Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 03.07.1966, Blaðsíða 12
BORGIA Margir vondir páfar sátu á veldis- stóli á 15. öldinni, en Iíklega hefur Alexander 6. verið þeirra verstur, að minnsta kosti, ef siðferðismæli- kvarði herra hans á himnum er iagð- ur á gerðir hans. Annað er það, að hann hafði sjálfur ekki ýkjamikinn áhuga á því að stíga hátt í metrum á þeim kvarða. Afrek hans í þágu kristninnar eru svo lítil að vöxtum, ef einhver, að ekkj væri unnt að geta þeirra með góðri samvizku nema innan gæsalappa. Afrek hans í þágu sjálfs síns og barna sinna voru þeim mun meiri. Páfadómurinn var hon- um ekkert nema tæki til þe'ks að hlaða undir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Það er haft fyrir satt, að þeir guðsmenn í þjónustu páfastólsins, sem honum þótti ekki nógu fljótmælt ir við bænagjörðir og annað guði til dýrðar, hafi ekki átt upp á pallborð- ið hjá honum. Sjálfur var hann rösk- leikamaður í þeim efnum, hafði líka lítinn tíma aflögu handa guði vegna bins mikla veraldarvafsturs síns. Hinn frægi fnunkur, Savonarola, sem barðist hetjulegri en vonlítilli baráttu gegn Alexander 6. og því diki spillingarinnar, sem hann jós úr, lét svo um mælt, að kirkjuyfir- völdin væru verkfæri djöfulsins. Og verður að segjast sem er, að þar hafði hann nokkuð til síns máls. Ekki svo að skilja, að páfinn og fylgisveinar hans væru þeir einu, sem gengu á vegum hins vonda: Ifið illa átti sér alls staðar hæli en hið góða var beiningakona við hvers manns dyr. Og þess var vandlega gætt, að hún truflaði ekki glaum húsanna. Gerðist einhver til að ganga á hennar vegum það snarlega, að hinu illa stafaði hætta af, var fljót- lega séð við þeim leka: — Savonar- ola, rödd samvizkunnar meðal sam- vizkulausra manna, var brenndur á báli með pomp og pragt — í nafni guðs, auðvitað. — Og púkarnir gátu haldið áfram að leika fyrir dansi. AUir, sem vildu valda vettlingi, þurftu að dansa eftir seiðtónum púkanna, lúta hljóðfalli og hrynjandi spilling- arinnar, sem ríkti á Ítalíu um þessar mundir. Þau morð og glæpir, sem páf inn framdi eða lét fremja, voru í sjálfu sér ekki frábrugðin þeim, sem gerðust á þessum tímum. En það skaut óneitanlega dálítið skökku við, að sú hönd, sem átti að miðla bless- un frá guði, skyldi vera morðhagari en flestar aðrar og páfastóllinn ein Cesar Borgía — málverk eftir Rafael. af meiriháttar eiturfabrikkum í land- inu. Var áð undra, þótt hinum fáu heittrúuðu sviði, að líta sæti Krists jörðinni vera saurgað með slíkum manni? Stundum hefur verið haft í orði, þegar tveir vondir hittast og annar er þó sýnu verri, að þar hitti skratt- inn ömmu sína. Um Alexander 6.. páfa og son hans Cesar Borgía mætti segja, að þar hafi skrattinn getið af sér ömmu sína, þótt slíkt brjóti í bága við líffræðileg lögmál. Alexander 6. var gráðugur og sveifst einskis til að koma málum sínum fram, og hann var manna reyndastur í öllum þeim lystisemd- um, sem holdið veitir. Hann hafði verið svo líflegur í þeim efnum, þeg- ar hann var ungur maður, og hafði tekið sér klæði kardinála, að páfinn, sem þá var við völd, sá sór ekki annað fært en rita honum bréf og minna hann á í hvers þjónustu hann væri hér á jörðu. Ekki varð þó séð, að áminningarbréfið hefði nofckur áhrif. Hann hélt áfram að vera drif- fjöður í svallveizlum og eignaðist margar frillur og gat börn með þeim. En jafnframt vann hann ötullega að því að byggja upp framtíð sina. Þar skildi með honum og flestum lags- bræðra hans. Sú elja gerði það að verkum, að hans verður ekki minnzt sem Rodrigo Borgía — en það hét hann, áður en hann varð páfi — heldur sem Alexander 6. páfa og föður hins illa Cesars Borgía. Með þennan föður í bakgrunn kom Cesar Borgía í heiminn árið 1474 eða 1476. Hann átti þrjú alsystkin, Giovanni Borgía, Giuffredo Borgíá og hina margumtöluðu Lukrezíu Borg ía. Þegar faðir hans var krýndur péií var Cesar Borgía í háskólanum í Písa. Páfinn bauð honum ekki að vera við- staddur krýninguna, en hafi einhver haldið að það stafaði af skorti á 543 * M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.