Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 16
Svipast um eftir skolla i Niðurgöngugili. — Nei, það geri ég, segir Steini og er stokkinn út, áður en varir. Hestarnir eru komnir. Þrír undir trúss. Þrír undir okkur og fjórir laus- ir og liðugir — trippin. Steini ákveð- ur að setja trúss á Geldingaholts- Jörp. Á hana hefur aldrei komið nema maður, og hún hefur haft það fyrir sið að hoppa og stinga sér, þegar farið er á bak. Og nú tekur hún nokkur balletspor og fagrar bol- vindur með afturhófa til himins, hleypur til og frá, stanzar og hristir hausinn. — Það er víst bezt að fara að síga, segir Geiri. Hann gengur af stað og teymir hest sinn. Trússararnir elta. Eftir þó nokkurn spöl stígum við á bak og höldum yfir sandinn að Sandafelli. Það er ekki ýkjahátt, gró- V líúpum götum eftir fé yf- ii 'i Það er ávalt i lögun og auðíaríð. Sums staðar er bleyta í því. Tóta hafði þó komizt yfir það, þegar þeir leituðu framafréttinn, en á einum stað festst svo kyrfilega, að aðeins grjótburður undir hana og spil hennar sjálfrar bjargaði málinu. Á háfellinu nemum við staðar og lítum til baka. Nú sjáum við Búrfell norðaustan megin. Það rís upp úr sandflæminu mikla, sem liggur með Þjórsá frá Sandafelli og heitir Haf. Við erum nú komnir lengra en manna er von á þessum tíma. Manna- þefurinn úr Þjórsárdal er horfinn. Hér ræður náttúran ein og togar í okkur, lengra i faðm sinn, dýpra. Hér er fagurt. Við erum eins og saklausir ferðamenn, engar tófur enn. Byssurnar á öxlum Geira og Steina virðast aðeins vera þar sér til gamans: Við horfum niður í Skúmstungurnar, þar sem Skúms- tungnaárnar renna niður I Þjórsá, og hinum megin við hana á Holta- mannaafrétti beljar Tungnaá f hana og myndar þar með henni svarta sandsjálfheldu: Þar er ekki fýsilegt fyrir kindur að lenda eða menn í villu og heitir Sultartangi. Við stönzkum ekki lengi, og þegar við höldum niður Sandafellið hinum megin, sekkur Búrfell í Hafið. Neisti, foli Steina, hefur upp- götvað sjálfan sig fyrir óbeina að stoð meranna frá Hæli. Honum finnst Skjóni og Skuggi, sem báðir eru á aldur við hann, ekki hafa leyfi lil þess að nálgast merarnar hans í göt unum upp Skúmstungnaheiðina. Öðru hvoru stanzar hann, setur sig þversum í götuna og reigir sig. Skjóni kemur að og þeir gefa hvor öðrum á baukinn. Merarnar kunna hins vegar ekki að meta neitt nema sjálfar sig og glefsa bæði í hann og aðra. Öðru hvoru taka þær rokur til þess að verða örugglega fyrstar. Leiðin er blaut og stundum liggur í, en smám saman er heiðin að baki. í Stakaðsveri æjum við. Þar stend- ur einn steinn stakur og á ekki sinn líka á löngu svæði, sem allt er gróið. Hér mundi gott að stanza og leita skjóls fyrir hríð og byl, halla sér aðeins að steininum, láta þreytudof ann gera sig sælan andartaksstund og hugsa um það, sem manni er kær- ast. Það er gott, þegar einn er á ferð eins og Starkaður forðum, en það má ekki verða of gott að hvilast — éins og honum. Hann hafði kom- ið norðan úr Bárðardal og ætlaði að finna unnustu sína, sem átti heima í Gnúpverjahreppi. En hann kom aldrei til hennar nema í draumi og færði henni þá þessa vísu: Angur og mein fyrir auðarrein oft hafa skatnar þegið Starkaðar bein und stórum stein um stundu hafa legið. Síðan hefur sá steinn heitið Stark aðssteinn og finnst sumum þar óhreint. — Að minnsta kosti fannst Sturlu Jónssyni ekki geðslegt að eiga þar nótt, þegar hann gekk úr Bárð- ardal skömmu eftir krossmessu árið 1916 suður öræfin, sömu erinda og Starkaður forðum — að finna unn- ustu sína, Sigríði Einarsdóttur frá Hæli — og fylgdi honum aðeins hund ur. Þegar hann fór úr Bárðardal, sagði gömul og greind kona við hann: „Ekki held ég, að þú sért með öllum mjalla, Sturla, að ætla að ganga suður fjöll aleinn á þessum tíma árs.“ — En hann fór og hann komst alla leið, þrátt fyrir óskap- lega erfiðleika. En hundurinn týnd- ist. En Pálmi Hannesson, rektor, sem skráði svaðilför Sturlu, spurði hann, hvað hefði rekið hann til þess að ráð ast i svo tvisýna för, svaraði hann því, að hann hefði átt kærustu fyrir sunnan. „Mér varð það eitt að orðí — segir Pálmi, — að þó að þrjátíu unnustur hefðu beðið mín, hefði ég ekki árætt að leggja á Sprengisand einn míns liðs svo snemma vors.“ Gljúfurleitin. Sílargeislarnir brjót- ast út milli skýjanna og gera regn dropana að silfri. Þjórsá drynur í þröngum gljúfrum, dræpi allt, sem í hana félli. Gljúfurleitarkofinn stend ur á grasi grónum hjalla. Það eru þrír slíkir niður að gljúfrunum, sund urskornir af giljum og lækjum, og allt reynir að taka öðru fram í feg- urð. Framarlega í Gljúfurleitinni er hlaðinn leitarmannakofi með báru járnsgafli, og úr dyrum hans sést yfir í Búðarháls hinum megin Þjórs árgljúfurs. Hann er á Holtamannaaf rétti. Þar ku vera átján hjallar og þarf átján menn til þess að ganga þá. í Búðarhálsi er svokölluð mann tapahella. Henni hallar niður í belj- andi fljótið, og seytlar alltaf vatn á hana, sem heldur henni sísleipri. Munnmæli herma, að nokkrir göngu menn hafi ætlað að stökkva hana, en runnið niður í Þjórsá og týnt lífi. Sagt er, að átján menn hafi farizt á Manntapahellu. Upp með gljúfr- unum sést í hvítan Gljúfurleitarfoss inn, og á kyrrum kvöldum heyrist niður hans langar leiðir. Hér er gott fyrir sauðkind að vera og hér finnst rebba líka gott að vera. Og nú eru haglabyssurnar ekki lengur leikföng, heldur járn- 640 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.