Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 4
—If"IM............... ar.'i 'II'WWI—| ,,Ég er þeirrar skoðunar, að bókstaflega allt ofbeldi, sem við Suðurrikjamenn verðum fyrir, sé runnið undan rif jum Ku Klux Klan" segir Richmond Flowers, á myndinni til hægri. — „Þeir velja fórnarlömb sín vandlega — fórn- arlömb, sem ekki geta veitt viðnám". „f niðurrifshópana eru valdir mcnn frá ýms- um héruðum, og þeir þekkja oft ekki hverir aðra. Þeir eni morðingjar, haldnir kvalalosta og njóta verka sinna." „Það er ekki að undra, þótt venjulegur bors- ari í Alabama sé tregur til að segja frá. Hami veit, ef hann gerir Klaninum eitthvað, getui eitthvert þjóðfélagslegt örverpi sprengt heim- ili hans í Ioft upp". fe.Jí! Dómsmaiaraöherra Alabamaríkis, Richmond Flowers: KU KLUX KLAN Afi minn barðist með Suðurríkjun Bm. Hann var tekinn höndum í orr- ustunni við Nashville og fluttur til lítillar borgar í Illinois, þar sem hann varð kokkur og þjónn hjá Norð urríkjaliðsforingja. Þegar borgara- styrjöldinni lauk, var afi minn flutt- ur tíl Nashville og sleppt þar lausum. Þar hóf hann göngu sína heim til konu og barns í suðurhluta Alabama. Hann gekk meðan hann mátti, en vann á milli ýmis störf, sem til féllu á leiðinni, til þess að hafa í sig. Hann sagði mér, að heimferðin hefði tekið sig sex mánuði. í Montgomery komst hann í vöruflutningalest, sem skilaði honum síðasta spölinn. Hon- um fannst borgarastyrjöldinni vera lokið. í dag er fáninn, sem afi minn barð ist undir, vanhelgaður. Hann, sem ætti að vera heiðurstákn, er farinn að tákna hatrið eitt í höndum ofstæk isfullra manna, sem vilja viðhalda misrétti kynþáttanna. Forfeður okk- ar myndu snúa sér í gröfum sínum, ef þeir mættu sjá fána sinn í hönd um þeirra, sem troða undir fótum, allt, sem þeir börðust fyrir. Fáninn á skilið betri stað í sögunni en hon um er nú valinn á vélarhúsum bíla eða blóðugum kuflum hýðara þeirra, morðingja og skuggabaldra, sem kalla sig Ku Klux Klan. Eftir úrskurð Hæstaréttar Banda- ríkjanna 1954 um sameiginlega skóla göngu hvítra barna og dökkra, spruttu upp svokölluð Borgararáð um öll Suðurríkin. Þetta voru sam- tök skipulögð til andróðurs gegn úr skurðinum, en þau fóru að lögum. Þau einsettu sér að berjast gegn úr skurðinum fyrir dómstólunum. En inn í Borgararáðin flykktust brátt allir, sem töluðu gegn sameiginlegri skólagöngu. Ég gekk aldrei í samtök in, því að ég vissi, að þegar stríð- inu við dómstólana lyki, myndu öfga mennirnir, sem hafizt höfðu til virð inga í samtökunum, ekki fást til að leysa þau upp. • Borgararáðin töpuðu dómsmál- unum, og leiðtogar þeirra gerðu sér ljóst, að eina lausnin var samkomu- lagsleiðin. En grófari hlutinn sagði: „Nei, þið reynduð friðsamlegu leið- ina, og hún brást. Nú förum við okk ar brautir." Ku Klux Klan var , þegar hér var komið sögu, margklofinn, fámennur, hópur ofstækismanna, sem menn hæddust að, þegar þeir þrömmuðu um götur. En skyndilega tók hann að vaxa. Klaninn lofaði því, að við mynd um hverfa aftur til hinna góðu, gömlu, daga, sem aldrei voru, vitS myndum sitja á stórum plantekrum innan um vínvið og magnólíur, drekka höfug vín og eta steikur. í starfi minu sem dómsmálaráð- herra Alabamaríkis hef ég rannsakað Ku Klux Klan í eitt ár, og ég hef gengið úr skugga um, að Klaninn er miklu meira en réttur og sléttur leynifélagsskapur. í Alabama eru áhrif hans skelfileg. Hann minnir á skuggaríkisstjórn, sem setur - sín eigin lög, hefur áhrif á kosningar í hverju héraði og grefur um sig í rétt arfari okkar. Félögum Klansins í Alabama hef- ur fjölgað um helming á undanförn um árum, og eru nú um 5 þúsund manns félagsbundnir í honum (þð aðeins 0.2% af samanlögðum fjölda hvítra manna í ríkinu, sem eru um tvær og hálf milljón). Tíu félög Ku Klux Klan starfa í Alabama og keppa innbyrðis um hylli áhangend anna. Langstærsti Klaninn ex The United Klans of America, Inc. (Hin sameinuðu Klanfélög Ameriku 628 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.