Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 8
þeir væru í Ku Klux Klan. Einn þeirra viðurkenndi, að hann væri fyrr verandi félagi, hinir neituðu allir, en þó hafði ég þrjá þeirra, sem satu í lokakviðdóminura, grunaða um að vera Klansmenn. Öðrum megin voru áheyrendapallar réttarsalarins þétt- setnir Klansmönnum, og er ég ávarp- aði kviðdóminn, lét ég einn af mönn- um mínum standa að baki mér og snúa að áheyrendapöllunum. Svo heift úðug var andúðin í réttarsalnum, að ég hætti ekki á neitt. Eins og málin stóðu,- hefði ég mátt vera ánægður með að fá morðingjana dæmda fyrir of hraðan akstur af morðstaðnum. Klaninn sór fyrir alla vitneskju um morðið, en hann safn- aði samt peningum til málsvarnar- innar, fyllti áheyrendapallana sínum mönnum og fékk hina ákærðú til að mæta á Klansfundum víða um Suð- urrfkin. Og auðvitað voru þeir sýkn- aðir. Það er ekki að undra, þótt venju- legur borgari í Alabama sé tregur til að segja frá. Hann veit, að ef hann gerir Klaninum eitthvað, getur öll fjölskylda hans verið í lífshættu. Eitthvert þjóðfélagslegt örverpi getur sprengt heimili hans í loft upp, án þess að hljóta nokkurn dóm fyrir ill- virkið. Menn taka því þann kostinn að þegja. Á meðan piltar Alabamaríkis, hvít- ir og svartir, deyja fyrir land sitt í frumskógum Víetnam, þykjast Klans menn berjast gegn kommúnistum heima fyrir. Á þeirra tungumáli er kommúnisti hver sá, sem ekki æpir nógu hátt „niggari." Við höfum kom- izt að því, að mjög kært er með naz- istaflokknum ameríska og Klaninum, og einn niðurrifshópur Klansins, sem staðinn var að sprengjutilræði í Birmingham, hafði sprengt upp sam- kunduhús Guðinga í Nashville, Knox- ville, Atlanta og Miami. Samt^er Klaninn býsna líkur komm únistunum. Báðir beita ógnunum bg notfæra sér skelfingu fólksins. Báðir krefjast blinds ófstækis. Báðir eru undir éftirliti dómsmálaráðuneytisins. Ég hef Verið spurður að því, hvort nokkrir kommúnistar séu í Ku Klux Klan. Spurningin er ekki eins fjar- stæðukennd og hún virðist í fljótu bragði. Kominúnistarnir eru nógu klókir til þess að lauma nokkrum mphnum ínn í Klaninn, því að hatr- ið ér frjósamur jarðvegur. Eftir morðið á frú Liuzzo sann- færðist ég um, að Klaninn yrðu þeir að uppræta, sem verða að búa við þetta krabbamein. Hinn 22. apríl síð- astiiðínn skrifaði ég Wallace ríkis- stjóra Véf, þar sem ég bað hann að takj[ höndiim saman við embætti mitt iil gagrijgerðrar rannsókhar \ Klani^rai og jstörfum hans og bað jafnfraíht urn fj'árveitingu tií ra'fm- sóknarinnar. Ríkisstjórinn anzaði aldrei bréfinu. Hann var inntur eftir því á blaðamannafundi nokkrum vik- um seinna, en svaraði aðeins: Við skulum tala um eitthvað merkilegra." Þetta þarf engum að koma á óvart, því að Wallace. hefur aldrei viljað viðurkenna opinberlega, að Klaninn sé til. Ég afréð samt að reyna þetta með mínu takmarkaða starfsliði og" góðri hjálp ýmissa lögreglumanna. Ég flaug til Washington til þess að beið- ast hjálpar þar og leitaði fyrst til Óamerísku nefndarinnar og síðan til dómsmálaráðuneytisins. Mér varð fljótt ljóst, og reyndar sögðu sum- ir nefndarmanna Óamerísku nefnd- arinnar það við mig, að ég gæti ekki vænzt neinnar hjálpar hjá henni. Hjá dómsmálaráðuneytinu var mér tekið mjög hlýlega, og ég var fullvissaður um það, að ég mundi fá ríflega aðstoð. Sex vikur liðu, og þá móttók ég alla hjálp dómsmálaráðu- neytisins: fáeinar blaðaúrklippur, þrjú gömul eintök af Eldkrossinum (sem við kaupum í Blaðsöluturnum hjá okkur), lög Klansins og skýrslu hæstaréttar Flórida um Klaninn frá árinu 1952. Ég vissi fyrir, að dómsmálaráðu- neytið var af eðlilegum ástæðum tregt til að gefa upp nöfn manna, sem vitna gegn Klaninum. Þegar ein- hver kommúnistinn hefur fengizt til að segja frá, er hann til einskis gagns eftir það. En leysi einhver frá skjóð- unni um Klaninn, verður að vernda hann eftir það, hann verður að skipta um nafn og flytja þarf hann í ann- an landshluta, svo að Klaninn eigi erfiðara með að ráða hann af dögum. Ég hafði því aðeins beðið um heim- ild til.að yfirheyra þá, sem mér var kunnugt um. En stjórnmálamennirnir frá Ala- bama, sem sitja í Washington, túlk- uðu beiðni mína sem beina ógnun við sig. Það er ekki vís leið til vin- sælda í Alabama að hnýsast í hagi Ku Klux Klans. Ég fékk p'ata af því, að það færi í hvíslingum, að ekki mætti hafa neina samvinnu við Rich- mond Flowers. Menn töldu, að ég væri of frjálslyndur, ég gæti raskað stjórnmálajafnvægi Alabama. Og fyr- ir skömmu heimtaði* Wallace, að ég yrði sakaður um landráð fyrir „sam- vinnu við ríkisstjórnina." En einn góðan veðurdag munum við velta við steininum og fletta of- an af Ku Klux Klan. Mér fellur ekki við Klansmennina, sem þykjast hetj- ur eítir hverja nýja svívirðu, er þeir fremja. Mér fellur ekki við sársauk- ann, sem ég finn tíl í hvert sinn, er ég frétti af nýju hernidaryerki beirra. Eg hef meiía" að segja komizt f"] fcyj, áð Jlvitri^arar tfissi§|íppi- lansii ísihs hafa larar Álabamá-Klán- inn að gera sér þann bræðragreiða að ryðja mér úr vegi.. > Það þarf sterka forystu í ríkinu til þess að kveða niður Klaninn, forystu eins og þá, sem nú er í Tennessee, Georgíu og nýbyrjuð er í Mississippi. Lausnin er ekki auknar lagasetning- ar ríkisstjórnarinnar í Washington, heldur ábyrgari og harðari framganga yfirvaldanna í hverju ríki. Meta verð- ur heiðarlega löggæzlumenn og störf þeirra að verðleikum, og efla verð- ur þjóðvarnarliðið, ef þörf krefur. En brýnust er þörfin fyrir hugrakka kviðdóma, sem dæma harðlega þá, sem vinna óhæfuverkin. Fáeinir þung ir dómar myndu tæta Klaninn í sund- ur. En hið illa, sem fóstraði Klaninn, er aðeins hægt að uppræta með fé- lagslegum og efnahagslegum umbót- um — með góðri atvinnu allra og góðum launum, og*menn verða að gera sér ljóst, að á síðari hluta 20. aldar er nóg rúm fyrir hvíta menn og svarta til þess að þeir geti lifað góðu lífi hlið við hlið, án þess að bítast um lífsgæðin. Og við þörfnumst menntunar — eins mikillar og hver maður getur innbyrt. Þegar við hættum að láta málefni þvælast fyrir okkur, sem hin Suður- ríkin eru að ýta til hliðar, rennur upp slíkur gróskutími í sögu Alabama að ekkert rúm verður fyrir ofstækið. Hvað viðvíkur rannsókn minni á Klaninum, þá má segja um hana líkt og um lyf læknisins: Það er ekki víst, að hún hafi hjálpað neitt, en hún hefur sannarlega ekki spillt fyrir. Klansmennirnir segja, að ef mér falli ekki ástandið eins og það er, þá geti qg bara hypjað mig til Norðurríkj- anna. En Alabama er minn fæðing- arréttur, og ef ég færi í burtu, væri það eins og að skilja land mitt eftir í höndum ofstækismanna, morðingja og skuggabaldra. Ég dáði Flowers afa minn. Nóttina áður en hann var tekinn til fanga í orrustunni við Nashville, sat hann í snjónum og sneri fótum upp, því að sólarnir voru úr sígvélunum. Höf- uðsmaður hans reið hjá og. spurði hann, hversu langt væri síðan hann heíði bragðað niat. Afi minn sagði honum, að þrír dagar væru liðnir. Höfuðsmaðurinn benti þá yfir til varðelda Norðurríkjahersins og sagði: „Jim, ef eins væri ástatt fyrir mér og þér núna, þá mundi ég fara yfir til eldanna þarna." En afi sagði nei, hann hefði verk að vinna. Hann ætl- aði að doka við ögn lengur. Þegar ég minnist þessa, get ég ekki gert minna. Þið hettuklæddu hatri fylltu menn í Ku Klux Klan skuluð taka eftir því. Ég i hef líka verk að vinna, og ég ætla að doka við ögn lengur. 632 TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.