Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 9
LÍTIÐ EITT UM LOFTSLAG 06 LOFTSLAGSBREYTINGAR Ef flett er upp á bls. 404 í ís- Jenzkri orðabók Menningarsjóðs, má Íesá þar eftirfarandi skilgreiningu á orðinu loftslag: ástand og einkenni íoftsins með tilliti til veðráttu, veður- far. Hér er um að ræða þýðingu á grísku orði, klíma, sem upphaflega var notað um halla jarðmöndulsins pg hefur borizt hingað til lands í óbreyttri mynd á Norðurlandamálum Og þýzku og sem climate á ensku. Órðið loftslag kemst fyrst á bækur á átjándu öld. Það kemur í ljós, ef við leiðum hugannn að því, að fátt er það í lífi okkar, sem ekki er háð loftslaginu á einn eða annan hátt. Loftslagið ræður miklu um það, hvernig búskap er háttað, hvað ræktað er og hvaða dýr alin, um gerð bygginga, klæða- burð og hvernig tómstundum er eytt, svo eitthvað sé tínt til. Og allar lofts- lagsbreytingar hafa mikla þýðingu í Okkar harðbýla landi, sem sagt er Uggja „á mörkum hins byggilega heims," og slíkar breytingar koma í ríkum mæli við sögu íslands. En um það verður nánar fjallað í annarri grein. Sólarorkan, sem berst til jarðar gegnum gufuhvolfið, er grundvöllur alls veðurfars og þar með loftslags. Allt ljós og allur varmi er frá sólu kominn. Kennidrættir á yfirborði jarð ar — meginlönd, úthöf, sandauðnir, votlendissléttur og jöklar — hafa og sín áhrif á loftslagið. Iðukast loftsins uppi yfir okkur er öllu þessu háð. Saga mannkyns er örstutt á mæli- kvarða jarðsögunnar, og menn vilja ekki eigna homo sapiens, „hinum vitra manni," lengri feril en 30000— 40000 ár. En jafnvel frá þessu litla broti heimssögunnar eru mörg og margvísleg ummerki loft- lagsbreytinga, einkum á norð- urslóðum. Ber áhrif ísaldanna hæst, og má þar til nefna jökulruðning, jökulsorfna dali, koll- ótta ása og jökulrispur á klöppum, svo að eitthvað sé nefnt. Annars greinir vísindamenn á um margt, sem varðar ísaldirnar og hlý- viðrisskeiðin á milli þeirra. Má skipta kenningum þar að lútandi í þrjá meg- inflokka. Almennast mun vera að leita orsaka ísalda í breytilegu orku- útstreymi sólar. Liggur þá beinast við, að hitastig á jörðinni falli með minnkandi útgeislun og þar með auk- ist snjókoma og ísmyndun. En aðrir leita orsakanna í aukinni útgeislun. Valdi hún í byrjun aukirini uppgufun, skýjamyndun og úrkomu, sem af leiði aukna jöklamyndun á heim- skautasvæðunum. Þá er sú kenning, að orsakanna sé að leita í stórfelld- um breytingum á yfirborði jarðar, ef til vill á hæð Atlantshafshryggs- ins. Stöfuðu ísaldir þá af því, að hann hefði risið og meinað Golf- straumnum að verma norðurhöf. Loks er talið hugsanlegt, að vegna breyt- inga á halla jarðmöndulsins hafi, á vissum tímabilum, sumur orðið sval- ari og vetur mildari en ella og hafi það stuðlað að aukinni ísmyndun. Eftir að ritöld hefst, má oft leita upplýsinga um veðurfar í rituðum heimildum. Einkum er það þó ein- stakir þættir veðurfarsins og afleið- ingar þess, sem um er fjallað. Er mjög getið um hafíslög og skepnu- felli í íslenzkum heimildum. Áreiðan- legar heimildir um veðurfar ein- staka daga eigum við til að mynda í Sturlungu. Þar kemur til sæmis fram í frásögn af Flóabardaga, að ís var á Húnaflóa um Jónsmessuleyt- ið árið 1244. Þannig mætti lengi telja, og líka sögu er að segja utan- lands frá. En eitt er nauðsynlegt til þess að fá nákvæma hugmynd um loftslag á hverjum tíma og til þess að vita, hví veðurfar breytist: dag- legar veðurathuganir, þar sem helztu þáttum veðurlagsins eru gerð skil. Vindmælir mun vera elzt tækja til veðurathugana. Englendingur nokkur, Merle að nafni, hélt hina fyrstu veð- urdagbók í Norðurálfu, sem um getur. Þetta var árin 1337 til 1344. Merle gerði athuganir sínar í Lincolnskíri, og eru niðurstöður hans ekki ólíkar því, sem við má búast. Verulegur skriður komst þó ekki á veðurat- huganir fyrr en á seytjándu öld, sem var mikið gróskuskeið á vísindasvið- inu. Á það almennt við þessa „bylt- ingu innan vísindanna," sem svo er kölluð, að þar var mjög byggt á þekk- ingu, sem fengizt hafði á liðinni öld. Framfarir í gerð siglingatækja og aukin færni tækjasmiða ýtti mjög und- ir nákvæmni í veðurathugunum. Hinir elztu hitamælar voru ærið fyrirferðarmiklir, kúlan geysistór og á þá hellt lituðum vínanda. Englend- ingurinn Robert Hook byrjaði dagleg- ar veðurathuganir með hitamæli og I . 1 Loftvog frá 'árinu 1657. Loftvog þessl var í eigu italsks visindafélags, sem nefndist Accademia del Clnmento, er mætti þýða sem Tilraunafélagið. Ferdi nand annar, stórhertogi af Toskana, var forvígismaður þessa fclags, en hann hafði áður beitt sér fyrir víðtskum veðurathugunum. TÍMINN- SUNNUDAGSBLAB 633

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.