Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 12
lagWBjp ^ Blaðamaður Sunnudagsblaðs ins fór á dögunum í dýraleit með dýraleiturum úr Gnúp- verjahreppi. þeim Signrgeir Runólfssyni frá Skáldabúðutn og Aðalsteini Steinþórssyni frá Hæli. — Hér birtist grein um fyrri hluta ferðarinnar, en fram hald verður í næsta blaði. 29. júní, miðvikudagur. Við stöndum við hlið hestanna á hlaðinu heima á Hæli í Gnúpverja- hreppi. Smáir dropar detta úr loftinu niður á hnakkana og hrossalyktin smýgur upp í nefið. Heimafólkið stendur úti á tröppum eða liggur úti í gluggum og horfir á okkur. Við stækkum, verðum menn ævintýrisins. Hinn litli dagur hversdagslífsins fær á sig ofurlítinn Ijóma og kemur með óvænt líf inn í þann heim, þar sem dagarnir hníga í fjöldagröf sína sem óþekktar stærðir. Ævintýrið er mest í tilhlökkuninni, því hún gerir ekki ráð fyrir veruleikanum. Og fólkið, sem horfir á okkur taka hestana út úr hesthúsinu, horfir á okkur leggja á þá, horfir á okkur setjast £ bak, reynir að upplifa eitthvað af því ævin týri, sem er að hefjast í okkur sjálf- FYRRI ÞATTUR Hestarnir tipla á hlaðinu, órólegir, sex talsins, þar af tvö trippi í tamn- ingu. Undanfarna daga hafa þeir ver- ið járnaðir, hver af öðrum. Og þeir vita, að eitthvað stendur til. Tveir strákar, ellefu og tólf ára, eru á þön- um í kringum okkur og hestana. Þeir missa ekki af neinu, hafa hrossatað á skónum og hrosshár á skyrtunum, og þegar við horfum í áfjáð augu þeirra, verðum við næstum feimnir yfir, hvað við erum merkilegir menn.. Svo kveðjum við og erum kvaddir. — Góða ferð og gangi ykkur vel. — Það útleggst: Gott veður, góða skemmtun og margar dauðar tófur Við þökkum. Steini ríður á undan. Það er *ngin byssa á öxl hans. Hún kemur með trússunum upp í Hólaskóg í kvöld með bíl. Gott. Trúss eru leiðinleg. Við tölumst ekki við. Hófarnir smella í götunni og skilja eftir sig metra af þögn. Það er engin þörf á að tala Við erum báðir á valdi þess, sem er framundan, margra daga ferð inn í óbyggðir í dýraleit. Við hugsum þó ekki um tófur. Þær eru of fjarlægar veruleiki, því að alls staðar sést til bæja, túnin teygja sig í allar áttir. Við erum enn í hinni skipulögðu nátt- úru, þar sem grösin vaxa fyrir mann- inn, þótt hugir okkar séu seztir að í f jarlægðinni að hálfu. Við ríðum upp sveitina undir þykk- um sólarlausum himni og bölvum stöku hliðum, sem verða á vegi okk- ar, en án sannfæringar, aðeins af gömlum vana. Við erum á sveitarvegi, en þegar sést til Haaaarsheiðar og Hamarsholts, sveigjum við upp á gamla þjóðveginn, sem sveiflast upp og niður ása og hæðir með elsku- legri tillitssemi við landsiagið. Hjá benzíntönkunum við Hamars- holt standa tveir menn. Þar eru þeir Sigurgeir Runólfsson fjallkóngur frá Skáldabúðum og Kolbeinn Jóhanns- son í Hamarsholti, sem er sonur Jó- hanns Kobeinssonar, fyrrverandi fjallkóngs Gnúpverja. Þeir standa þarna í umdæmi Kolbeins: Verkstæði við rætur brekkunnar, þar sem ben- zíntankarnir bíða bílanna, og um- hverfis það er hvirfing vélhræja, sem minna á bein úr fornsögulegum ófreskjum, en sýna, að hér hafa ein- hverntíma og oft lasnar vélar fengið bót meina sinna en aðrar legstað. Hér er tæknisaga sveitarinnar rituð, stóru, ryðguðu letri, Þegar vorar heyrast héðan höggin, jafnt og þétt, og stundum fram á nætur, því að þá á margur bóndinn leið inn á verk- stæðið með brotna vél og beyglaða sál. „Sagnritarinn" og fjallkóngurinn heilsa okkur með handabandi, og er handaband Kolbeins ólíkt innilegra, því að hann hefur hjartan? samúð með öllum þeim, sem eru svo vitlaus- ir að setjast á hestbak, enda segir hann, að miklu meira vit sé í því, að dýraleitararnir noti þyrlu fyrir hesta. Hvort sem það er rétt eða ekki, hefur sú tilfinning læðzt inn i hugskot dýraleitaranna, að brátt muni bíll leysa hestana af hólmi við dýraleitina, að minnsta kosti að ein- hverju leyti. Og þeir Geiw og Steini tíma vart að sjá af þeim töfrum, sem 636 rflHINN- SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.