Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 6
hafi að meiða og skelfa, en endar með ])ví að myrða. Klaninn á auðvelt með að komast yfir vopn. Hann stelur handsprengj- um, vélbyssum, og skotfærum iir vopnabúrum hersins og þjóðvarnar liðsins. Hann lætur félagsmenn sína ganga í Skotfélagið (National Rifle Association), því að þá fá þeir ódýr ari vopn og skotfæri af umfram birgðum hersins. Þótt sett væru lög til takmörkunar á sölu skotfæra, mundi Klaninn finna leiðir til þess að fara í kringum þau. Klaninn í Alabama notar mest dýnamít. Á síðastliðnum 15 ár um, hafa orðið meira en 45 spreng ingar í Birmingham einni af völdum hans. Hverfi millistéttarnegra hefur nú jafnvel fengið auknefnið „Dýna- mít-hæð“. Árið 1963, — eftir að sprengju hafði verið kastað inn í unnudagaskóla og orðið fjórum litl um negrastúlkum að bana — sat einn leiðtogi Klansins fundi með full- trúa lögreglunnar á hóteli í Birming ham til þess að finna leiðir til að bendla ekki Klaninn við morðin. Dýnamít er notað við gerð hrað- brauta, í kolanámum, þegar land er brotið og víðar, og því er auðvelt að komast yfir það. Við vitum, að Klans menn hafa æft sig í notkun þess í leirgröfum utan við Birmingham. Einn verkamaður smyglaði 16 til 13 stöngum af sprengiefninu á degi hverjum í matarskrínu sinni af vinnustað. Dýnamít skilur ekki eftir nein sönnunargögn, það hefur lamandi áhrif, og niðurrifshópurinn getur ver ið kominn 20 mílur í burtu, þegar sprengingin verður. Á síðasta ári var lagt fram frurn varp á þingi Alabamaríkis um eftir lit með eign og sölu á dýnamíti. Frumvarpið var samþykkt í full- trúadeildinni, en George C. Wallace ríkisstjóri fékk það svæft í öldungar- deildinni. Stundum halda Klan-deildirnar stóra fundi í fjáröflunarskyni, sem jafnvel smábörnin sækja. Konurnar baka kökur og steikja kjúklinga, ræð ur eru haldnar, peningum safnað og krossar brenndir. Flestir klæðast kuflum sínum, jafnt börriin sem hin ir spilltustu. Ræðurnar eru þrungnar öfugsnúnum kristilegum slagorðum. Hver venjulegur maður mundi kalla þær guðlast, en ofstækismaður, sem kynntur er sem guðsmaður, getur spúið hatri heilt kvöld og Klansmenn irnir hlusta. Hann getur ekki sagt: „Við erum hér saman komin, vegna þess, að við hötum,“ svo að hann segir: „Hugsaðu ekki um, hvað þú ert að gera.“ Hlustendur hans óttast aðeins Bíblíuna og lögregluna, svo að Klaninn fullvissar þá um, að hvort tveggja sé á sínu bandi. En það er við ramman reip að draga. Á öðru leitinu er Klan- inn, sem rekur æsingar sinar gegn kaþólskum mönnum og Gyðingum, ekki síður en blökkumönnum, og á hinu er fóturinn settur fyrir tilraun ir til úrbóta. í ágústmánuði síðasta ár, þegar embætti mitt lagði fram frumvarp sem gerði æsingar til of beldisverka að glæp, drap stjórn rík isins það í nefnd, svo að það komst ekki einu sinni fyrir þingið. Það er undarleg þversögn, að Klan inn viðheldur þeirri fátækt, sem ól hann. Meðalárstekjur hvers íbúa Alabama, 1.749 dalir, eru langt fyrir neðan meðaltal þjóðarinnar allrar, sem er 2.566 dalir. Alabama hefur líka eitthvert minnsta framleiðslu magn á hvern einstakling, af öllum ríkjum Bandaríkjanna. Iðnaðarfé- lög í öðrum ríkjum laðast að okkur vegna auðlinda okkar og vinnuafls, en hvert nýtt hermdarverk fælir þau í burtu. Iðnaðarjöfurinn les fyrir sagnir dagblaðanna, og sá, sem þetta bitnar harðast á, er Klansmaðurinn sjálfur. Sum iðnfýrirtæki í Alabama um bera Klaninn, og nokkur láta jafnvel fjárupphæðir renna til hans. Ókyrrð in heldur launum niðri og verkalýðs félögunum í burtu. Engir verða til þess að hefja samkeppni, vinna mark aði og greiða hærri laun. Of- stækismennirnir öskra aðeins „frjálst framtak“ og afleiðingin er sú, að hungurlaun ein eru boðin mönnum. Ýmsir leiðtoga Klansins hafa eign Klan.maðurinn leiðir börn sín fljótlega inn í regluna — eins og nazistar gerðu á sínum tíma við sín börn — og bau standa hreykin við hliðina á pabba sinum. 830 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.