangað og hafði meðferðis vænt ferðakoffort, fullt af reyktum tojúgum og öðru slíku góð gæti, sem ég ætlaði að færa þeim. Ég hafði setið góða stund um kyrrt i lestinni, áður en ég reis á fætur og gekk af gömlum vana gegnum vagn- ana, einn eftir annan og litaðist um. . . . Og hvað haldið þið! í einum klefanum rekst ég reyndar á Plidhta, þar sem hann situr á tali við roskna konu og er einmitt að útmála fyrir henni spillingu heimsins, þegar mér verður litið inn til þeirra. „Vinzi", segi ég, „ertu nú aftur far inn að snapa eftir konum, til að lofa þeim eiginorði, eða hvað?“ Pliohta blóðroðnaði og afsakaði sig í flýti við konuna. Hann þyrfti að ræða mikilvæg viðskiptamál við þennán mann þarna, sagði hann, og kom svo til mín fram á ganginn. „Herra Holub,“ sagði hann með ávit unarrödd,“ slíikt og þvílíkt ættuð þér ekki að segja við mig, þegar ókunn ungir eru viðstaddir. Það er alveg nóg, að þér deplið örlítið til mín aug unum, þá kem ég undir eins til yð ar. . . . Hvers vegna eruð þér að elt ast við mig hér?“ „Það er aftur þetta sama, tvö ný tilfalli,“ svaraði ég, „en ég hef raun ar í öðru að snúast nú sem stendur. ég verð því að láta lögregluna í Par *dutoits taka við þér í þetta sinn“ Herra Holub, það megið þér ómögulega gera,“ sagði Plidhta. „Ég sem er nú orðinn svo vanur yður, og þér eruð lika farinn að þekkja mig sæmilega. Ég vil svo langtum heldur fara þetta með yður. . ,Af gömlum kunningskap, Holub minn.“ „En það er nú bara ekki hægt í þetta sinn,“ sagði ég. „Ég ætla að líta til fjölskyldu minnar, sem dvelst einnar stundar ferð héðan eða þar um bil. Hvað gæti ég gert við þig meðan á því stæði?" „En færi ég með yður,“ lagði Pliohta til málanna, ,jþá hefðuð þér engin óþægindi af mér.“ Jæja, það varð því úr, að ég lét Pliohta verða mér samferða, og þeg ar við vorum komnir út úr bænum, sagði hann: „Fáið mér nú töskuna yðar, herra Holuto, ég get borið hana fyrir yður. . . . En ég leyfi mér að benda yður á það, að ég er nú fyrir nofckru kominn yfir unglingsaldurinn. Samt segið þér alltaf þú, þégar þér talið við mig — Þúið mig eins og ég væri smástrákur, — og það í annarra áheyrn. . . Það lætur þó ekki vel í eyrum, skal ég segja yður.“ Ég kynnti hann fyrir konu minni og mágkonu, þetta værí herra Pliohra sagði ég, gamall og góður vinur minn. Þessi mágkona mín er prýði- lega snotur stúilka, 25 ára gömul. Plidhta hélt uppi kurteislegum sam- ræðum við hana, börnunum gaf hann brjóstsykur, og þegar við höfðum drukkið kaffið, lýsti hann því yfir, að hann vildi svo gjarna skreppa út í dálitLa gönguferð með ungfrúnni og börnunum. Svo deplaði hann aug unum laumulega framan í mig, eins og hann vildi segja: Við karlmenn- irnir skiljum nú hvor annan, og hef ur þá líklega átt við það, að ég myndi víst ekkert hafa á móti því að geta talað lítið eitt við konu mína í ein rúmi. Svona gat hann verið göfug- mannlegur, þessi Plidhta. Þau koniu úr gönguferðinni eftir svo sem eina kiukkustund eða þar um bil. Þá létu börnin Pliohta leiða sig, en yfirbragð mágkonu minnar minnti á nýútsprungna rós, og þegar þau kvöddust, hélt hún talsvert leng ur í hönd hans en ástæða var til. „Nú skaltu fara varlega, Plichta“, sagði ég, þegar við vorum farnir af stað. Þú ert þó ekki farinn að leika listir þínar við hana Mitzi, mágkonu mína, eða hvað?“ „Æ, minnizt ekki á það, Holuto inn!“ stundi hann og andvarpaði dapurlega. „Þetta kemur svona al veg ósjálfrátt. Ég get ekkert að því gert. Þetta er aUt saman tönnun- um mínum að kenna. Allt mitt kland- ur hef ég af þessum ekkisens gull- tönnum. . . . Þegar ég á tal við konur, minnist ég aldrei á ástina. . . . Það væri algerlega óviðeigandi vegna aldurs míns. En eimmitt þess vegna bíta þær allar á krókinn. En til þess að vera viss um að muna ævinlega, hvernig þessu er farið, er ég einlægt að segja við sjálfan mig: Engri konu þykir vænt um þig sjálfte þín vegna, heldur af einskærri sérplægni, því að örugg staðfesta er þeirra keppikefli 6em þær halda, að þú getir veitt þeim.“ Þegar við komum á járntorautar- stöðina í Pardubits, sagði ég við hiann: „Plichta, nú er efckert undanfæri lengur, þú verður að gera þér að góðu að fara nú í umsjá lögreglunn ar. Ég á dádltið ógert hérna í bæn- um vegna þjófnaðarmáls, sem ég verð að taka til athugunar.“ „Herra Holub,“ bað Pliohta, „leyf- ið mér heldur að bíða eftir yður hérna á járnbrautarstöðinni. Ég get setið innj í veitingasalnum á meðan. Ég fæ mér te og les blöð, þangað til þér komið aftur. . . . Hér eru — sjá ið þér til — peningarnir mínir. Það eru rúmlega 14 þúsund í veskinu. . . . Og alla vega er þó útilokað, að ég geti strokið alveg staurblankur. Ég hef ekki einu sinni aura á mér til að þorga teið, hvað þá meira. Ég féLlst á þetta, fór með Plichta inn í veitingasalinn, skildi hann þar eftir í drottins nafni og fór mína leið. Einni klukkustund síðar kom ég aftur á stöðtaa og leit inn í salinn gegnum glugga. Plichta sat þar á sín um stað hafði gleraugnaklemmur úr gulli á nefinu og las dagblöð. Skömmu seinna var ég tilbúinn að halda áfram ferðinni og fór aftur á járnbrautarstöðina. Þá hafði Plichta skipt um sæti, og sat þar gegnt mynd arlegri, ljóshærðri stúlku, sem horfði á hann mieð ótvíræðu augnaráði, sýni lega mikið upp á heiminn. Hann ávítaði þjóninn fyrir sfcán ofan á ka’kóbollanum, sem hann hefði fært dömunni, og bar sig mjög virðu- lega. Þegar hann sá mig birtast í dyr unum, kvaddi hann stúlkuna og gekk á móti mér fram í salinn. „Herra Holub,“ sagði hann, „gæt uð þér ekki látið mig lausan núna, en komið hingað aftur til að sækja mig eftir svo sem vikutíma. Einmitt núna gæti ég fengið dáltíið að starfa, ef ég hefði tóm til að sinna því.“ „Stórefnuð?" spurði ég. Plidhta svaraði ekki beinlínis, að- eins bandaði hendinni lítið eitt til stúlíkunnar. „Hún á verksmiðju og hún þarf að fá reyndan og glöggan mann til ráðuneytis og til aðstoðar við alla starfsemina. . . . Einmitt nú hafa henni verið sendar nokkrar vinnuvélar, sem hún verður að taka við.og greiða verð þeirra um leið,“ hvísláði hann. „Nú-já,“ sagði ég, „komdu þá með mér til dömunnar. Ég skal kynna ykfcur hvort fyrir öðru.“ Við gengum síðan beina leið inn að borðinu til þeirrar ljóshærðu. „Góðan daginn, Loisi,“ sagði ég. „Þú ert ennþá dálítið veik fyrir gömlu mönnunum, eða hvað.“ Sú ljósihærða blóðroðnaði alveg nið ur á herðablöð. „Jesú Maria, herra 538 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.