Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 21
skólastjóri, og Jósef J. Björnsson, kennari. Og þó voru þeir ólíkir. Jósef þessi dæmalausi fræðasjór og alls stað ar heima, Sigurður skólastjóri kapps- fullur atorkumaður, sem allir báru virðingu fyrir og þótti vænt um. Eitt hið bezta við kennsluna hjá Sigurði fannst mér það, að þegar hann tók okkur upp í tímum, þá lét hann okk- ur fara upp að kennarapúltinu og flytja þaðan eins konar fyrirlestur um námsefnið. Áreiðanlega hefur það hjálpað mörgum okkar síðar í líf- inu til þess að koma fram á fund- um og flytja mál okkar í ræðuformi. Þarna var Theodór Arinbjarnarson, síðar ráðunautur, fjármaður. Kom ég oft í fjárhúsin til hans og fræddi hann mig um margt, þótt ég hafi nú ef til vill ekki getað tileinkað mér það allt. Margir prýðilegir náms menn voru þá á Hólum, og yfirleitt var þetta mjög samvalinn hópur. Ég get nefnt Elías Tómasson frá Hrauni, Pálma Einarsson landnámsstjóra, Þór ólf í Fagradal, Guðmund Jósafatsson frá Brandsstöðum, Sigurð Greipsson, ísleif frá Geitaskarði. Allt voru þetta gammduglegir menn og margir fleiri. — Var ort? — Já, ég held nú það. Pálmi Ein- arsson til dæmis, hann er nú bara ágætisskáld. Við héldum alfadans, og Pálmi orti danskvæði. Ég held, að hans mundi verða meira getið við skáldskap en orðið hefur. Allt frá Hólaárunum hef ég haldið uppi nokkru sambandi við suma þessa menn, einkum þó Þórólf og Guð- mund. — Eru þér ekki einhver sérstök atvik minnisstæð frá Hóladvölinni? — Jú, og mér dettur það nú strax í hug, að einu sinni reyndu þeir með sér japanska glímu Sigurður Greips- son og Þórólfur. Það voru nú átök. Enginn hafði neitt í Sigga að gera annar en Þórólfur, sem raunar var miklu minni, en hraustur og eitil- harður. Eftir langa mæðu skildu þeir jafnir. En þá voru sprungnar æðar í augum Þórólfs, svo að hann sá lítið í marga daga á eftir. Ekki hefur nú drengur dregið af sér, þvi að eitt- hvað er tekið á áður en æðar springa. Allt í einu lýtur Magnús að mér, þreifar á enni sér og segir: — Sérðu þetta. Finnurðu þetta? Jú, þarna var þá ör, bris, þótt lítið bæri á, fljótt á litið. — Þetta fékk ég á Hólum, lagsmað ur. Við vorum í boltaleik suður á túni. Keppnin getur verið hörð hjá strákunv á þessu reki. Við runnum svona saman við Gísli Sæmundsson frá Ögri. Gísli steinrotaðist, augabrún in flettist upp á ho'ium, og sækja varð til hans lækni. Mig snarsvimaði, en stóð þó, og þessa ber ég menjar æ síðan. Auðvitað var þetta óvilja- verk hjá báðum. Við sváfum í gamla húsinu, sem síðar brann. Herbergin voru óupphit- uð, og þar fraus allt, sem frosið gat Við áttum ekki að hafa með okkur undirsængur, en lágum í þess stað á heydýnum. Ekki veit égr hvort menn gerðu sér þetta að góðu nú. Bölvaðar heydýnurnar hlupu allar í hnykla, sem svo skárust inn í skrokk- inn á manni. Og svo gerðist það, að Brynjólfur Melsted sprengdi í mér fjögur rif í einu. Minna mátti nú ekki gagn gera. Brynjólfur var ágætis strákur, risi að vexti og fílsterkur. Hann kom aftan að mér, tók utan um mig, nokkuð fast, þó að honum hafi sjálfsagt ekki fundizt það, því að hann hafði ekki hugmynd um, hvað hann var nautsterkur. Og þarna fokk uðu fjögur rif. Ég fann ekki mikið til fyrst, en svo tók það nú heldur að versna og þá skárust helvítis hey- dýnuhnyklarnir inn í skrokkinn á mér eins og ég væri á pínubekk hjá Jesúítúm. Það má máske um það deila, hversu mikið ég lærði á Hólum. En námið þar kenndi mér að læra, það var fyrir mestu. Ég vil eindregið hvetja ung bændaefni til þess að fara á búnaðarskólana. Námið þar er orðið meira og fjölbreyttara en áður. Það er bráðnauðsynlegt fyrir bændur að mennta sig sem bezt á búfræðisvið- inu. Tímarnir eru breyttir. Nú eru vélarnar og tæknin komin til, og bændaskólarnir veita nauðsynlega sérfræðslu, sem ekki fæst annárs stað ar. Já, nafni minn, það er margt breytt. Nú eru kvöldvökurnar gömlu búnar að vera. Þegar ég var að alast upp, voru íslendingasögur, Noregskonunga sögur og aðrar fornsögur lesnar á hverju kvöldi að vetrinum. Að þess- um lestri hef ég alltaf búið. Og þetta var í raun og veru sú bezta menntun, sem almenningur átti völ á þá, því að fæstir áttu þess kost að setjast á skólabekk að ráði. Og rímurnar, hvað sem Jónas okkar Hallgrímsson segir, þær þroskuðu næmi ungling- anna og stundum málsmekk. Skyldi það ekki vera munur á og þeim „kveðskap", sumum, sem nú er reynt með illu og góðu, já, einkum þó illu, að troða upp á þjóðina? Nú sést varla í víðlesnum og annars góðum tímaritum önnur ljóðagerð en atóm- ljóð. Hver skilur svo þennan sam- setning? „Hver skilur heimskuþvætt- ing þinn, þú ekki sjálfur, leiruxinn" var einu sinni sagt. Ætli það eigi ekki þarna við? Lærður maður hefur sagt, að enginn verði skáld, sem ekki er menntamaður. Eru þessi Æra-Tobba- verk þá einhver vottur um menntun? Nei, þetta er útlent apaspil, tízku- fyrirbrigði, sem hverfur og ekki get- ur veitt gleði nokkurri íslenzkri sál með óbrjálað brageyra. Ef þetta er menning, þá er það dauðadæmd menn ing. Það er talað um þetta sem reiða, unga menn. Hvað hefur þjóðfélagið gert þessum mönnum? Af hverju oj; við hvérn eru þeir reiðir? — Hvað segi ég annars um unga fólkið. Jú, æskan er góð, hún er yfirleitt ágæt. Og þó hefi ég rekið mig á eitt nú í seinni tíð hjá ein- staka ungum manni, og það er óorð- heldni. Sá löstur var ekki til áður hjá ungu fólki. Líklega hefur upp eldið bilað þarna. En að æskan sé eitthvað spilltari eða verri ná en j áður yfirleitt, nei, það held ég ekki. Og þá væri það bara uppeldinu, okk ar fullorðna fólkinu að kenna. Ég man nú ekki betur, en að sumar blessaðar gömlu konurnar mínar sa.-ju syndina vaka yfir gamla þinghúsinu á Ökrum í þá daga. Heyrðu, um hvað vorum við nú annars að tala áðan? Jú, já, þegar ég fór frá Hólum já. Nú, þá var það búskapurinn. Ég var svo heppinn að ná í ágæta og myndarlega konu, Ingibjörgu Stefánsdóttur frá Þverá. Það fannst mér undarlegt, því að sjálf ur var ég einhver ljótasti maðurinn í Blönduhlíð. Árið 1918 fluttist ég að Vöglum og hóf þar búskap. Þar hef ég hokrað síðan. Bústofninn var í byrjun 30 ær, 2 kýr og 2 hestar. Túnið var allstórt en kargaþýft. Þarna var nóg að gera, og þá var að taka til höndunum. Byrjaði á að bylta túninu. Þá var nú ekki vél- tæknin komin til sögunnar. Sléttaði fyrst með ofanafristu, stakk upp þúf- urnar og herfaði með tindaherfi. Árið 1921 kom í Blönduhlið fyrsti jarða- bótamaðurinn, sem vann með hesta- plógi, Steinbjörn Jónsson, síðar bóndi á Syðri-Völlum við Hvamms- tanga. Meðan ég var að bylta tún- inu, var heyfengur ekki meiri en svo, að ég varð að fá heyskap ann- ars staðar, á Miklabæ, Flugumýri, Þverá. Ók heyinu heim að vetrinum. Eftir fimm—sex ár hafði ég nægan ¦ heyskap heima. Það þótti mér vænt um, þvi að það var erfitt fyrir hest- ana mína að draga heysleðana upp Vaglabrekkuna. Árið 1930 fékk ég svo fyrstu hestasláttuvélina. Þrisvar sinnum er ég búinn að byggja upp á Vöglum og nú síðast úr varanlegu efni. Einu sinni spurði ég Jón frænda minn í Djúpadal að þvi, hvað hann héldi að Drottinn mundi láta mig starfa, þegar ég kæmi yfir um. — Hann setur þig á einhvern kotrass til þess að láta þig byggja hann upp og rækta, svaraði Jón. Það þætti mér nú heldur kaldranalegar viðtökur. Það ætti að vera nóg að hafa basla? í því allt sitt líf hérna megin a? gera niðurnýtt kot að góðri bújörð þó að sá þráður yrði nú ekki tekinr upp aftur hinum megin. Ég tæk; aldrei slíka meðferð í mál, enda trú: ég nú ekki, að til hennar komi. — Framtíð sveitanna já. Ja, ég hef trú á henni. Þó að nú séu góft.'n T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 64:

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.