Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 7
Klan-menn sverja krosslngm hollustu. Takið eftir konunum vinstra megin á myndlnni. azt stóra bíla, éta góðan mat og hafa það gott. Þegar ég- var kosinn dóms málaráðherra Alabama árið 1962 sat Robert Shelton í fordyri hótels eins í Tuscaloosa, og beið þess, að ein- hver byði honum kaffibolla. Þegar ég sá hann næst, ók hann í gljáandi Cad illac með sendistöð. Calvin F. Craig, Stórdreki Klans ins í Georgíuríki hefur sagt: „Ég get farið með fimm Klansmenn inn í 25 þúsund manna bæ, og það er eins og að hafa yfir her að ráða. Þessir fimm menn geta nánast ráðið póli- tísku andrúmslofti bæjarins." í sumum hlutum Alabama hefur þetta gerzt. Ég hafði fyrst spurnir af afskipt um Klansins af stjórnmálum árið 1958. Vinur minn einn sagði mér, að Klaninn stæði á bak við ákveð- inn frambjóðanda. „Þú átt við Borg- araráðin,“ sagði ég. „Nei, ég á við Klaninn,” svaraði hann. Fyrir kosn- ingarnar kom Klansmaður á minn, fund og bauð mér öll atkvæði Klans ins ef ég vildi taka kynþáttahatur upp í ræður mínar. Ég svaraði, að ég hefði engan áhuga á því, Hann sagði mér ennfremur, að Klaninn ætlaði að skipta um frambjóðanda til ríkisstjóra, þó að þetta væri i miðri kosningahriðinni. Eg efaðist um orð hans, en hann hafði rétt fyrir sér. Á einni nóttu voru áróðursspjöld gamla frambjóðandans rifin niður, en spjöld nýs frambjóðanda sett upp I staðinn. Klaninn býður ýmsum frambjóð endum á fundi sína. Ef þeim geðjast að einhverjum, styðja þeir hann. Eft ir að hann hefur náð kosningu, er hann skyldur að halda verndar- hendi sinni yfir Klaninum. Glaude Henley, fulltrúi Sheltons í Montgo mery, dregur enga dul á fundi sína með þingmönnum. Ace Carter, stofn andi klofningsdeildar Klansins, var sérlegur _ aðstoðarmaður Wallaces ríkisstjóra. Árið 1963 réði Alabama ríki Ralph Roton til þess að rannsaka kynþáttaókyrrð í ríkinu, en Roton er yfirmaður Njósnastofnunar Klans ins. Fáeinir slíkir menn geta ger- spillt stjórnmálalifi ríkisins. Klansmenn hlera ræður frjáls- lyndra presta, þeir skipulegggja sam tök um að skipta ekki við verzlanir, sem ráða negra til starfa, og ein Klandeildin neyddi næturklúbb til þess að segja upp nejgrahljómsveit, sem hann hafði ráðið. Útgáfufyrirtæk ið The Southern Publishing Co. í Northport í Alabama, sem prentar skólabækur fyrir ríkið, hefur líka prentað dagblað Klansins, „Eld krossinn", félagsskírteini Klansins, og dreifimiða og bækur. En hættulegast er samt, hve mjög Klaninn hefur smeygt sér inn í rétt arkerfið. Flestir þeirra, sem skipa réttarkerfi Alabamaríkis, eru heiðar legir og duglegir menn, en ýmsir, sérstaklega í „Svarta beltínu", svo kallaða, eru yfirlýstir Klansmenn eða stuðningsmenn hans. Þegar þeir hafa verið kjörnir, t.d. lögreglustjór ar eða sýslumenn, skipa þeir lög- reglumenn úr Klaninum, sem studdi þá f kosningunum. Sumir þeirra, eins og til dæmis Jim Clark, lögreglustjóri í Dallas héraði, eru opinberlega hlynntir Klaninum, og A1 Lingo, fyrr um yfirmaður Almannaöryggisdeild ar Alabama, sat f hásæti á Klanfundi eftir að hann tók við embætti og var kynnntur fyrir lýðnum sem „góð ur vinur okkar.“ Klaninn hefur jafnvel gefað hagg að vogarskálum réttvísinnar. í ágúst mánuði síðastliðnum komst ég að þvl að ungur guðfræðinemi, Jon Daniels að nafni, hafði verið myrtur í Hayne ville. Maðurinn, sem skaut hann, Tom Coleman, hafði vaðið að méf tíu dögum áður í Hayneville og sagts „Ef þú hættir ekki þessari rannsókn sókn á Klaninum, þá komum við þéf frá.“ Eftír morðið hafði Coleman samband við Lingo, sem kom með peningamann, er var félagi í Klan- inum, og lagði fram tryggingarfé, til þess að leysa Coleman úr fangelsi. Þegar rannsóknarmenn mínir báðu Lingo um hjálp, sem honum bar að veita vegna embættis síns, svaraðl hann: „Ég læt hvorki ykkur, djöfuls dómsmálaráðherrann, fjandans FBI né nokkurn annan fá neinar upplýs- ingar, fyrr en minn tími kemur.“ Við fengum aldrei neina hjálp frá honum. Ég tók málið að mér, þegar mig fór að gruna, að hvítþvo ætti morð- ingjann, en ég var fljótlega Iátinn sleppa því, og loks var mér synjað um fjárveitingu til að halda máls- sókninni áfram. Ég neitaði að sækja málið fyrr en aðalvitnið, séra Richard Morrisroe, hefði náð sér svo eftir sömu skotárásina og varð Daniels að bana, að hann gæti borið vitni. En jafnvel þó að hann hefði borið vitni, átti ég allt eins. von á, að morðing- inn yrði sýknaður. Þegar ég mánuði seinna var sak- sóknari I Liuzzo morðmálinu gegn Collie Leroy Wilkins yngri, spurði ég alla væntanlega kviðdómara, hvort T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 631

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.