Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 22
jarðræktarsveitir hálf- og alauðar, þá krefst fólksfjölgun komandi ára þess, að Jandið sé byggt. Landið er dýr- mætasta eign þjóðarinnar. Fiskimið- m eru rányrkt, og náttúruna er hægt að tæma. Jörðin tæmist og hættir að spretta, ef hún fær ekki áburð. En þar sem moldin er, þar er lífið. Þó að sjórinn bregðist, þá á laudið árnar og vötnin, sem hægt er að fylla af fiski. Þar eiga sveitirnar ótæmandi auð. Hvort er meira göfgandi að rækta eða eyða, ganga á stofninn og drepa eða að rækta ár, vötn og jörð? Ég vil ekki, að neitt byggilegt býli fari í eyði, vil ekki, að bændum fækki, vii ekki fáa stórbændur og að hin- um sé dembt í nornaketilinn við Faxaflóa og settir bar á einhverja gróðavon, sem meira en getur brugð- izt. Er ekki skynsamlegra að halda sveitunum í byggð en þurfa að nema þær á ný, þegar afturhvarfið kemur, því að að því kemur? Mér finnst það. Þó að bændur -éu fáir, þá er menning sveitanna ekki dauð enn þá. Ónei, ekki alveg búið að drepa hana. Sálarlíf borgarbarnsins, sem ekki þekkir skepnurnar og gróðurinn, hlýt ur að vera fábrotnara og snauðara en hins, sem lifir með dýrunum, hlú- ir að þeim, sér grasið spretta, finnur og þekkir ilm sveitanna. Eigum við að fórna þessu til þess að geta lifað í sönghöllum, leikhúsum eða bara blátt áfram kaffiknæpum? Hvar end- ar sú menning? Við dr. Broddi Jóhannesson áttum einu sinni íal saman um íslenzka menningu. Þá sagði dr. Broddi: — Þar sem skítinn þrýtur, þar lýk ur menningunni. Þarna held ég, að dr. Broddi hafi átt við það, að þegar menn hætta að vinna í sveita síns andlits, hætta að sinna ræktunar- ctg gróðurstörfum, þá væri menning- unni lokið. Það er nú það, já. Kann- ski hefur dr. Broddi verið að hugsa um Rómverjana, þar sem aðallinn var hættur að nenna að hugsa og vinna en lifði í böðum, í veizlum, á hömlulausu kvennafari með þeim af- leiðingum, að þetta mikla menning- arríki hrundi í rúst? Ég gæti bezt trúað þvi. — Þú yrkir alltaf, Magnús? — Yrki, já ætli það sé nú ekki bezt að tala sem minnst um það Ég hefi aldrei talið mig neitt skáld. Jú, ég byrjaði snemma að kasta fram stöku og stöku. En að ráði gerði ég ekkert af því, fyrr en ég var kom- inn nokkuð yfir tvítugt. En ég hefi hafl gaman af að glingra við þetta. Að yrkja ljóð og að yrkja jörð, það hefur átt við mig. Jú, ég hefi kveð ið ýmsa Skagfirðinga i moldina. Það hafa verið litilfjörlegir lofsöngvar til þeirra fyrir samfylgdina. Einnig ort gamankvæði. Og um stúlkur, náttúr lega hefi ég kveðið um stúlkur. Hví skyldi ég ekki kveða trm yndislegustu blómin, sem spretta á jörðinni? Það væri nú bágt líf að eiga ekki konu. Allt, sem er fagurt, hrífur mig. Feg- urðin göfgar og gleður. Og konan er það fallegasta, sem skapað hefur verið. Fegurri en jörðin, fegurri en blómin. Engu er fremur hægt að líkja við eilífðina en konunni. Kaupakon- urnar, já, ég hefi ort um þær marg- ar og góðar, og hví skyldi maður ekki yrkja um þær? Eins og til dæm- is hana Gunnu: Freiting bjóða brjóstin þín, bros og rjoðar kinnar, þú ert góða Gunna mín, gimsteinn þjóðarinnar. Þú vilt heyra fleiri ferskeytlur, já, látum okkur sjá: Blakkri skeið ég beindi af leið brags í heiðu veldi. Hér við greiðan söngvaseið sat, er leið að kveldi. Ástin lifa lengi má, ljúf á milli vina, meðan hún rekst ekki á eiginhagsmunina. Margan seiðir mann að sér mörkin breið og hálsar, en á heiðum eru mér allar leiðir frjálsar. Grána hár sem há á völl, helja nærri þokast, bráðum er mín ævin öll, aftur gröfin lokast. Köld þótt gríma guði á skjá, gullið týndist eigi. Ljóðaskíman lýsa má lífs á tímavegi. Og þessar stökur eru um Vagla, mína yndislegu, blessuðu jörð: Gróa á hjalla grösin smá, grænka vallarbörðin. Nú er falleg sjón að sjá, sól um allan f jörðinn. og menn. Ætti ég að lifa lífið upp aftur, þá vildi ég ekki breyta til. Ég mundi vilja fást við búskap og rækt- un. Búskapurinn veitir ótaldar ánægju stundir. Ræktunarstarfið er ótæm- andi gleðigjafi. Ræktunarmaðurinn skapar með guði. Hið sama gildir um búfjárræktina. Maður skapar má ske ekki beinlínis skepnurnar, en breytir þeim, fegrar þær og bætir. Ég hefi trúað á guð mér til hjálpar. Trúað á moldina til uppeldis. Trúað á nágranna mína og sveitunga til framkvæmda og félagslegra átaka. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa langan dag og dásamlegan. -mhg. LEIÐRETTING Nokkrar leiðar villur, seni erfitt kann að vera að lesa í málið hafa slæðzt inn í tvö síðustu tölublöð Sunnudagsblaðsins. í 25. tbl. neðst í miðdálki á bls. 584, í greininni í leit að jarðefn- um, hefur misritazt enska heitið seismic reflection — jarðsveiflu- mælingar, þar sem beitt er endur- kasti. í sjöundu neðstu línu í næsta dálki er sagt, að blájórð sé máluð, en á að vera méluð- — í fjórðu neðstu linu í fremsta dálki á bls. 590 hefur kerðill misritazt fyrir kerfil. í viðtalinu við Martinus í 26. tbl. er haft eftir Kristi, að menn ættu að fyrirgefa óvinum sínum 70 sinum. Eins og Biblíufróðír menn vita hefur hér fallið niður „sjö siununi". (Bls. 617 25 lína a, neðan í síðasta dálki. Þá hafa fallið niður orð í fyrstu setningu greinarinnar um Wallen- stein á bls. 618. Þar á að standa: Miklar viðsjár voru með mönniim í MiðEvrópu o.s.frv. f 29. línu að neðan í fremsta dálki á næstu siðu hefur en skotlzt inn fyrir oi». Efst á hjalla bæ minn ber, bergs að stallasnösum. Daginn allan angar hér ilmur af fjallagrösum. u ---------------------— Geislar flæða fjalls um skaut, / T / / Þ / S / / K / / / l / fegra hæð og buga, / 0 r / £ T J ft / n P a N t R hér í næði lyngst við laut B R 0 T 5 S 0 f? / Ý L fí / G fl' leitar kvæði í huga. / s' / 5 fl' L / o P V s 6 ft / S N 6 J Ð r H G U ?? fl V / Og nú, þegar ég horfi yfir farinn fl r l o f I 9 } / R / 0 K R fí veg, þá er ég ákaflega sáttur við guð / fl / P B / l E> fí <S o s \ * V / R S / E E y fi N N 6 / Kf fí T Lausn 21. krossgátu / * K £ N a ú I? fí H / T y F T / G fl N D / Ð 0 9 S. ó N T / / 0 F / l r fí c. ri 1 / P y V / M fl R R 0 I? e> 0 N T fl R I / fí / u / 5 I N fl p / fí ri P / Sp U p P % / s rf (V N / B fí \i í. L L R I K T / s £ J P fí / / E L / O <* L 0 p T r P / K V 646 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.