Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 31.07.1966, Blaðsíða 5
h.f.)- Riddarar Ku Klux Klan, sem áobert Shelton stjórnar, eru virkir meðlimir í einungis 15 af 67 herÚQ- um Alabama, og það er helzt í „Svarta beltinu“ svokallaða, og íðn aðarsvæðunum umhverfis Birm- ingham. Ekki er Klaninum alls staðar veí stjómað. Sumir nýfélagar hafa greitt inntökugjald sitt en aðeins fengið í staðinn félagsmerki og hina venjulegu hatursbæklinga. Þeir vita ekki einu sinni, hvar þeira eiga að mæta á fundum. Allur þorri félagsmanna Klansins er yfirleitt misheppnaðir menn fé- íagslega og efnalega. Klansmaðurinn hefur yfirleitt hætt skólanámi strax eftir barnaskólanám og keppir því við negrana um lökustu störfin. Hann hefur hvorki þekkingu né kunnáttu til þess að mæta framtíð- inni og berst því gegn henni. En með því fælir hann í burtu iðnaðar fyrirtækin, sem gætu bætt lífs- kjör hans. Klaninn veitir þessu úrkasti mann félagsins útrás fyrir tilfinningar sín ar. Þegar svona vesalingur skrýðist 15 dala kufli sínum, getur þjóðfélag ið ekki lengur hunzað hann. Klansmaðurinn sver Klaninum holl- ustu sína og á að ljúga, ef með þarf til þess að vernda Klaninn. En ef einhver fær nóg af þessu, getur hann hætt. Hans fyrri félagar munu að vísu ógna honum og hafa í heitingum, en ef hann hefur bein í nefinu, láta þeir hann eiga sig. En ef þeir vita, að hann er veikgeðja og hræddur, þá fær hann engan frið. Og ef þeir halda að hann hafi stungið af og kjaftað frá leyndarmálum Klansins, ganga þeir af honum dauðum. Ku Klux Klan hóf feril sinn nánast sem fíflaskapur fyrir einni öld, og væri ekki tekinn alvarlega, í dag, ef ekki væri fyrir hina löngu slóð hermdarverka, sem ætíð hefur fylgt honum. Klaninn segist vera til í þeim tilgangi, „í fyrsta lagi að vernda hina veiku, saklausu og varnarlausu fyrir valdníðslu, rangindum og níð- ingsverkum hinna ólöghlýðnu, ofsa- fengnu og grófu ..." Við skulum líta á þetta stefnumark í framkvæmd. Árið 1957 fóru nokkrir Klans- menn af fundi ólmir í að láta „nigg arablóð “ renna. Þeir gripu fyrsta negrann, sem þeir sáu, roskinn verka mann á leið heim frá vinrju sinni. Þeir vönuðu hann og helltu síðan ter- pentínu í sárin, til þess að heyra hann veina. Fjórir þeirra voru dæmd ir af kviðdómi í Alabama í 20 ára fangelsi. Einum þeirra var sleppt lausum fyrir rúmu ári, og hafði þá ekki afplánað þriðjung af dómi sín um. Fyrir skömmu sendi ekkja Klans- manns son sinn, sem var vangefinn, til þess að reisa við girðingu, svo að nautgripir nágrannans, sem var Klans maður, hættu að fara inij á landar dlgn henhár, Npkíciruijj kvötóum sfð ar fcomu allmargir lcuflklæddir Klans ihenn áh dyrum hennar og heimtuSu árenginn framseldan. Þeir foru með h'ann burtu og hýddu hann svo grimmdarlega með svipum, að koma varð hojjum uncíir íæknishendur á e.ftir. Eftir þetta þorði móðir hans efcki að hafa drenginn hjá sér, og sendi hann til frænda síns í öðru ríki. í fréttum dagblaðanna lesum við æ ofan í æ um hliðstæða grimmd, sem í þessum tilvikum bitnaði á rosknum negra og vangefnum ungl- ingi. Ég er þeirrar skoðunar, að bók staflega allt ofbeldi, sem við Suður ríkjamenn verðum fyrir, sé runnið undan rifjum Ku Klux Klan. Þeir velja fórnardýr sín vandlega, — fórn arlömb. sem geta ekki veitt þeim við nám. Klaninn gefur út hótanir sínar á dreifimiðum, sem oft hljóða á þessa leið: „Þið niggararnir skuluð ekki hafa ánægju af því að umgangast okkur hvítu mennina. Við munum sjá um það . . . Við viljum ekki þurfa að grípa til blóðsúthellinga, en ef það er nauðsynlegt . . . þá hikucn við . efcki. Öaldið ykkur frá IfcjörfcleTunum. i?ið fylgjumst meo ykfcur.” Til þess að fylgja eftir ógnunum sínum, notar Klanirin það, sém hann fcallar „niðurrifshópa.11 Faum er treyst til starfa í þeim, menn eru valdir úr ýmsum héruðum í hvern hóp og þekkja oft ekki hverjir aðra. Þeir eru morðingjar, haldnir kvala- losta, og njóta verka sinna, og eru valdir til starfans, einmitt vegna þess arar skapgerðarbilunar. Og niðurrifshópurinn kann til verka, enda oft vanur. FórnarlambiS er valið, og síðan er gengið frá fjar vistarsönnunum allra í hópnum, og loks vinna tvei reða þrír sjálfan verkn aðinn. Ef um hýðingu er að ræða, ræna þeir manninum, aka honum á afvik inn stað, neyða hann til að skríða á fjórum fótum, fletta hann síðan klæð um og berja hann með leðurólum eða gúmmílengjum, skilja hann svo eftir og láta hann einan um að komast á sjúkrahús. Niðurrifshópur, eins og morðingj ar frú Violu Liuzzo eftir gönguna til Selma í fyrra, ætlar stundum í upp Þessi brúða hangir sem hengdur mað- ur uppi í Ijósastaur. Hún á að tálcna blökkumann. Á baki hennar stendur: Þessi „niggari" kaus. — Þetta er aðvörun til blökku- mannanna frá Ku Klux Klan og átti að sýna, hvernig faeri fyrir beim, ef þeir neyttu atkvæð isréttar síns. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 629

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.