Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 15
Hjá Gljúfurleitarkofanum hafa farið. Það eru fleiri slíkir í Blá- skógum. Þetta eru leifar gamalla kola- grafa. Við erum búnir að sleppa hest unum i girðinguna, þar sem fjall- safnið er geymt yfir nóttina, meðan þreyttir fjallmenn hvíla lúin bein í kofanum eða í tjöldum á lækjar- bakka rétt innan við girðinguna. Hóla skógur er mikil miðstöð fjallmanna, þar eru þeir allir saman og vel það, því að stundum kemur fólk úr byggð- inni, óþreyjufullir sjálfboðaliðar við reksturinn fram í byggð, en hann er einn áfangi héðan. Fjallmenn sofa hér eina nótt á hausti og við ætlum að gera hið sama nú. Kofinn er hlaðinn úr grjóti, innst er bálkur, en framar jötur með öðr- um vegg. Það er fúkkalykt í honum. Við opnum endagatið og dyrnar, til þess að fá loftið á hreyfingu. Þetta er gamall kofi og of langt þaðan í vatn. Það stendur til að byggja nýjan á hentugri stað. Við breiðum óteljándi strigapoka á bálkinn, sem er úr grjóti og mold. Geiri vill endi- lega ná í vatnið, svo að við Steini setjumst og bíðum. Fótatak Geira fjarlægist. Það er hálfrokkið í kof- anum og Steini fer að sjá eftir að hafa ekki étið meira á SkriðufeJli. — Þú hefðir ékki getað það. — Þú ekki heldur. — Nei. Þögn. Og svo nálgast fótatakið aft- ur, og við bíðum þrír. — Skyldi Tóta ekki fara að koma. — Hún hlýtur að fara a'ö koma. — Já. Bið. — Loksins heyrist lágt urr úr fjarska og hvítt ferlíki geysist eft- ir sandinum í átt til okkar. ÞaS er Tóta. Hún er með allan matinn okk- ar og byssurnar og svefnpokana, brunar í hlaðið. En Elli er ekki einn í henni. Tveir kvenmenn eru við hlið hans og brosa byggðabrosi til okkar. Við sendum þeim fjallaglott og drífum allt inn, trúss, kvenmenn og Ella. Þær gera ketilkaffið (sem er bölvaður óþverri, hvað sem Geiri segir) sterkara og brjóstið hlýrra með nærveru sinni. Kjálkarnir fara af stað og við tölum meðan við tyggj- um: Jamm og jæja. Svo kveðja þau, og við erum einir eftir, veslingarn- ir: Kvenmannslaus í kulda og trekki o.s.frv. — Geiri liggur alltaf þarna og ég hérna, segir Steini. Geiri glottir ofan í ketilkaffið. Þegar hann lítur upp, er korgur á vörum hans. — Djöfulsins viðbjóður. — Þetta er bara betra, segir hann og sleikir út um. — Það þyrfti bara að vera sterk- ara. Þá myndi ég sjúga hvert korn, segir Steini. Og svo skríðum við í pokana — spennitreyjurnar — og brátt verður miðvikudagurinn að fimmtudagi í hrotum okkar. Um nóttina vakna ég við þungan vatnsnið og segi stundarhátt: — Það er f arið að rigna. — Ha, segir Steini. — Hann stend- ur á sokkaleistunum í dyragættinni. Hurðin rétt að stöfum — jafnskjótt og hann snýr sér við, hættir að rigna. Og ég sofna sælli en áður. II. Morgunn. Fyrst sting ég nefinu út um pokaopið og vona að enn sé nótt. Suðið í prímusnum sker inn- an hlustirnar. Þá sting ég höfðinu eins langt og það kemst niður í pok- ann og reyni að gleyma því að ég er til, Og svo heyrist ísköld rödd Steina með hundrað högl í hverju orði: — Ertu í skollaleik? Á ég að skjóta? — Huh. Hausinn á honum er eins og hænu- rass i vindi. — Fáðu þér ketilkaffi, segir Geiri og pumpar prímusinn með stórum höndunum. Eftir einn bolla finnst mér Steini vera ágætisstrákur og hausinn á honum alveg sæmilegur. Suðið í prímusnum er orðið þægilegt og sult- urinn segir til sín. — Harðfiskur, smjör, flatkökur og þrumari, einn hangikjötsbiti og það er fullkomnað. Svo reykjum við vindla og finnst við vera þingmenn. — Haglabyss- urnar standa sitt í hvoru horni og boða dauða úr báðum hlaupum, tösk- urnar á gólfinu, klifberarnir upp- raðaðir. — Það er bezt ég fari aS sækja hestana, segir Geiri. TÍIUINN- SUNNUDAGSBLAÐ 639

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.