Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 20
það var nú bara lamb . sem ég á í honum, og ef þið gerið þetta aftur, skal ég lúberja ykkur. Okkur þotti þetta nú harður dómur, því að vita mátti Jón það, að ekki var ætlun okkar að gera lambinu mein, þó að svona slysalega tækist tíl, — og hugð- um nú á hefndir. Jón var nýbúinn að fá hvolp frá Jóhanni heitnum í Grænhól, ljómandi fallegan hvolp, mó raúðan með hvíta bringu. Við náð um nú hvutta frá Nonna og hann var öllum stundum að sullast með okkur í læknum. Við vöndum hann á að sækja allt, sem við hentum. út í vatn. Jón móðurbróðir réð ekkert við héppa og hafði hans engin not. En svo var greyið staðið að því að drepa lamb. Þá voru dagar hans tald- ir. Mikið sáum við Nonni eftir hon- um. Pabbi var pöntunarstjóri, sem kall- að var. Hann pantaði vörur fyrir menn og afgreiddi þá svo. Meðal varn ingsins var auðvitað stundum brenui- vín. Uppi á lofti vissum við af gler könnu, sem hafði það hlutverk að geyma brennivínssora, sem oabbi vildi ekki setja í ílát manna. Við höfðum stundum séð fulla menn, Dan íel í Mikley og fleiri, og sáum ckki betur en að þeir yrðu hálfvitlausir við vín. Við brutum mikið heilann um það, hvort vín myndi hafa svip- uð áhrif á dýr. Ákváðum við að fá úr þessu skorið með tilraunum. Hellt- um við nú vínsoranum úr könnunni góðu á loftinu í blikkfötu, létum dá- lítið vatn saman við, veiddum silung, settum hann í fötuna, 'étum hann vera þar stundarkorn og slepptum honum svo í lækinn. Og viti menn, Tók ekki kvikindið strikið beint upp á eyri. Það var svo sem ekki um að villast, að silungur, sem rauk að nauðsynjalausu úr vatni og upp á þurrt land, hlaut að vera hringl- andi band-vitlaus. Hér þurfti ekki frekar vitnanna við, og þótti okkur nú sem mikil sannindi og merkilea hefðu verið leidd í ljós. f Miklabæjarsókn var gefið út sveitarblað, sem Viljinn nefndist. Við Torfukrakkar vildum ekki vera eftir bátar fullorðna fólksins og höfum líka blaðaútgáfu. Hét okkar blað Torfi og kom út hvorki meira né minna en í 5 ár Á þessum árum tel ég mig hafa komizt í meiri lífshættu en nokkru sinni fyrr og síðar. Á Akrahyl var dragferja, mikill farkostur og ómiss andi, áður en brýrnar komu. Voru fluttir í henni bæði menn og hestar. Kostaði farið 25 aura fyrir gangandi mann, en 35 áura fyrir mann og hest. Eitt sinn v'ar ég sendur á pramma til þess að sækja feriuna, sem þá var að vestanverðu og ein hverra orsaka vegna mannlaus. Með mér voru Valadalsbræður, sem síðar voru svo nefndir, þeir Kári, Gissur og Hjalti, allir yngri en ég. Brátt kom í ljós að pramminn hriplak, og þótt ég réri lífróður og ausið væri af atorku varð okkur bráðlega Ijóst, að við myndum aldrei komast á prammaskrattanum vestur yfir. Snéri ég því við í skyndingi, en hafði þó ekki náð austurbakkanum alveg, þeg- ar pramminn sökk. Það vildi til, að við höfðum aðeins náð undir bakk anum og gátum því vaðið í land. En strax aftan við prammann tók við grængolandi hyldýpið, og er aug- ljóst, að þarna skyldu aðeins örfá- ar sekúndur milli lífs og dauða. Ég var stundum ferjusveinn þarna á Akrahyl og kynntist þá mörgum. Flestir voru kurteisir og komu vel fram. Þó voru tvær undantekningar. Tveir menn, sem fyrir kom, að ég þurfti að ferja, heilsuðu mér ætíð með þeim hætti, að rétta einn fing-" ur aftur fyrir bak. Þetta þótti mér óviðunandi lítilsvirðing, en fékk ekki að gert. Svo gerðist það eitt sinn, að annar þessara manna fékk sig ferjaðan yfir ásamt nokkrum útlend- ingum. Vildi þá karl sýna þeim út- lenzku listir sínar og hugrekki með því að ríða upp í ferj- una. En það vildi þá hvorki betur nú verr til en svo, að hesturinn fór út af hleranum og báð- ir á kaf, reiðskjóti og knapL Brátt skaut þó báðum upp, og er mér ætíð síðan í minni angistarsvipurinn á karlinum, þegar hausinn á honum kom upp út vatnsskorpunni. En ég skal ekki leyna því, að mér leið bet- ur á eftir, já, bara mikið betur. Mér þótti sem bölvað drambið hefði þó einu sinni fengið á baukinn. — Á ég að segja þér meira? Jú, annars, nafni, ég ætla að segja þér frá því, þegar við Hjalti áttum að bika prammann. En blessaður vert þú ekki að skrifa þessa bölvaða vitleysu. Jæja, ég þótti nú víst stundum hálí lélegur við heyskapinn. í>ví var mér eitt sinn sagt að bika prammann, þegar annað fólk var við heyvinnu. Ég fékk fulla fötu af tjöru og Hjalta litla í Valadal mér til aðstoðar. Nú nú, við fórum ofan á bakka, bjugg- um þar til hlóðir, kveiktum upp i þeim og settum fötuna yfir. Brátt tók bikið að bullsjóða, en heldurðu ekki að bölvaður botninn spryngi þá ekki úr fötunni, með þessum líka heljar bresti. Gerðist nú allt í senn, að reykur og eldur steig hátt til lofts, líkt og eldgýgur hefði opnazt á Akrabökkum og logandi tjaran skvett ist á Hjalta litla. Ég var þó ekki vit- lausari en svo, að ég þreif til hans í skyndingu og dembdi honum fram i Vötn. Hefur það óefað viljað hon um til lífs og mér til láns, að vatn var þarna svo- nærri. Út af þessum atburði kvað pabbi: -¦/ Allt gengur í einum svip ætíð hjá þeim rösku. Tveir menn fóru að tjarga skip, en tjaran brann til ösku. Kom þá voða vábrestur, vafurloga báleldur, rann upp hroðareykmökkur, runnu í boðum tjöruelfur. — Þið Jón á Höskuldsstöðum voruB miklir félagar, heyri ég, en hvað um Stefán? — Stef án, segir Magnús og hlær við — Stefán, já, sá mikli fræðimaður. Nei, við áttum nú minna saman að sælda. Á meðan við Jón busluðum í læknum og frömdum ein og önnur strákapör sat Stefán við að afskrifa rímur og sögur. Enda sagði líka sr. Björn á Miklabæ: — Ég hef þekkt marga unga menn, sem hafa þráð menntun, en ég þekki engan, serft hefur notfært sér bókasafn lestrarfé- lagsins eins vel og Stefán, því að hann er að verða hálfgerður vísinda- maður á sínu sviði. Og hefur hann þar auðvitað átt við fræðimennskuna, náttúrlega. O, já, þetta sagði nú sr. Björn, blessaður karlinn, og mér finnst bara Stefán mega vel við una vitnisburðinn. — Ojá, svona leið nú tíminn hjá okkur krökkunum í tórfunni, nafni minn. Mér fannst eiginlega alltaf vera sólskin. Og það skal ég segja þér, að aldrei hefi ég kynnzt slíkri sam- vinnu sem þarna átti sér stað á milli heimilanna. Ekki var nú um það að tala, að allar skepnur gengu saman. Og hver hjálpaði öðrum, ef á lá. Það var ekki einu sinni orðavert. Ef ein- hver konan átti eitthvað, sem hinar höfðu ekki, þá var alveg sjálfsagt að láta þær njóta þess líka. Annað kom ekki til mála. Minningin um þetta gamla fólk lifir með mér alla tíð síðan. Ég hef þekkt margt gott fóJk um dagana, en ekkert betra en þetta. —Og svo tók námið við? — Svo tók námið við, segirðu, já, við skulum segja það, já, og þá skildu leiðir. Jón vinur minn fór til Ak- ureyrar og lærði þar trjárækt og fleira í Gróðrarstöðinni hjá Jakobi Líndal. Ég fór aftur á móti til frændfólks míns á Frostastöðum og naut þar kennslu Gísla frænda míns parta úr tveimur vetrum. Við Hannes J. Magnússon, siðar skólastjóri, vor- um þar saman. Og aldrei hef ég lært meira á jafn skömmum tíma og þarna. Það nám var mín undirstaða til frekara náms, og hún var góð. Þá var Gísli búinn að vera í Menntaskólan- um í Reykjavík, á Hólum og utan- lands. Þegar ég kom í Hólaskóla haust ið 1917, var ég því betur undirbú- inn en piltar almennt voru þá. Á Hólum kynntist ég öndvegiskennur- um og afbragðsmönnum, þar sem voru þeir Sigurður Sigurðsson, þá 44 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.