Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 10
loftvog árið 16E3, og littu síöar setti Jandi hans Hadley fram kenningar sínar um staðvinda. Fyrstu reglu- bundnu veðurathuganir á ís- landi, sem með tækjum voru gerðar, framkvæmdi Niels Horre- bow á Bessastöðum 1749— 1751. Síðar voru slíkar athuganir gerðar í Skálholti, og ná þær meðal annars yfir dagana-, sem Reynistaða- bræður lágu úti á Kili. En Stykkió- hólmur er eini staðurinn á landinu, sem á meira en aldarlanga sögu sam- felldra veðurathugana. Svo að aftur sé horfið til útlanda, þá varð nokkur þróun í þessum efn- um á átjándu öld, en það var þó ekki fyrr en árið 1817, sem þýzki fjöl- fræðingurinn Humbolt varð fyrstur til þess að draga hitastigskort, og enn síðar var tekið að færa loft- þyngd inn á kort. Ekki var unnt að fylgjast með hreyfingum hæða og lægða, fyrr en símskeytið kom til sögunnar, og var þá skammt til al- menns veðurkorts. Um miðja síðustu öld voru gerð veðurkort, sem sýndu skýjafar, hitastig, loftþyngd og vind- átt á allmörgum stöðum. Nú á dög- um eru veðurkort hin margbrotn- ustu og ná bæði yfir yfirborð jarðar og nokkuð upp í gufuhvolfið, en slíkt er meðal annars ómissandi fyrir flug- samgöngur. Fyrstu opinberar veður- spár voru gefnar út í Frakklandi ár- ið 1854, og voru það viðvaranir um yfirvofandi stormhættu. Höfðu Frakkar þá nýverið misst skip í Krím stríðinu sökum óvænts óveðurs, og vildi Napoleon keisari þriðji stemma stigu við því, að slíkt endurtæki sig. Brezka veðurstofan var stofnuð árið eftir og tók brátt að safna daglegum veðurskeytum. Og brátt bætast önnur lönd í hópinn, þeirra á meðal Dan- mörk, og kemst þá skipulag á veður- athuganir hér á landi. Alþjóðleg samvinna hefur tekizt um veðurathuganir. Lesið er á tæki sam- tímis um heim allan, sérstökum kerf- um fylgt við útreikning ýmissa meðal- lagstalna og skipzt á upplýsingum. Skal nú drepið á helztu þætti veðurs, sem mældir eru, og má þá fyrst nefna loftþrýsting og hitastig á vissum tím- um, einnig hámarks- og lágmarkshita- stig. Hiti er mældur riiðri við jörð og einnig í mismunandi hæð yfir jörðu. Rakastig loft er ýmist mælt eftir stríðleika mannshárs í þar til gerðum mæli eða með því að athuga hitastigsmun á mæli við venjulegar aðstæður og öðrum, þar sem blautum klút er vafið um kúluna. Sólskins- stundír eru mældar með hjálp sér- stakrar glerkúlu, sem brennir slóð á pappaspjald, þegar sól skín. Úrkomu- mælar eru einfaldir að gerð. Út frá því, sem í þá safnast, má finna úr- komumagn á flatareiningu. Sums stað ar eru í notkun tæki, sem gera línurit af úrkomutíma. Ekki má gleyma skýjafari, skyggni, vindátt og vind- hraða. Meðal annars er vind- hraði í háloftum mældur á ýmsum stöðum, til að mynda í Keflavik. Er- lendis er einnig gefinn gaumur að óhreinindum í andrúmslofti. Svo er að vinna úr þessum gögnum — bæði í sambandi við veðurspár og við út- reikning ýmissa meðaltala, sem farið er eftir, þegar loftslag á hverjum stað er skilgreint og skipað í lofts- lagsbelti. f upphafi þessarar greinar var hug- takið lof tslag skilgreint lauslegá,' en annars er skilgreining þess nokkuð á m Vindmælir, sem sýnir bæði vindaft og vindhraða. Hraðinn er reiknaður út frá snúningsf jölda rellunnar á mínútu. Lóð- rétti ásinn snýst á kúlulegum. reiki. Við rannsóknir á loftslagi og loftlagsbreytingum eru reiknuð meðal töl ýmissa veðurþátta um langan tíma, t.d. 30 ár. Þó er þess að gæta, að hér sem annars staðar má ekki leggja of mikið upp úr einföldum meðaltölum. Það mun ö'llum Ijóst, að afdrifaríkara er fyrir þroska flestra jurtategunda, hvort frost verða einhvern ákveðinn vor- eða sumar- mánuð en hvort meðalhitinn þann mánuð er ögn hærri eða lægri. En að sjálfsögðu má einnig taka tillit til slíks við veðurfarsrannsóknir. Tala má um veðurfræði sem eðlis- fræði gufuhvolfsins, og mörgum veð- urfræðingum dugar ekki minna en hafa alla jörðina í huga við athug- anir sínar, /því að samband er milli veðurfars á hinum fjarlægustu stöð- um. Það gerir starf veðurfræðmga flóknara, að straumar í andrúmsloft- inu fylgja sjaldnast hreinni láréttri stefnu, og eykur það mjög vandann við veðurspár bæði til langs og skamms tíma. Enn fremur er ekki vitað með vissu, hve mikill hluti af geislaorku sólar nær til yfirborðs jarðar og hve mikið endurkastast út í geiminn. Nú skal vikið stuttlega að því, sem vísindarannsóknir hafá leitt í Ijós um loftslagsbreytingar á hnettinum á síð- ari öldum. Fullvíst er, að ýmsar sveiflur í loftslagi hafa orðið, síðan ísöld lauk, bæði komið kulda- pg hlý- indaskeið. f Evrópu eru mestar heim- ildir um kuldaskeið á fjórtándu öld og síðar á sextándu og seytjándu öld, og höfðu bæði mikil áhrif á land- búnað og allan hag þjóða. Vísinda- menn nú til dags leggja sig mjög fram við það að fá úr því skorið, hvort nú fari hlýnandi eða kólnandi. Og fleirum en okkur íslendingum verður tíðlitið til jökla í því skyni. Það má nefnilega líta á jökla sem tröllaukna hitamæla. Og það er segin saga, að jöklar hafa farið rýrn- andi á síðustu áratugum. Til er ljós- mynd af Rhone-jöklinum í Sviss, sem tekin var árið 1858 og kemur í Ijós við athugun hennar, að jökulsporður- inn hefur hopað um þrjá kílómetra síðan. Mjög hefur verið unnið að rann- sóknum á því, hvaða þættir veðurlags ins hafi mest áhrif á víðáttu og þykkt jökla. Hefur komið í Ijós, að' aukinn sumarhiti er hættulegastur bæði skrið jökulstungum og jökulhvelum. Sísnævi myndast ofan snælínu, en svo er kölluð takmarkalína þeirra svæða, er snjó leysir ekki af á sumr- um sakir skorts á hita. Neðan snæ- línu hefur leysingin hins vegar í fullu tré við úrkomuna. Margt er það, sem leysingu veldur. Geislun sólar hefur sitt að segja og ekki síður hlýir loftstraumar, er fara með yfir- borði íshellunnar, og enn fremur kemur til greina þétting raka í hinu hlýja lofti, sem veldur því, að varmi losnar úr læðingi. Þannig er ljóst, að hærra hitastig og lengri tími, sem hitástig er yfir frostmarki, skiptir meginmáli. Með öðrum orðum: hlýrra sumar og/ eða lengra sumar leiðir til rýrnunar jökla. Þó að miðsumar- hiti breytist ekki, getur hærra hita- stig síðla vors og snemma hausts haft mikið að segja. Á hinn bóginn er lík- legt, að jöklar skríði fram, þegar vor eru köld og sumur svöl og þokudrung- uð. Ekki þarf langan tíma til þess að breytinga á sumarhita sjái stað á jökulhettum á fjöllum, en aftur á móti er minni mun að sjá á miklum jökulhvelum. Alltaf er þó um ein- hverjar breytingar á jöklum að ræða. Kerfisbundnar veðurathuganir hafa óvíða verið gerðar lengur en í eina öld og gefa því takmarkaða hugmynd um sveiflur í veðurfari, en þær má oftsinnis ráða af jöklum. Skýrir þetta að nokkru, hvílíkt kapp er lagt á jöklarannsóknir. Jöklarannsóknarleið angrar eru gerðir út til hinna fjar- 634 T Í M 1 N N — SUNNUDAGSBL.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.