Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 2
 Hann var ræðumaður mikill en ölkær nokkuð var hann Samkvæmt því, sem sagt er í íslenzkum æviskrám, var séra Jóhann Tómasson í Hestþingum frá 1830 til dánardægurs 1865. Hann var fæddur á Ásgeirsá í Húnaþingi 1793. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1816. „Sinnti síð- an sjóróðrum og barnakennslu." Skrifari hjá Stefáni amtmanni Stephensen á Hvítárvöllum 1818— 1819 og aðstoðarprestur Egils Jónssonar á Staðarbakka 1820. Bjó hann þá fyrst í Hnausakoti síðar á Dalgeirsstöðum. . Eins og áður segir, fékk hann Hestþing 1830. Fyrstu 5 árin bjó hann á Hesti, næstu 10 árin á Bárustöðum (Báreksstöðum) en fór svo aftur að Hesti. Hann var talinn vel gefinn og víðlesinn, ágætur ræðumaður en lítill söngmaður. Sagður lélegur búmaður og lengst af fátækur, en greiðvikinn. „Hann var skemmt- inn í viðræðum og hjartagóður við bágstadda. Skáldmæltur var hann og hefur ort margt, en fátt prent að eftir hann, nema erfiljóð og grafskriftir. En í handritum er varðveitt margt kvæða hans á Landsbókasafninu." Hér verða færðar í letur nokkr ar smásagnir um séra Jóhann sam kvæmt frasögn Jóns Jónssonar veiðimanns í Borgarnesi. 1. Þegar jarða átti prest í Reyk- holti (Jón man ekki, hvort það var séra Jónas Jónsson, d. 1881. eða séra Vernharður Þorkelsson, d. 1863), mættu þar þrír prestar, sem allir töluðu yfir moldum hins dána. Jón man ekki nöfn þessara tveggja, en sá þriðji var séra Jó hann Tójnasson, prestur á Hesti. Hinir tvör vissu, að séra Jóhann var afburða ræðumaður, og til þess að reyna að deyfa hann við ræðu flutninginn — svo að honum tæk ist ekki betur en þeim — veittu þeir honum vín og héldu því að honum, svo sem þeir bezt gátu, enda fór svo, að séra Jóhann sýnd ist ekki líklegur til stórræðanna. En þar brást þeim bogalistin. Þeg ar þessir tveir höfðu flutt ræður sínar, reis séra Jóhann úr sæti sínu og flutti svo andríka og sköru lega ræðu, að hún vakti aðdáun allra, sem á hlýddu. Sögunni fylg ir, að prestarnir hafi á eftir átt að segja hvor við annan: „Nú er okkur sæmst að hætta að flytja ræður, því að við komumst ekki með tærnar, þar sem séra Jóhann hefur hælana." II. Séra Jóhann var fenginn til að þjónusta gamla mann á Múlastöð um í Flókadal. Þegar hefja skyldi athöfnina, var ekki alveg öruggt um, hvort gamli maðurinn væri fullkomlega lifandi eða skilinn við. Að minnsta kosti tók hann ekki vel við, þegar bergja skyldi á víninu, og flæddi það út um höku og brjóst. En prestur lét það lítt á sig fá og sagði í öruggum tón: „Og, það hefur sömu verk- anir, karl minn." III. Svo stóð á, þegar séra Jóhann átti að jarðsyngja mann frá Þing- nesi, er Jósep hét, að prestur var allölvaður. Þegar að Þingnesi kom og hann ætlaði að fara að flytja húskveðjuna, kom í ljós, að ræð an hafði orðið eftir heima á Hesti. Varð því ræða prests í styttra lagi og hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Jæja, þú liggur þarna, Jósep Bjarnason. En að fara að þylja ævisögu þína, það mun verða okk ur til lítils sóma. Stöndum upp og gö'ngum héðan. Amen." IV. Þegar séra Jóhann var eitt sinn að gefa saman brúðhjón, gleymd- ist honum að spyrja brúðina þess um venjulegu giftingarspurning um. Við þetta gerði svaramað ur athugasemd, og lét á sér heyra, að giftingu væri ekki að fullu lok ið. En prestur var þá ekkert að hverfa til baka í athöfninni og sagði hressilega: „Ég lýsi því bara hér með yfir, að þau eru hjón." Þegar séra Jóhann var prestur í Húnaþingi, kpm það í hlut hans að búa þau Agnesi og Friðrik und ir aftökuna, er fór fram við Vatns dalshóla árið 1828. . (Skrásett af Birni í júní 1966). Jakobssyni 626 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.