Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 11
lægustu heimsrhorna, og kemur í ljós, aS breytingar á evrópskum skriðjökl- um eiga sér samsvörun um allt norð- urhvel jarðar. Eins og áður segir, er stutt síðan kerfisbundnar veðurathuganir hófust, og sums staðar hefur vöxtur borga dregið úr notagildi hinna eldri at- hugana. Það er nefnilega segin saga, að á byggðu svæði er meðalhiti nokkru hærri en á berangri, munar sums staðar einu stigi. Er því oft erfitt að vita, hvaða mælingum er að treysta. Samt sem áður hefur fræðimönnum í nágrannalöndum okk- ar tekizt að vinna úr gömlum veður- dagbókum með þeim árangri, að fyrir liggja hitameðaltöl á vissum stöðum um áratuga- og aldabil. Menn hafa til að mynda nokkra hugmynd um hitamagn hvers einstaks sumars í Englandi síðan um 1700, en hita- magn er summa af hitastigum hvers sólarhrings á vissum tíma, t.d. frá sán ingu til uppskeru, og er góður mæli- kvarði á þroska nytjajurta. Koma þær upplýsingar heim við breytingar á jöklum í Frakklandi og Sviss og góðæri til landbúnaðar og uppskeru- brest. Síðustu áratugi hefur farið hlýnandi í Evrópu, eins og áður grein- ir, og halda sumir, að lát muni senn verða á. Loftslagsbreytingar, þótt í smáum stíl séu, hafa mikil áhrif á flesta þætti lífs á jörðu. Við getum nefnt kornuppskeru í Norður-Ameríku, fisk- veiðar í Norðurhöfum, vöxt trjágróð- urs í Skandinavíu og eldsneytisnotk- un á Bretlandseyjum, svo að dæmi séu tekin frá norðurhveli jarðar. Þá er augljóst, að illa myndi koma sér í sambandi við áætlanir um vatns- notkun borga, ef skyndilega drægi úr úrkomu, svo að vatnsból þyrru. Enn fremur geta allar breytingar á úr- komumagni og skiptingu þess milli árstíða haft hina mestu þýðingu við jaðra sandauðna. Hrekkur regnvatn- ið til þess að rækta þessi svæði? Svar við þessari spurningu er brýnt á dög- um síaukinnar fólksfjölgunar og fæðu skorts. Hér dugir ekkert handahóf, en oft spanna úrkomumælingar á þessum stöðum aðeins stutt tímabil. Þá er stundum litið til nálægra jökla í leita að upplýsingum. — Þannig mætti lengi telja. Gufuhvolfið Iykur um jörðu alla, og hræringar í einum hluta þess haf a oft víðtæk áhrif. Suðurskautslandið mótar þannig að nokkru veðurfar á næstu meginlöndum. Segja má, að geislar sólar endurkastist gersamlega frá hinni óravíðu ísbreiðu og mikinn kulda leggur þaðan. Suðvestlægir vind ar eiga upptök sín við Suðurskauts- landið og hafa áhrif á úrkomumagn í Suðaustur-Ástralíu og Suður-Afríku. Þeir blása meðfram jöðrum háþrýsti- svæða þeirra, er valda himum miklu þurrviðrum i meginhluta Suður-Afr- Á íslandi er gnótt skriðjökla, og myndin sýnir einn slikan, Morsárjökul í Öræí- um. Morsárjökull myndast af tveimur hraunjöklum í Hermannaskarði, en hraun jökull eða falljökull er það nefnt, þegir jökull steypist fram af fjallsegg. íku. Annars er Suðurskautslandið enn lítt kannað, jafnt veðurfræðilega sem á öðrum sviðum, og ef til vill leiða framtíðarrannsóknir á Suður- skautslandinu eitthvað nýtt í ljós um orsakir loftslagsbreytinga, sem enn eru mönnum ráðgáta. Því hefur til að mynda verið haldið fram, að sjávarhiti í Atalntshafi, eins og hann kemur fram í Norður-Atlants hafsstraumnum, hafi áhrif á veður- far, en á síðustu árum hefur hlýr sjór streymt æ lengra norður á bóg- inn. En það kemur í ljós, að þessi þróun stendur í beinu sambandi við breytingar á hræringum í gufuhvolf- ínu, þ.e. vindum. Og það er erfitt að greina á milli ofsaka og afleið- inga, þegar vindar og hafstraumar eiga í hlut. Eins og áður getur, er orkuútgeislun sólar ef til vill ekki alltaf hin sama, en mælingará henni eru erfiðleikum bundnar, vegna þess að ekki er vitað, hve mikill hluti sólarorkunnar endurkastast út í geim inn. Úr þessum vanda kunna gervi- hnettir að leysa innan tíðar. Þá híýtur sú spurning að vakna, hvort loftlagsbreytingar verði af mannavöldum. Á undanförnum árum hefur mjög verið rætt um vetnis- og kjarnorkusprengjur í þessu sam- bandi. Sýnist sitt hverjum, en ekki munu hafa verið færðar óyggjandi sönnur á áhrif slíkra sprengja á veð- urfar. Þá telja ýmsir, að aukið magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu hafi sitt að segja, en koldíoxið myndast við bruna. Því hefur verið haldið fram, að hlýviðrisskreið það, sem nú er, eigi rót sína að rekja til iðnbyltingarinn- ar miklu. Eitthvað kann að vera hæft í þessu, en trauðla er hér um frum- orsök að ræða, því að hlýviðrisskreið . er engan veginn nýtt fyrirbæri. Ljóst mun vera af framanskráðu, að margt er á huldu um þessi efni, hvort sem um er að ræða smávægi- legar breytingar, eins og þær, sem veðurathuganir og jöklarannsóknir leiða í ljós, eða aðrar meiri, líkt og gerðist á ísöld.' Og víst er um það, að loftlagsbreytingar teljast eitt helzta og forvitnilegasta viðfangsefni j arðeðlisf ræðinnar. KORN og MOLAR Límið var gott. Charlie Chaplin segir svo frá, að á unga aldri hafi honum eitt sinn orð- ið gengið inn í verzlun í bandaiísk- um smáfoæ til þess að kaupa sér skrifpappír. Meðan hann beið afgreiðslu, veitti hann því athygli, að gulldollari lá á gólfinu. Hann lét vasaklút falla yfir myntina og beygði sig niður til þess að taka hvorttyeggja upp. En það var ekki unnt, það var rétt sem dollarinn væri negldur nið ur í gólfið. Afgreiðsluistúlkan sneri sér bros- andi að hinum unga manni og sagði: — Hvernig fellur yður við nýja úrvalslímið okkar. Sá eini, sem vissi. Þýzki skurðlæknirinn Sauerbruc spurði stúdent nokkurn að því í prófi, hvað hann vissi um starfsemi miltis ins. Fát kom á stúdentinn og svar- aði hann á þessa leið: — Því kem ég því miður ekki fyrir mig, ég er rétt búinn að gleyma því. — Æ, hver skrambinn. — Þér eruð bersýnilega eini maðurinn, sem eitt- hvað hefur vitað um starfsemi milt- isins, og svo hafið þér leyft yður að gleyma því. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAF 635

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.